Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Szymon Kuran er allur. Meðhonum er genginn einn sér-stæðasti og merkasti lista- maður okkar í rúm tuttugu ár. Szymon Kuran fæddist í Pól- landi en kom til Íslands fyrir 21 ári frá Englandi, þar sem hann hafði stundað framhaldsnám í fiðluleik. Það var starf í Sinfón- íuhljómsveit Íslands sem dró hann hingað, góðu heilli fyrir hljóm- sveitina og íslenskt tónlistarlíf. Hann sýndi strax að hann var af- burða fiðluleikari og var hann lengstum annar konsertmeistari hljómsveitarinnar. Það var eftir honum tekið; hann bar hingað með sér andblæ Evrópu og hefða sem standa á gömlum merg. Hann var ekki bara fiðluleikari af guðs náð, hann var framúrskarandi tónlistarmaður á öllum sviðum. En þegar hann lék á fiðluna sína mátti öllum vera ljóst að hann var tónlistin sjálf, holdi klædd. Hann og fiðlan voru eitt, – hann og tón- listin voru eitt.    Þótt Sinfóníuhljómsveitin yrðiaðalstarfsvettvangur Szymon- ar var hann fljótur að kynnast tónlistarmönnum í öllum teg- undum tónlistar. Hann var vin- margur og allir vildu spila með honum. Hann stofnaði tvær sveitir með íslenskum tónlistarmönnum, Kuran kompaní og Kuran Swing, sem báðar áttu góðu gengi að fagna. Það var sama hvort Szy- mon Kuran var að spila einleik með Sinfóníuhljómsveitinni eða skemmta brúðkaupsgestum í sam- leik með félaga sínum Reyni Jón- assyni, hann lagði ætíð allt undir, – hver stund í tónlistinni var ög- urstund, – alltaf spilað upp á líf og dauða og litlu augnablikin voru engu minni upplifun en þau stóru. Szymon Kuran átti ekki til neina málamiðlun í fiðluleiknum. Langur tími leið þar til Szymon Kuran opinberaði okkur hæfileika sína til tónsmíða. Þá gerði hann það líka svo um munaði. Fyrir fimm árum hætti hann í hljóm- sveitinni til þess að geta betur einbeitt sér að tónsmíðum sínum. Í viðtali sem ég átti við hann vor- ið 2001, þegar verk hans Requiem var frumflutt, kvaðst hann hafa samið tónlist frá barnsaldri og í raun hefði hann lært að skrifa nótur áður en hann lærði að draga til stafs. Þá sagði hann: „Ég er fljótur að fá hugmyndir og koma þeim á blað, en það getur tekið mig mörg ár að vinna úr þeim. Ég geri endalausar lagfær- ingar og breytingar. Ég er að mörgu leyti minimalisti og vil nota sem minnst af nótum í verkum mín- um. […] Ég verð stund- um hissa á hvað sum tónskáld geta samið mörg verk á ári, ég skil ekki hvernig það er hægt. Hjá mér tekur það alltaf rosalega langan tíma að klára; – verða saddur og klára.“    Þegar Requiem varfrumflutt í Krists- kirkju vorið 2001 vissi maður ekkert við hverju mátti búast. Það kom þó á daginn að þeim sjö ár- um sem Szymon Kuran varði í verkið var vel varið. Ríkarður Örn Pálsson sagði í dómi sín- um um verkið: „Margt kom undirrituðum á óvart, en þó að stundum væri farið hratt yfir sögu […], stöppuðu all- margir staðir sláandi nærri ótíndu meist- araverki. Þó að tíminn geti einn skorið úr um langlífi verksins, lá að minnsta kosti eitt ljóst fyrir allt til enda: hér var talað frá djúpum hjartans.“ Þessi orð Ríkarðs finnst mér lýsa vel hvers konar tónlist- armaður Szymon Kuran var. Hann talaði frá djúpum hjartans. Requiem var samið í minningu vinkonu tónskáldsins, sem lést fyrir aldur fram úr krabbameini. Þótt dauðinn sé inntak sálumess- unnar vildi Szymon Kuran að verkið yrði túlkað sem von- arneisti, í þeirri trú að ekkert í lífinu sé án tilgangs. Sú von lýsti sem leiðarstjarna gegnum verkið hans, eins og Ríkarður Örn sagði: „…er þrátt fyrir dimmúðugan drunga og stundum grimmdarleg átök í ætt við kaldranaleika mannlegrar reynslu náði einnig að skína bjart og gera upplifunina – og lífið – bærileg á heiðríkum nótum hlýlegs hjartalags og bróð- urþels.