Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 35
hendi og vatnsglas í hinni sem hann hellti svo sneisafullt að salurinn stóð á öndinni, en um leið sem límdur við varir fyrirlesarans. Að ógleymdu þegar hann í miðjum loftfimleikum gat tekið upp á því að hlæja, snögg- um, ómótstæðilegum skelmishlátri. Af útgefnum verkum Þorsteins er mér Tilraun um manninn (1970) hug- stæðust: hvílíkur hvalreki heim- spekinema að fá þessa bók í hendur og staðreyna að það var lafhægt að skrifa um heimspeki á íslensku. Ég segi „lafhægt“ af því hvað setning- arnar voru lifandi og lausar við þann beinserk sem hættir til að hamla fræðilegri framsetningu (þótt af- greiðsla hans á þýskri heimspeki- hefð hugnaðist mér engan veginn). Um líkt leyti hófu að koma út Lærdómsrit Bókmenntafélagsins í ritstjórn Þorsteins, sannkölluð fjör- efnasprengja í hinu hörgulsjúka menningarástandi okkar. Auk þess sem allur frágangur var áður óþekktur á Íslandi, vandvirknin, skýringarnar, að ógleymdum vekj- andi formálum bestu manna, ekki síst þeim sem Þorsteinn samdi sjálf- ur. Kannski er þessi bókaflokkur sýnilegasti afrakstur af lífsstarfi Þorsteins og sá sem lengst mun gæta. En fleira verður að nefna. Eða treystir sér nokkur til að meta til fjár þann mannauð og menningu sem heimspekikennsla við Háskóla Íslands hefur skilað okkur á rúmum mannsaldri? Þar ber nafn Þorsteins Gylfasonar hæst, ásamt Páli Skúla- syni og Mikael M. Karlssyni. Um heimspeki Þorsteins hljóta aðrir að fjalla, aðeins vildi ég vekja athygli á hve fumlaus tök hann hafði á viðfangsefninu hverju sinni og hve frumlegum höndum hann fór um hvaðeina. Jafnvel efni sem maður taldi sig kannast við urðu sem ný í höndum hans. Og hvernig hann byggði mál sitt upp var í ætt við töfra, ég nefni sem dæmi lestur hans um Þórberg Þórðarson, fluttur í ald- arminningu meistarans í júní 1989 og birtist sama ár í Tímariti Máls og menningar. Árið 1997 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin í fræðaflokki fyrir Tilraun um heiminn, en hefði allt eins getað hreppt þau í fagur- bókmenntaflokknum einnig. Ljóðaþýðingar hans í tveimur bindum bera skáldgáfu hans glæsi- legt vitni, en líka öðru sem var kannski eftirminnilegast um mann- inn: örlætinu. Ófá ljóðanna eru „handa“ einhverjum vina hans og eins var um útgefin verk, þau voru jafnan tileinkuð einhverjum ástvini eða öðrum sem hann vildi votta virð- ingu. Og örlæti hans er okkur í þessari fjölskyldu efst í huga. Við kynntumst Þorsteini fyrst persónulega þegar við dvöldum samtímis í háskólabæn- um Berkeley vor og sumarbyrjun ár- ið 1983. Sjaldan höfum við vitað mann lifa af jafn smitandi áhuga, fyrir utan hvað hann var fús að virkja okkur hin með sér í upplif- uninni, stöðugt að vekja athygli á merkilegum fyrirlestrum, tónleikum eða skipuleggja lautarferðir um vín- ræktarhéruð Napa-dals, svo fátt eitt sé nefnt. Að ógleymdum máltíðum sem hann bauð til þar sem lostætið hríslaðist jafnt um bragðlauka sem heilasellur og hláturtaugar. Eða þegar hann skipulagði skemmtiferð í dýragarðinn og sædýrasafnið til heiðurs tveimur ungum drengjum, fimm og níu ára, að eigin sögn til að verða aðnjótandi opinmynntrar upp- lifunar ungviðisins, þótt dauðyflin foreldrarnir fengju að fljóta með líka. Þannig hefur Þorsteinn snert ófáa samferðamenn sína. „Og nú er þessu ævintýri lokið“, eins og Steinn Steinarr komst að orði í kveðjuorðum um annað skáld. En spurði jafnframt: „hvernig má það ske, að þessi skæri logi lífs og snilldar sé nú að engu orðinn?“ Móður Þorsteins, ættingjum og öðrum ástvinum sendum við Hrafn- hildur dýpstu samúðarkveðjur. Pétur Gunnarsson. Vinur minn, Þorsteinn Gylfason, er allur. Óvænt tíðindi og sorgleg. Fundum okkar hafði að vísu ekki borið saman í alllangan tíma, eða síð- an hann gaf mér fallegu bókina sína, Söngfugl að sunnan, í afmælisgjöf. En það var svo sem ekkert nýtt. Stundum liðu ár á milli þess að við hittumst – þá oft hin seinni ár á fal- legu heimili hans á Mímisvegi og áð- ur á Aragötunni eða heima hjá mér eða á öðrum stöðum. Eða bara á förnum vegi. Ætli við höfum ekki þekkst hátt í um það bil fjóra áratugi og rætt málin, ósjaldan yfir glasi með höfgu rauðvíni. Það voru góðir fundir, þar sem rædd voru sameig- inleg áhugamál svo sem leikhús en einkum tónlist, að lífinu ógleymdu og duttlungum tilverunnar. Hann var einn þeirra fáu sem ég bar undir eigin verk og þáði ábend- ingar, þ.