Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6 Miðasala opnar kl. 15.00 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.30 B.i 16 ára kl. 3.20 og 5.40 kl. 3.40 og 5.50 Í þrívídd  VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára KVIKMYNDIR.IS  I I .I OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS WWW. XY. IS OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS Sýnd kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8 og 10.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is Sími 564 0000         KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  S.K. DV  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. kl. 8 og 10.30  H.J. / Mbl.. . l.  H.J. / Mbl.. . l.  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI        ROB Schneider er ekki hávaxinn maður, rétt yfir 1.60 á hæð en hann ber sig eins og hann sé tröll að vexti. Þegar undirrituðum var hleypt inn í leikmyndina sem hafði verið byggð utan um viðtalið, stóð hann fyrir framan nuddpott og kjaftaði við þrjár íslenskar stúlkur sem í pottinum sátu. Það varð snemma ljóst að samtal við blaða- mann var ekki efst á hans baugi og hver getur svo sem álásað honum – stúlkurnar voru eins og klipptar út úr karlatímariti, í efnislitlum baðföt- um einum klæða og hlógu skrækum hlátri eins og þær fengju borgað fyrir það – sem var líklega raunin. Hann settist þó að lokum niður og viðtalið gat hafist. Mig langaði að spyrja þig út í muninn á grínleikara og drama- tískum leikara? „Það er enginn munur. Þetta er sami hluturinn. Líttu bara á grím- urnar sem eru tákn leiklistarinnar. Önnur er brosandi en hin er hnugg- in á svip. Ef alvarleikinn er sneydd- ur húmor er hann leiðinlegur og ef húmorinn er sneyddur alvarleika er hann líka leiðinlegur. Marlon Brando sagði eitt sinn: „Fólk í dag telur að vændi sé elsta starfsgrein siðmenningarinnar. Það er rangt. Leiklistin er elsta starfgreinin!“ Ég er sammála honum. Ef þetta er sami hluturinn, af hverju hefurðu ekki leikið í fleiri dramatískum kvikmyndum? „Af því að grínleikur er erf- iðari … Hvað ertu eiginlega að gefa í skyn? Ertu að segja að grínleikur sé einfaldari?“ Nei, nei… „Spyrðu hvaða leikara sem er og hann mun segja þér að grínleikur sé erfiðastur.“ Eru það ekki aðallega grínleik- ararnir sem halda því fram? „Nei, grínleikarar gera það ekki, það eru drama-leikarar sem segja það! Horfðu á grínmynd með Al Pacino og þá kemstu í skilning um hversu erfitt það er. Marlon Brando er besti leikari hvíta tjaldsins en hann gat ekkert í gamanleik. Ekk- ert!“ Heldurðu að þetta sé meðfæddur hæfileiki? „Ég veit það ekki. Ég held að þetta sé spurning um smekk. Ann- aðhvort færðu fólk til að hlæja eða ekki. En grínleikur er erfiðastur. Tökum Óskarsverðlaunin sem dæmi; Hvað vilja þeir sem taka á móti verðlaunum gera? Þeir vilja koma fólki til að hlæja. Gamanleik- urinn er æðstur allra leikgerða.“ Stefndirðu alltaf á leiklist- arbrautina? „Nei, ég hef samt alltaf haft áhuga á grínleik. Mínar hetjur eru Gene Wilder, Woody Allen, Peter Sellers, Mel Brooks, Richard Pryor og ég lít svo á að ég sé að halda merki þeirra áfram með mínum gamanleik. Ég byrjaði nefnilega að koma fram ungur að árum… og þó að mér takist ennþá að búa til grín… það eru mjög fáar brjálaðar myndir eins og þessi [Deuce Biga- low European Gigolo] sem fást gerðar, en það er keypt dýru verði.“ Hvað meinarðu? „Það er keypt dýru verði! Ef þú ert tilbúinn til að fíflast og gera brjálaða hluti, þá muntu ganga fram af fólki. Það er ekkert sem reitir fólk jafnmikið til reiði og gam- anmyndir. Ég hef þurft að takast á við þetta í Bandaríkjunum í sam- bandi við gagnrýni. Hins vegar bý ég ekki til myndir fyrir gagnrýn- endur, ég bý þær til fyrir fólk og einu gagnrýnendurnir sem ég tek mark á, eru þeir sem borga sig inn á myndirnar mínar.“ Voru foreldrar þínir leikarar? „Nei!“ Einhver í fjölskyldunni? „Nei, ég er ekki hluti af neinni leikarahefð.