“ Hafi Szymon Kuran þökk fyrir ómetanlegt framlag sitt til ís- lensks tónlistarlífs. Tónlistarmaður frá djúpum hjartans ’Hann lagði ætíð alltundir, – hver stund í tónlistinni var ögur- stund – alltaf spilað upp á líf eða dauða og litlu augnablikin voru engu minni upplifun en þau stóru.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Szymon Kuran: Hann var ekki bara fiðluleik- ari af guðs náð, hann var framúrskarandi tón- listarmaður á öllum sviðum. begga@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís EITT af lykilverkum módernismans er myndröð rússneska listmálarans Kasimir Malevich, „Hvítt á hvítt“, sem listamaðurinn byrjaði á árið 1918 sem tilraun til að losa mál- verkið undan hlutbundnum veru- leika og beina því til hins andlega. Þótt Malevich hafi haldið sig innan formrænu „súprematismans“ er óhætt að segja að listamaðurinn hafi lagt drög að einlitum málverkum mínimalismans því að í kjölfar hvítu verkanna málaði Alexander Rodc- henko einlitt og kolsvart málverk sem svar við verkum Malevich. Upp frá því kemur heill hellingur af myndlistarmönnum sem mála einlit málverk. Yves Klein er sennilega þekktastur þeirra og jafnframt fyrstur til að kalla þessháttar verk „mónókróm“. Félagi hans í Zero- hópnum, Piero Manzoni, tók svo upp hvíta litinn á sjötta áratugnum og gerði myndröðina „Achrome“ þar sem hann blandaði saman ólík- um efnum s.s. gesso, lími, polyetríni o.fl. sem gerði málverkið svo efn- iskennt að jaðraði við lágmyndir. Klein og Manzoni nálguðust mynd- flötinn sem tómt rými og var því eðlilegt framhald fyrir listamenn eins og Elliswoth Kelly, John McKracken, Alan Charlton og Blinky Palermo að taka listrýmið með í leikinn og laga myndflötinn að því. Aðrir listamenn eins og t.d. Ro- bert Ryman og Gerhard Richter notuðu hins vegar efnið til að leggja áherslu á yfirborð myndflatarins. Í póstmódernismanum kemur síðan fram ógrynni af myndlistarmönnum sem tileinka sér einlit málverk á ólíkum forsendum og satt að segja er stórmerkilegt að brunnurinn sé enn ótæmdur því sífellt spretta upp myndlistarmenn sem finna sig inn- an þessa mínimalíska ramma. Hulda Stefánsdóttir er listakona sem er búsett í Bandaríkjunum. Hún sýnir þessa dagana í Ásmund- arsal, Listasafns ASÍ verk sem hún kallar „Yfirlýstir staðir“. Hulda sækir í hvíta málverkið og þótt verk hennar séu ekki algerlega einlit er augljóslega sama nálgunin í gangi hvað myndflötinn varðar og hafa verkin sterka tilvísun í verk eftir listamenn á borð við Robert Ryman og Raoul de Keyser sem láta liti skína gegn um einlitt yfirborð. Hulda teflir myndum sínum saman í takti við listrýmið sem gefur henni nokkuð lausan tauminn þegar kem- ur að handverkinu. Eru málverkin frjálslega unnin og efnistökin eru laus og sýnast án áhyggna enda er það ekki myndflöturinn einn og sér sem skiptir meginmáli því að á end- anum er það heildarmynd í rýminu sem þarf að ganga upp. Rýmið verð- ur þá flöturinn og hver mynd er sem form og hluti af hrynjanda verksins. Þannig séð byggist sýn- ingin á nokkuð hefðbundnu kon- kretmálverki. Yfirlýstar ljósmyndir í bland við málverkin færa sýninguna nær veruleikanum án þess þó að taka frá andlegum eigindum hennar enda virkar veruleikinn enn fjarrænn í