á.m. Krossferðina – þar sem við ræddum „heimspekilegt“ inntak verksins og nokkuð sérkennilega framsetningu. Ég held þó að tónlist- in og ljóðið hafi staðið hjarta hans næst. Vínarborg var hans staður, borg tónlistar, heimspeki og sálar- fræði – að kaffihúsunum ógleymd- um. Þar átti hann góða kunningja og vini, líka meðal heimsþekktra tón- listarmanna. Erik Werba kemur í hugann og fleiri góðir. Þorsteinn var fjölgáfaður og fjöl- fróður, andríkur og húmoristi góður. Og auðvitað afar vel að sér um allt sem hugur hans stóð til. Fyrirlestrar hans um heimspekileg efni voru að sama skapi skemmtilegir sem þeir voru skýrir í hugsun og framsetn- ingu. En allt hafði þetta yfir sér sér- stakan þokka látleysis í meðferð málsins, oft kryddað hæfilegum skammti af kímni. Næmi hans fyrir „tónlist“ hins bundna máls var kannski meginþáttur snilldarinnar. Sundurgerð ekki til – jafnvel djúp- hugsaðar sonnetturnar „hljómuðu“ eins og gælur. Limrurnar fisléttar og skondnar, hittu beint í mark. Þor- steinn gat nefnilega verið ákaflega beinskeyttur (og fyndinn) ef honum blöskraði orð eða gjörningur. Því gáfum hans fylgdi hreinlyndi og hreinskilni. Móður Þorsteins Gylfasonar, bróður og öðrum vandamönnum votta ég samhryggð mína. Hans er sárt saknað, en minningin er ljúf og rík. Oddur Björnsson. Fundum okkar Þorsteins bar fyrst saman á Laugarvatni í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann hefur líklega verið þriggja ára og ég fjög- urra. Hvorugur okkar mundi þann fund en amma mín sem var óskrök- gjörn sagði að ég hefði kvartað sáran yfir að þessi strákur talaði svo mikið að ég kæmist aldrei að. Þetta þótti fyndið af því að ég var þekktur fyrir að vera kotroskinn og málglaður. Þarna hitti ég sem sagt ofjarl minn. En þótt við Þorsteinn skiptumst nær alltaf á nokkrum orðum hvenær sem við rákumst á gegnum tíðina get ég fullyrt að aldrei eftir þennan Laug- arvatnsfund þótti mér hann of lang- orður. Snöggt brottkall Þorsteins snertir mig dýpra en margra sem ég hef séð meira af um ævina, kannski vegna þess að mér er ljóst að hann var einn af fágætustu samtímamönnum mín- um, sannkallaður „endurreisnar- maður“ eða „homo universalis“, hann spannaði svo stóran skala þekkingar, visku og listgáfu, auk þess sem hann hlaut í vöggugjöf of- urnæmar tilfinningar og hlýtt hjartalag. Ég þakka Þorsteini fyrir alla vinsemd sem hann sýndi mér um dagana og bara fyrir að hafa átt hann sem samtíðarmann. Að lokum finnst mér við hæfi að vitna í mann sem uppi var fyrir tvö þúsund árum og hafði líkt og Þorsteinn mikla hæfileika á ótal sviðum, spænska Rómverjann Lucius Annaeus Se- neca, stjórnmálamann, heimspeking og leikskáld. Seneca sagði um dauð- ann: „Þú deyrð ekki af því að þú ert veikur, þú deyrð af því að þú ert lif- andi.“ Örnólfur Árnason. Meistari minn og síðar fjölskyldu- vinur Þorsteinn Gylfason hefur kvatt. Brottförin slítur þráð í lífi margra þeirra sem nutu vináttu hans og auðlegðar. Í októbermánuði 2000 fórum við- Þorsteinn í stutta ferð til Cambridge á Englandi. Tilgangurinn var öðrum þræði að kanna slóðir Wittgensteins, heimspekingsins austurríska, sem tvítugur bankaði upp á hjá háttvirt- um Bertrand Russell í Cambridge haustið 1911 og gerði allt vitlaust í heimi heimspekinnar. Þetta var ógleymanleg ferð, þótt ekki væri nema fyrir hvað Þorsteinn var dásamlegur ferðafélagi. Aldrei dauð stund. Frásagnarlist á hverju horni, allt sett í samhengi, skopast og hleg- ið milli þess sem lífsblómið var vökv- að. Þarna hittum við í fyrsta sinn frú Önnu Pinsent Keynes, systurdóttur Davíðs Pinsents, fyrsta og nánasta vinar Wittgensteins og ferðafélaga í Íslandsferð þeirra félaga árið 1912. Anna sýndi okkur dagbækur og póstkort Pinsents úr ferðinni en dag- bókin hefur verið gefin út hjá Black- well forlaginu breska með titlinum „A Portrait of Wittgenstein As a Yo- ung Man“. En eftirminnilegast var þegar við heimsóttum fornvini Þor- steins, hjónin og heimspekingana Pétur Geach og Elísabetu Ans- combe. Þau voru bæði komin á ní- ræðisaldur og Elísabet orðin elli- hrum. Þorsteinn mat Elísabetu sem fremsta heimspeking Breta á hennar tíð. Hún var nemandi, þýðandi og ná- inn vinur Wittgensteins. Sjö barna móðir. Þorsteinn spurði hana hvort Wittgenstein hefði haft vináttu hans og Pinsents á orði. Elísabet svaraði að hann hefði margsinnis nefnt hve dýrmæt hún hefði verið honum, allt að því bjargað honum. Svo bætti hún við eftir smávegis þögn og ljómaði um leið eins og kvöldsól: „Vinátta mín og Wittgensteins var ein mesta gleði lífs míns.