“ Ég veit að þú ert frá San Franc- isco. Hvernig var að alast þar upp? „San Francisco er mjög frjálslynd borg en Bandaríkin eru mjög íhaldssöm. Ég er ennþá að bíða eftir því að pendúllinn sveiflist til baka… en… listrænt séð er ég barn átt- unda áratugarins, þegar þjóðfélagið var opnara, frjálsara og fjöl- þjóðlegra. Í þá daga voru margir grínleikarar sem komu fram á sjón- arsviðið og þeir opnuðu mín augu fyrir leiklistinni. Ég kem sjálfur úr fjölþjóðlegu fjölskyldumynstri; mamma mín er filippeysk og pabbi minn er hálfur Rússi og hálfur Þjóð- verji. Ég mæli samt ekki með þess- ari genablöndu stefnirðu á frama í körfubolta – eða í annarri íþrótt, ef því er að skipta. GÆTI ÉG FENG- IÐ MEIRA TE!? Afsakið.“ Ekkert mál. Þú varst bæði hand- ritshöfundur og leikari í Saturday Night Live þáttunum. Segðu mér aðeins frá þeim tíma. „Mér fannst frábært að skrifa og satt að segja held ég að ég muni láta nokkrar myndir í viðbót nægja áður en ég sný mér alfarið að skrift- um og leikstjórn. Mér finnst gaman að gera kvikmyndir en ég er ekki viss um að mig langi til að gera þær á jafn líkamlegan hátt og ég hef áð- ur gert – þú veist – halda mér í formi og að þurfa svo að vera upp á náð og miskunn heimskra gagnrýn- enda. Ég er í raun spenntari fyrir mínum eigin ferli núna en ég hef áð- ur verið. Ég sé fram á frjálsari og sjálfstæðari tíma. Í sambandi við SNL skrifaði mað- ur brandara á þriðjudegi og komst svo að því hvort hann var fyndinn á laugardeginum. Mér fannst það frá- bært. Ég virti það alltaf að vettugi hvort ég væri að móðga fólk. Maður verður að vera óttalaus í húm- ornum, annars fer illa fyrir manni.“ Saknarðu þess að leika fyrir lif- andi áhorfendur? „Nei, ég sakna þess ekki. Ég hef meira gaman af því að fullkomna það sem ég geri. En ég sakna inni- leikans sem oft kom fram í SNL. Ég held að í veröld þar sem allir eru hræddir við að mistakast sé það unga fólkið sem skaðist mest á því. Þess vegna vona ég að fólk komi á myndina og njóti hennar. Hún er ekki fullkomin en það eru atriði í henni sem eru fyndin og brjáluð.“ Hvað finnst þér um SNL í dag? „Ég horfi ekki á þættina.“ Af hverju ekki? „Ég hef engan tíma til þess. Mér finnst þeir ekki vera eins góðir og þeir voru.“ Þú hefur starfað sem leikari í rúm fimmtán ár… „Ég held að það sé nær tuttugu árum!“ Tuttugu ár, afsakið… af hverju ertu stoltastur á ferlinum? „Uuu, þegar fólk kemur upp að mér og þakkar mér af öllu hjarta fyrir að kæta það og hlæja. Að hitta fólk sem sá fyrstu Deuce Bigalow á stefnumóti og er gift í dag. John Cleese líkaði fyrri Bigalow-myndin og Quentin Tarantino finnst Hot Chick frábær og ég met það mikils. Ég var mjög stoltur af því að fá að halda ræðu þegar Adam Sandler fékk handaförin sín í gangstéttina fyrir utan Chinese Mans Theatre. Að vera kistuberi í jarðarför Rod- neys Dangerfield… það var heiður sem ég met meira en nokkur Óskar sem ég mun, eða mun ekki, fá. Ókei, vinur. Þetta er komið.“ Já, er það? „Var það eitthvað fleira?“ Mér fannst nú við hæfi að spyrja þig eitthvað út í myndina. „Ókei, skjóttu!“ Hver er munurinn á evrópskum og bandarískum konum? „Evrópskar konur vaxa sig en bandarískar konur raka sig. Margar evrópskar konur eru líka með eins- konar flugbraut fyrir neðan naflann. Ég er af gamla skólanum og kann betur að meta það þegar hlutum er leyft að vaxa frjálsum. Ókei?“ Kvikmyndir | Rob Schneider kemur alltaf fyndinn til dyranna Grínleikurinn æðstur lista Grínleikarinn Rob Schneider er staddur hér á landi þessa dag- ana til að kynna grín- myndina Deuce Biga- low European Gigolo. Rob hefur leikið í á fjórða tug bíómynda en það er einungis á undanförnum árum sem stjarna þessa grínleikara hefur risið að ráði. Höskuldur Ólafsson ræddi við leikarann innan um fá- klæddar stelpur og frumskógardýr. Deuce Bigalow European Gigolo verður frumsýnd föstudaginn 9. september í Smárabíói, Regnbog- anum, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. hoskuldur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Leikarinn grét það ekki að ræða við stúlkurnar í heita pottinum. Morgunblaðið/Kristinn Rob Schneider var viðstaddur forsýningu myndar sinnar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.