oflýsingunni. Hver mynd, hvort sem það er málverk eða ljósmynd, er eins og hurð sem kann að opnast þegar maður meðtekur rýmið. Heildin er mjúk og notalegur staður til að staldra við á. Kannski ekki það nýstárlegasta sem hægt er að finna í óhlutbundnu málverki þessa dag- ana, en það má svosem reka ofan í flest í samtímalistum með þeim hættinum ef maður vill og víst að menn geta enn ausið spennandi hlutum upp úr hvíta brunninum og er full ástæða til njóta þeirra. Hvíti brunnurinn MYNDLIST Listasafn ASÍ – Ásmundarsalur Opið alla daga nema mánudaga frá 13– 17. Sýningu lýkur 11. september. Hulda Stefánsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott er að staldra við á yfirlýstum stöðum Huldu Stefánsdóttur í Listasafni ASÍ – Ásmundarsal. Jón B.K. Ransu EINHVER reyndi að skrökva því að mér fyrir nokkru að ekki væri hægt að spila hreint á barokk- flautu. Hún væri svo erfið við- ureignar að óhjákvæmilegt væri að falskir tónar kæmu af og til úr henni. Á tónleikum Ensemble L’A- ia í Hallgrímskirkju á þriðjudaginn kom í ljós að þetta er helber vit- leysa; þar var heldur betur leikið á barokkflautu og ekki var að heyra einn einasta óhreinan tón. Eftir því sem ég best gat séð samanstóð tónlistarhópurinn af liðsmönnum úr Alþjóðlegu barokk- sveitinni í Den Haag, þeirri sömu og spilaði svo eftirminnilega Matte- usarpassíu Bachs undir stjórn Harðar Áskelssonar um helgina. Nánar tiltekið voru þetta Georgia Browne sem lék á barokkflautuna fyrrnefndu, Ian Wilson á blokk- flautu, Tuomo Suni á fiðlu, Nicho- las Milne á víólu da gamba og Cvetanka Sozovska á sembal. Tónleikarnir báru yfirskriftina „Yfir landamæri“ og á efnisskránni voru verk eftir tónskáld sem áttu það sameiginlegt að hafa leitað fanga fjarri heimaslóðum. Handel, sem var þýskur, starfaði stóran hluta ævi sinnar í London, Quantz og Telemann ferðuðust víða um Evrópu og hinn franski Campra eltist við erlend stílbrigði, sér- staklega frá Ítalíu. Hljóðfæraleik- ararnir á tónleikunum komu líka frá ólíkum löndum; Finnlandi, Ástralíu, Englandi, Írlandi og Makedóníu. Noémi Kiss sópran söng tvö verk eftir Campra og Telemann og gerði það ágætlega í sjálfu sér en rödd hennar var þó of kuldaleg til að hægt væri að hrífast af henni. Hljóðfæraleikurinn var hins vegar í fremstu röð, samspilið var hárná- kvæmt, hröðustu nótnahlaup voru skýr og jöfn, styrkleikajafnvægið var fullkomið og túlkunin var svo sannfærandi og einlæg að maður féll í stafi af aðdáun. Tríó eftir Quantz var einstaklega þokkafullt, fjórða sónata Handels var snilld- arlega leikin og sjötti kvartett Telemanns var svo upphafinn og innblásinn að mér fannst beinlínis eins og ég væri að handfjatla dýr- indis antíkmun frá barokktímanum, hlut sem venjulega er í skotheldu glerbúri. Í stuttu máli sagt var hljóðfæraleikurinn listræn opinber- un og ég veit að ég á aldrei eftir að hlusta á barokktónlist á sama hátt héðan í frá. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Hljóðfæraleikurinn var hinsvegar í fremstu röð; samspilið var hárná- kvæmt, hröðustu nótnahlaup voru skýr og jöfn, styrkleikajafnvægið var fullkomið og túlkunin var svo sannfærandi og einlæg að maður féll í stafi af aðdáun,“ segir Jónas Sen meðal annars um tónleika Ensemble L’Aia. Listræn opinberun TÓNLIST Hallgrímskirkja Noémi Kiss (sópran) og Ensemble L’Aia fluttu tónlist eftir Quantz, Telemann, Handel og Campra. Þriðjudagur 23. ágúst. Söng- og kammertónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.