Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HÆ! EN ÉG SAGÐI BARA „HÆ“ HENNI HLÝTUR AÐ LÍKA VEL VIÐ MIG. ÞAÐ ER MIKILL HEIÐUR AÐ FÁ AÐ HREINSA TÖFLUBURSTANA MINNINGAR MÍNAR UM GAMLA KENNARANN MINN ERU AÐ HVERFA EINS OG KRÍTARRYKIÐ JÁ, FRÖKEN! ÉG SKAL HREINSA TÖFLU- BURSTANA SÉRÐU FROSKINN? REYNUM AÐ NÁ HONUM AF HVERJU EKKI? ÉG KEM EKKI NÁLÆGT HONUM FROSKAR LEPJA VATN ALLAN DAGINN EF SKE KYNNI AÐ EINHVER TAKI ÞÁ UPP HVERNIG KYNNTIST ÞÚ HRÓLFI? DAGINN SEM HANN KOM Í ÞORPIÐ MITT ÞÁ HEILLAÐI HANN MIG UPP ÚR SKÓNUM Á STUNDINNI HANN HEFUR HINSVEGAR EKKI VERIÐ FLJÓTUR AÐ GERA NEITT SÍÐAN ÚT MEÐ ÞIG! ÉG SKIL EKKI AF HVERJU HÚN VERÐUR SVONA REIÐ ÚT Í MIG ALLIR GETA GERT MISTÖK ÞAÐ ÞARF BARA PLASTPOKA OG LYKTAREYÐI TIL AÐ LEIÐRÉTTA MÍN KANNSKI AÐ ÉG SJÁI PUNISHER HÉÐAN HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA HÉR? ÞÚ SKILDIR MYNDAVÉLINA ÞÍNA EFTIR ÞANNIG AÐ ÉG TÓK NOKKRAR MYNDIR AF ÞÉR OG GAURNUM MEÐ HAUSKÚPUNA Á BRINGUNNI MJ? AF HVERJU ERTU BÚIN AÐ VERA SVONA LEIÐINLEG VIÐ MIG UNDANFARIÐ ÆI, FYRIRGEFÐU ÉG ER BARA BÚIN AÐ VERA SVO STRESSUÐ HVÍ LÆTURÐU ÞAÐ BITNA Á MÉR? ERTU AÐ SEGJA AÐ ÉG EIGI AÐ TAKA ÞVÍ SEM HRÓSI ÞEGAR ÞÚ NÖLDRAR? ÞÚ ERT SVO SKILNINGSRÍKUR ÞVÍ ÞÚ ERT SÁ EINI SEM ÉG TREYSTI NÓGU VEL TIL ÞESS AÐ GETA SÝNT MÍNAR INNRI TILFINNINGAR Dagbók Í dag er fimmtudagur 25. ágúst, 237. dagur ársins 2005 Víkverji ferðaðisteins og vanalega innanlands í sumar- fríinu, oftast nær í blíðskaparveðri. Hann keyrði meðal annars um Breiðdal til Egils- staða en þar mun væntanlega vera lengsti ómalbikaði vegarkaflinn á hring- veginum. Malarvegur- inn var þó nokkuð góður og engin sér- stök ástæða til þess að kvarta undan honum. Frá Egilsstöðum hélt Víkverji til Vopna- fjarðar um Hellisheiði og þaðan áfram norður til Þórshafnar. x x x Frá Egilsstöðum til Vopnafjarðarer að mestu ekið á malarvegi en Víkverja og félaga hans þótti á hinn bóginn skjóta skökku við að frá Vopnafirði til Þórshafnar er að stærstum hluta til ekið á góðum tví- breiðum malbikuðum vegi. Félagi Víkverja átti ekki til orð yfir „þessa vitleysu“ eins og hann orðaði það. Furðaði hann sig á því hvers konar pólitík það væri sem skildi eftir lang- an, ómalbikaða kafla á þjóðvegi númer eitt á sama tíma og fé væri til til að malbika mun lengri veg sem liggur í átt að Langanesi og Melrakkasléttu þar sem byggð er afar strjál og þorpin fá og fámenn. Fannst félaga Víkverja algerlega út í hött að menn færu svona með almannafé, þ.e. gæfu að því er virtist algert frat í heildarhagsmuni vegna hagsmuna fárra. Að hugsuðu máli gat Víkverji eiginlega ekki annað en tekið undir þessa gagnrýni félaga síns. Það er einfaldlega ekki, hvernig sem á málin er litið, heil brú í þeirri forgangsröðun vegafram- kvæmda sem þarna hefur verið lagt í. x x x Á ferð sinni kom Víkverji við áHornafirði og snæddi þar dag- verð og kom við í „kaupfélaginu“ á staðnum, þ.e. verslunarkjarnanum við Litlubrú. Þar í versluninni Ellefu ellefu eða í bakaríinu við hliðina á varð Víkverji hins vegar viðskila við silfurgráan Nokia-farsíma sinn aldr- aðan og biður menn að hafa sam- band hafi þeir rekist á slíkan síma. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Tónleikar | Í Iðnó verða í kvöld kl. 20 tónleikar þeirra Helgu Bjargar Arnar- dóttur klarínettuleikara og Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Flutt- ar verða klassískar perlur klarínetttónlistarinnar en á efnisskrá eru verk eftir höfunda á borð við Schumann, Debussy og Bohuslav Martinu. Þetta eru aðrir tónleikar Helgu og Ástríðar en þær hafa lengi spilað saman. Báðar luku þær námi fyrir tveimur árum: Helga frá Tónlistarháskólanum í Utrecth í Hollandi og Ástríður frá Tónlistarháskólanum í Bloomington, Indiana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Klarínettutónar í Iðnó MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil. 4, 4.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.