Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 25 UMRÆÐAN FRAMSÓKNARMENN í Reykja- vík koma saman til almenns fé- lagsfundar í kvöld til að ræða þá stöðu sem komin er upp í borg- armálunum eftir að ljóst varð að Reykjavík- urlistinn býður ekki fram í næstu borg- arstjórnarkosningum. Vinstri grænir hafa ákveðið að bjóða fram undir eigin merkjum og skýr vilji til hins sama kom fram á fundi full- trúaráðs Samfylking- arinnar í síðustu viku. Þar með er ljóst að við framsóknarfólki í Reykjavík blasir að hefja nú þegar undirbúning að fram- boði undir eigin merkjum í kosning- unum í borginni næsta vor – merkj- um B-lista Framsóknarflokksins í fyrsta sinn síðan árið 1990. Enginn vafi leikur á því að Reykja- víkurlistinn hefur sem stjórnmálaafl haft töluverð áhrif í íslenskum stjórn- málum. Til hans var upphaflega stofnað til að skapa mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem haft hafði tögl og hagldir í borginni áratugum saman, stundum jafnvel án þess að hafa meirihluta atkvæða. Á sama tíma höfðu miðjuöflin og vinstri flokk- arnir barist sitt í hvoru lagi og mátt sín lítils í áhrifalausum minnihluta. Allt frá því R-listinn vann sinn fyrsta sigur í borgarstjórn- arkosningum 1994 hef- ur hann haft afgerandi frumkvæði og lyk- ilstöðu í borgarmál- unum og komið til leiðar mörgum af þeim stefnu- málum sem lögð voru til grundvallar við stofnun hans. Á löngum tíma hefur hins vegar margt breyst; óháður borg- arstjóri gekk til liðs við einn flokkanna þriggja í aðdraganda síðustu al- þingiskosninga og nú er svo komið að þrír hafa gegnt embætti borgarstjóra á þessu kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið að Reykjavíkurlistanum frá upphafi. Aðrir flokkar hafa komið og farið í samstarfinu, en Framsóknarflokk- urinn hefur verið hryggjarstykkið all- an tímann. Við getum jafnframt litið stolt um öxl á þau verk sem fulltrúar okkar hafa staðið fyrir. Af og til hafa þær raddir heyrst innan flokksins, að hann liði fyrir samstarfið innan R-listans og tákn hans og sérstaða væru horfin í höf- uðborginni, stærsta sveitarfélagi landsins. Þetta eru eðlileg sjónarmið og svipaðar röksemdir hafa einnig komið fram af hálfu annarra flokka sem staðið hafa að listanum. Segja má að jafnan hafi niðurstaðan orðið sú að skynsamlegt hafi verið talið að starfa áfram innan Reykjavíkurlist- ans þrátt fyrir þessa augljósu ann- marka og njóta þess þá frekar að koma baráttumálum sínum í verk í dugmiklum meirihluta fremur en að eiga á hættu að standa áhrifalaus fyr- ir utan. Því hefur hins vegar verið fleygt nú að Framsóknarflokkurinn hafi átt allt sitt undir áframhaldandi samstarfi og muni eiga erfitt með að bjóða fram undir eigin merkjum næsta vor. Ekk- ert er fjær sanni. Á meðan Fram- sóknarflokkurinn á aðild að R- listanum gerir hann það af heilum hug. Í því ljósi var unnið af hálfu full- trúa Framsóknarflokksins í viðræðu- nefnd og leitast við af fremsta megni að ná fram ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla aðila. Það tókst ekki og því blasir nú við sú staðreynd að hver flokkur bjóði fram undir eigin merkj- um og kosningabaráttan verði því með töluvert öðru sniði en undanfarin ár. Þá er einfaldlega komin upp ný staða, sem jafnframt getur falið í sér ný tækifæri. Á þessum tímamótum tel ég mik- ilvægt að framsóknarfólk í höf- uðborginni komi allt að undirbúningi framboðs okkar framsóknarmanna, bæði