Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI FJÖLBREYTT dagskrá verður í boði á Ak- ureyrarvöku um helgina en um er að ræða af- mælishátíð bæjarins og lokaviðburð á Lista- sumars. Hátíðin verður sett í upplýstum Lystigarðinum föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 21.00 og heldur áfram með afar fjölbreyttri dagskrá allan laugardaginn og fram á nótt. Um 50 - 60 viðburðir eru þegar komnir á dagskrána og enn bætist við því að margir leggja sín lóð á vogarskálarnar. Meðal við- burða er hjólreiðahátíð í Kjarnaskógi, skemmtun fyrir börn á öllum aldri hjá LA, góð- hestasýning og hestaferðir fyrir börn, skemmtisiglingar með Húna II, listsmiðja fyr- ir börn, sýningin „Alveg sér viska,“ opnun sýn- ingar á verkum Jóns Laxdal í Listasafninu á Akureyri, opnun samsýningar 6 ungra mynd- listarmanna að Hafnarstræti 98, söguganga um miðbæ Akureyrar, heilgrillað naut á teini, tónlist af öllu tagi, draugaganga og mataruppi- stand í Borgarbíói. Lokaviðburður Akureyrarvöku mun svo fara fram við Glerárstíflu og við nýja Glerár- virkjun Norðurorku kl. 23.15. Glæsileg sýning verður á stíflunni og lóninu og að því búnu verður virkjunin vígð. Fjölbreytt dagskrá á Akureyrarvöku SKÓLANEFND Akureyrar samþykkti á fundi sín- um í vikunni tillögu frá Brynhildi Þórarinsdóttur þess efnis að nýi leikskólinn við Helgamagrastræti beri nafnið Hólmasól, í höfuðið á Þorbjörgu hólmasól sem var fyrsta barnið sem fæddist í Eyjafirði eftir því sem Landnáma segir. Þorbjörg hólmasól var barn Helga magra og Þórunnar hyrnu, en leikskólinn stendur við götur sem nefndar eru eftir þeim. Framkvæmdir við byggingu nýja leikskólans standa yfir en hann á að vera tilbúinn til notkunar í byrjun næsta árs. Byggingin er tæplega 1.000 fer- metrar að stærð á tveimur hæðum og þar verður rými fyrir 140 börn. Verkið var boðið út í alútboði og bárust fjórar tillögur. Samið var við Hyrnu ehf. um byggingu hússins en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Á fundi skólanefndar var farið yfir stöðu mála í leikskólunum í byrjun skólaársins 2005-2006. Fram kom að tekin hafa verið inn 288 börn frá því í vor og eru þá tæplega 1000 börn í leikskólunum nú. Búið er að bjóða foreldrum allra tveggja ára barna pláss fyr- ir þau í leikskóla. Búið er að manna nær allar stöður í leikskólunum og verður hlutfall leikskólakennara á deild um 67%. Nýr leikskóli við Helgamagrastræti Hólmasól skal hann heita Morgunblaðið/Kristján Leikskóli Það blés heldur köldu að norðan á karlana sem voru að vinna á þaki nýja leikskólans við Helga- magrastræti í gær. Spáð er áframhaldandi norðanátt og kulda á næstu dögum. FYRIRTÆKIÐ Harla á Akur- eyri hefur gert samstarfssamn- ing við dönsku auglýsingastof- una A-Dale Danmark A/S í Árósum. Hlutverk Harla sam- kvæmt samningnum er texta- vinnsla í bæklinga sem A-Dale framleiðir fyrir viðskiptavini sína á Íslandi. Auglýsingastofan A-Dale Communication hefur á aðeins sjö árum orðið einn vinsælasti framleiðandi auglýsingafjár- magnaðra kynningarbæklinga fyrir fyrirtæki á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækið hefur nú yfir 100 starfsmenn og starf- semi í Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Austurríki, Banda- ríkjunum og á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Harla er ungt fyrirtæki á Ak- ureyri sem sérhæfir sig í texta- vinnslu ýmiss konar, ritun texta, prófarkalestri og fleiri skyldum verkefnum. Framkvæmdastjóri og eini starfsmaður fyrirtækis- ins er Haraldur Ingólfsson. Fyrsta samstarfsverkefni Harla og A-Dale er bæklingur fyrir Kælismiðjuna Frost sem gefinn verður út fyrir Íslensku sjáv- arútvegssýninguna í Kópavogi 7.-10. september. Vöxtur í starf- semi Harla Semur við danska auglýsinga- stofu Vaxtarsamningur | Bjarni Jónasson hefur tekið við verkefnastjórn við Vaxtarsamning Eyjafjarðar. Um er að ræða stýringu og sam- ræmingu á vinnu þeirra aðila sem koma að framkvæmd samningsins. Atvinnuþróun- arfélag Eyjafjarðar (AFE) er framkvæmdar- aðili samningsins og hefur Halldór Ragnar Gíslason sinnt hlutverki verkefnisstjóra und- anfarið ár en hann mun nú sinna sértækum verkefnum hjá AFE. Bjarni Jónasson hefur fjölbreytta reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi og hefur um skeið stýrt vinnu við einn af fjór- um klösum Vaxtarsamningsins, heilsuklasa, og mun hann halda þeirri vinnu áfram. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.