“ Og þetta sagði hún hálfri öld eftir andlát meistara síns. Elísabet lést skömmu eftir heimsókn okkar. Líði hálf öld eða hálfur dagur og verði ég spurður um kynni mín af Þorsteini Gylfasyni, þá býst ég við að svarið verði á sömu lund og hjá gömlu konunni. Svo mikil og góð voru áhrifin hans Þorsteins. Spaklát mætir þér í skógarjaðrinum húmlituð villibráð; við ásinn dvínar kvöldgolan smátt og smátt; kveinstafir þrastarins hljóðna og haustsins ljúfu flautur þagna í sefinu. Á svörtu skýi siglir þú, ölvaður af draumsóley, út yfir hinn náttsvala poll, stjörnugeiminn. Alltaf ómar tunglskinsrödd systur minnar gegnum sálarinnar nótt. (Þýð. Jóhannes úr Kötlum.) Halldór Friðrik Þorsteinsson. Skyndileg veikindi og fráfall Þor- steins Gylfasonar, langt um aldur fram, voru öllum vinum hans mikil harmafregn og hans er sárt saknað. En hann mun halda áfram að lifa í verkum sínum og skírum minning- um þeirra mörgu sem þekktu hann. Sú síðasta sem við eigum er frá heimsókn á Aragötuna á afmælis- daginn hans, 12. ágúst. Það var þeg- ar ljóst að hverju stefndi en Þor- steinn tók því óumflýjanlega af æðruleysi og karlmennsku sem má verða okkur hinum fyrirmynd þegar að okkur er komið. Hann var jafn andríkur og skemmtilegur og ævin- lega. Það hvarflaði að okkur, eins og væntanlega fleirum þennan dag, að þetta væri líkt og að lifa síðustu stundir Sókratesar. Við, sem áttum því láni að fagna að mega telja Þorstein til nánustu vina okkar um margra áratuga skeið, eig- um sem betur fer ótal margar aðrar minningar. Þorsteinn var persóna sem brá „stórum svip yfir dálítið hverfi“ hvar sem hann fór. Aðals- merki hans sem heimspekings og rit- höfundar var skörp og skýr hugsun, málsnilld, en ekki síst fyndnin, sem gerir verk hans svo læsileg. Í sam- ræðum um gervigreind, sem var eitt af mörgum áhugasviðum hans, hélt hann því stundum fram að hvað sem öðru liði væri kímnigáfa allténd eig- inleiki sem mundi greina menn frá SJÁ SÍÐU 36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 35 MINNINGAR ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Hávík, Skagafirði, sem lést laugardaginn 20. ágúst, verður jarðsung- in frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14.00. Haukur Hafstað og fjölskylda. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, JENNÝ ODDSDÓTTIR, Kárastíg 13B, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 11.00. Lárus Arnþór Brown, Hjalti Már Hjaltason, Hjördís Jóna Sigvaldadóttir, Guðni Pálmi Oddsson, Kolbrún Hansen og frændsystkini. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU JÓNSDÓTTUR, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. Grímur Jónsson, Gunnar Grímsson, Gígja Hrund Birgisdóttir, Hugi Þeyr Gunnarsson, Ásgrímur Gunnarsson, Ásta Gunnarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUNNARSSON frá Skipanesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 26. ágúst klukkan 14.00. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Ármann Stefánsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRHÖLLU EGGERTSDÓTTUR, Eyjabakka 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki krabbameinslækningadeilda Landspítalans við Hringbraut. Elinór Hörður Mar, Árni Eggert Harðarson, Elinóra Ósk Harðardóttir, Gunnar Valgeirsson, Halldór Þór Harðarson og barnabörn. Við þökkum af alhug öllum þeim sem heiðruðu minningu HANNESAR Þ. HAFSTEIN. Innilegar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 12E og gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Ragnheiður Hafstein og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.