hvað varðar málefnastarf og val á frambjóðendum. Ég tel að fram- bjóðendur flokksins í næstu borg- arstjórnarkosningum geti með öflugu umboði sinna flokksmanna náð góð- um árangri í kosningum. Til þess að fá slíkt umboð þurfa allir framsókn- armenn í borginni að fá að kjósa sér frambjóðendur í prófkjöri eða kosn- ingu og niðurstaðan úr því á að ráða endanlegri röð frambjóðenda. Við framsóknarmenn eigum þannig sjálf- ir að velja okkar eigin fulltrúa og styðja þá síðan með ráðum og dáð þegar niðurstaðan liggur fyrir. Þann- ig eflum við flokkinn og komum stefnumálum hans á framfæri við borgarbúa. Áskorun og tækifæri Björn Ingi Hrafnsson fjallar um framboð Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórn- arkosningar ’Við framsóknarmenneigum þannig sjálfir að velja okkar eigin fulltrúa og styðja þá síðan með ráðum og dáð þegar nið- urstaðan liggur fyrir.‘ Björn Ingi Hrafnsson Höfundur er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og að- stoðarmaður forsætisráðherra. FYRIR fundi borg- arráðs í dag liggur til- laga um að fyrirhuguð hækkun leikskólagjalda á háskólastúdenta, sem eiga maka í fullri vinnu, verði dregin til baka. Breiður stuðningur er við tillöguna meðal borgarfulltrúa. Sjálf- stæðismenn fluttu samskonar tillögu í borgarstjórn í apríl síðastliðinn og fulltrúar allra flokka sem eiga full- trúa í borgarstjórn hafa lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir hyggist styðja til- löguna og draga þar með hækk- anirnar til baka. Í dag lýkur því von- andi baráttu sem hófst fyrir tæpum níu mánuðum í nóvember í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt um að gjöldin yrðu hækkuð. Skýr vilji stúdenta Vilji stúdenta hefur verið skýr í málinu frá byrjun. Allt frá því að fyrst var tilkynnt um hækkunina hefur margoft verið bent á að hin umrædda hækkun komi sér afar illa fyrir þá stúdenta sem fyrir henni verða. Sá hópur er þó ekki fjölmennur og heild- arfjárhæðin sem Reykjavíkurborg fær með þessari hækkun er ekki há. Það hefur því óneitanlega skotið skökku við að á sama tíma og stefnt er að gjaldfrjálsum leikskóla í Reykjavík hafi staðið til að hækka leikskólagjöld á ákveðinn afmark- aðan hóp foreldra. Tæplega 2000 undirskriftir Hækkunin átti upphaflega að ganga í gegn 1. janúar síðastliðinn. Undir forystu Vöku stóð Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir undir- skriftasöfnun í fyrra til þess að mót- mæla hækkununum og voru und- irtökurnar góðar – tæplega 2000 stúdentar skrifuðu undir. Undir- skriftirnar voru afhentar þáverandi borgarstjóra og eftir viðræður við borgaryfirvöld var ákveðið að hækk- unin tæki ekki gildi að fullu fyrr en 1. september næstkomandi. Vaka lagði á það áherslu á sínum tíma að það væru ekki fullnægjandi viðbrögð af hálfu borgaryfirvalda að einungis fresta gildistöku hækkunarinnar, heldur ætti að ganga alla leið og draga hana til baka. Útgjaldaaukning upp á tugi þúsunda á ári Það er því fagnaðarefni að tillaga um að draga hækkanirnar til baka sé komin fram í borgarstjórn frá einum af borgarfulltrúum R-listans. Afstaða meirihlutans er þá væntanlega önnur núna en þegar málið var rætt á sínum tíma og eins þegar málið var tekið upp af minnihlutanum í borgarstjórn í apríl síðastliðnum. En það er sama hvaðan gott kemur. Hér er um brýnt hagsmunamál að ræða fyrir stúdenta, enda hefði hækkunin valdið út- gjaldaaukningu upp á tugi þúsunda á ári fyrir þá sem hefðu orðið fyrir henni. Óhætt er að fullyrða að óskir og kröfur þeirra tæplega 2000 stúdenta sem fóru fram á að hækkunin yrði dregin til baka á sínum tíma séu enn í fullu gildi. Það er því fagnaðarefni að samstaða hafi náðst í borgarstjórn um að hlusta á raddir stúdenta í þessu máli. Níu mánaða baráttu gegn hækkun leik- skólagjalda lokið Hrefna Lind Ás- geirsdóttir og Krist- ín María Birg- isdóttir fjalla um leikskólagjöld ’Undir forystu Vökustóð Stúdentaráð Há- skóla Íslands fyrir und- irskriftasöfnun í fyrra til þess að mótmæla hækkununum...‘ Hrefna Lind var formaður fjölskyldu- nefndar Stúdentaráðs fyrir hönd Vöku í fyrra og Kristín María situr í fjölskyldunefnd SHÍ fyrir Vöku í ár. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir Kristín María Birgisdóttir KÓPAVOGSBÆR eignaðist hluta lands ríkisspítalanna í Kópavogi árið 2003. Þá var ljóst að þar ætti bærinn land sem byði upp á mikla möguleika til margskonar starfsemi og mikilvægt væri að sem best tækist til við skipulag svæðisins og uppbyggingu. Samfylkingin lagði til á bæjarstjórnarfundi að efnt yrði til hugmynda- samkeppni um nýtingu svæðisins en meirihluti Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks felldi þá tillögu og sagði Ómar Stefánsson, bæj- arfulltrúi Framsóknar, í þeim um- ræðum að hann myndi „aldrei sam- þykkja samkeppni“. Hins vegar vildi hann halda íbúaþing á svæðinu til að veita íbúum aðgang að skipulaginu! Rangar forsendur Síðar var þó samþykkt í bæj- arstjórn að hafa lokaða samkeppni um hugmyndir um uppbyggingu Kópa- vogstúnsins og þagði Ómar þá þunnu hljóði. Í samkeppninni voru gefin ákveðin fyrirmæli um byggingarmagn á svæðinu sem byggjast á alröngum forsendum að mínu mati. Samkvæmt þeim á að byggja 384 íbúðir, þar af 164 íbúðir á því svæði sem þegar er í eigu Kópavogsbæjar og keypt var 2003 fyrir 260 milljónir. Ef miðað er við þau yfirtökugjöld, sem lögð voru á í Þinga- hverfi í Vatnsenda og eru ætluð til að standa undir landakaupum, er nægj- anlegt að byggja 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjöl- býli, alls 85 íbúðir á þessu svæði til þess að ná inn fyrir kostnaðinum við landakaupin. Rökleysa Gunnsteins Fyrstu hugmyndir um skipulagið voru kynntar á fundi í félags- heimili Kópavogs í fyrra og mættu þær mikilli andstöðu. Gunnsteinn Sigurðsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæð- isflokks og formaður skipulags- nefndar, lofaði þar að athugasemdir íbúa yrðu teknar til greina. Á fundi í Kársnesskóla 11. ágúst sl. voru aug- lýstar skipulagshugmyndir síðan kynntar og kom þar berlega í ljós að ekkert tillit hafði verið tekið til at- hugasemda íbúanna frá því á fyrri fundi. Grundvallarforsendan er að byggja sem mest og það er rökstutt með dýrum landakaupum sem ég hef sýnt fram á að stenst alls ekki. Á fund- inum kom sú krafa margítrekað fram frá fundarmönnum að afgreiðslu skipulagsins yrði frestað fram yfir íbúaþing sem boðað er nú í haust. Ekki treysti Gunnsteinn sér að verða við þeirri eðlilegu tillögu íbúanna þrátt fyrir hafa ítrekað rætt und- anfarin ár um mikilvægi og nauðsyn íbúalýðræðis. „Íbúðalýðræði meirihlutans“ Það er í raun með ólíkindum að ekki skuli vera vilji hjá kjörnum fulltrúa til að fresta afgreiðslu skipulagsins fram yfir fyrirhugað íbúaþing. Svo virðist sem bæjarfulltrúarnir og skipulags- nefndarmennirnir Gunnsteinn og Óm- ar séu hræddir við að tala við íbúanna og heyra þeirra sjónarmið. Þetta er eitt af stærstu málunum í vesturbæ Kópavogs og ef það á ekki að ræða það á íbúaþingi áður en búið er að ganga endanlega frá skipulaginu, til hvers á fólk þá eiginlega að vera að taka þátt í „íbúaþingum“ sem verið er að bjóða upp á í nafni íbúalýðræðis? Hvað á þá eiginlega að tala um þar? Eru þeir hræddir við íbúana? Flosi Eiríksson fjallar um íbúalýðræði og skipulagsmál í Kópavogi ’Svo virðist sem bæj-arfulltrúarnir og skipu- lagsnefndarmennirnir Gunnsteinn og Ómar séu hræddir við að tala við íbúana og heyra þeirra sjónarmið.‘ Flosi Eiríksson Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. UM NÆSTU helgi verður hin ár- lega Akureyrarvaka haldin í fjórða sinn. Dagskráin hefst venju samkvæmt í rökkurró í Lystigarð- inum á föstudags- kvöldið, Upplýstur garðurinn er róm- antískur á þessum tíma ársins og einstakur án- ingarstaður. Á laugardeginum verður mikið um að vera víðsvegar um bæ- inn. Þar má nefna m.a. fjallahjólakeppni í Kjarnaskógi, nýtt hjólabrettasvæði verð- ur opnað og Brekkuskóli vígður formlega. Eins munu fjölmargar sýn- ingar listamanna opna seinnipartinn í Listagilinu, t.d. mjög áhugaverð sýn- ing Jóns Laxdals, „,ekki orð“, í Lista- safninu og sýningin ,,Alveg sér viska“ sem er safnarasýning í Ketilhúsinu, ásamt mataruppistandi Friðriks V. í Borgarbíói. Ítarlega dagskrá er að finna í Dag- skránni og á heimasíðu Akureyr- arbæjar, www.akureyri.is Vakan markar lok Listasumars og afmæli Akureyrarbæjar er fagnað jafnframt og það er nærandi fyrir lík- ama og sál að lyfta sér á kreik þegar fer að húma að. Fyrirtæki, stofnanir og skapandi ein- staklingar hafa eins og áður tekið höndum saman og lagt sitt af mörkum. En stemn- inguna skapa bæj- arbúar sjálfir. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þróun Akureyr- arvöku. Hægt og síg- andi eru tilviljana- kenndar hugmyndir að verða að hefðum. Fyrirtæki í mið- bænum eru farin að nota þennan dag til þess að bjóða viðskiptavinum sín- um heim undir öðrum formerkjum. Á hverju ári koma fram nýjar og fersk- ar hugmyndir sem síðan eru þróaðar áfram og verða að föstum liðum. Í Eyjafirði hefur verið mikið um að vera í sumar og bæjarhátíðir af ýmsu tagi lokkað til sín íbúa og gesti. Ein- kenni þeirra er að þær leggja áherslu á staðarmenningu og sérkenni og þar er áhersla á ákveðið þema, hvort sem það er síld og fiskur, blús eða hand- verk. Allt er þetta hluti af ímynd fjarðarins og liður í því að gera hann bæði eftirsóknarverðan til búsetu og heimsókna. Akureyrarvökunni lýkur á öðruvísi hátt nú en áður en þetta kvöld verður vígð hin endurreista Glerárvirkjun Norðurorku og mun lokaatriði kvöldsins fara fram við Glerárstíflu og við virkjunina. Þar mun fjöl- listamaðurinn Örn Ingi sýna leið mannsins frá eldi til rafmagns. Gaman væri að sjá íslenska fánann að húni á sem flestum stöðum og ég hvet bæjarbúa til að flagga í tilefni dagsins. Njótum allra þeirra gæða sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða! Frá eldi til rafmagns á Akureyrarvöku Sigrún Björk Jakobsdóttir segir frá menningarvöku á Akureyri ’Vakan markar lokListasumars og afmæli Akureyrarbæjar er fagnað jafnframt og það er nærandi fyrir líkama og sál að lyfta sér á kreik þegar fer að húma að.‘ Sigrún Björk Jakobsdóttir Höfundur er formaður menningarmálanefndar Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.