Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR ÚR VERINU Á NOKKRUM stöðum við landið er nú hafin vöktun á eitruðum svifþörungum. Þörungar þessir geta valdið eitrun í skelfiski, eins og t.d. kræklingi. Vöktunin er samvinnuverkefni Fiskistofu, Veiðimálastofnunar, Um- hverfisstofnunar, kræklingsræktenda og Hafrann- sóknastofnunar, en sú síðasttalda sér um greiningu sýna. Niðurstöður eru birtar jafnóðum á heimasíðu stofnunarinnar, www.hafro.is. Vinsældir skelfisks til átu hafa farið vaxandi á und- anförnum árum, en hann er ræktaður á nokkrum stöð- um við landið. Algengt er einnig að fólk tíni sér kræk- ling til matar í fjöru en það er ekki alltaf hættulaust. Hér við land lifa meira en 300 tegundir svifþörunga og geta nokkrar þeirra valdið skelfiskeitrun. Í Hvalfirði, Breiðafirði, Eyjafirði og Mjóafirði (eystri) eru tekin sýni vikulega og athugað hvort svif- þörungar sem geta valdið skelfiskeitrun séu í sýnunum. Ef fjöldi eitraðra svifþörunga fer yfir tiltekin viðmið- unarmörk er varað við söfnun og neyslu skelfisks af viðkomandi svæði. Á hverju ári hafa eitraðir svifþörungar fundist allt í kringum landið og stundum í það miklum mæli að hættulegt hefur verið talið að neyta skelfisks af við- komandi svæði. Algengast er að eitraðir þörungar finn- ist í svifinu á tímabilinu frá maí til október. Magakveisa og fleira Ef fólk neytir skelfisks sem hefur étið eitraða þör- unga getur það veikst alvarlega. Ekkert aukabragð finnst af eitruðum skelfiski svo ekki er hægt að varast hann og eitrunin hverfur heldur ekki við eldun. Að- allega er um að ræða þrenns konar eitrun sem ræðst af því hvaða hópar þörunga eru ríkjandi í svifinu: DSP- eitrun veldur uppköstum og niðurgangi. Einkenni PSP- eitrunar er doði, lömun eða öndunarörðugleikar og ASP-eitrun kemur fram í uppköstum, niðurgangi og minnisleysi. Í verstu tilfellunum getur eitrunin leitt til dauða. Vakta eitraða svifþörunga Þörungarnir geta valdið eitrun í skelfiski VERÐ á sjávarafurðum hækkaði um 0,7% í júlí frá mánuðinum á und- an mælt í erlendri mynt (SDR) sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Af- urðaverðið í erlendri mynt náði hámarki í janúar síðastliðnum en er nú litlu lægra og mælist 8,2% hærra nú en fyrir ári. Morgunkorn Íslandsbanka fjallar um þessa hækkun og segir þar með- al annars svo: „Afurðaverð mælt í íslenskum krónum lækkaði um 0,6% í júlí frá mánuðinum á undan vegna styrkingar krónunnar. Síðastliðið ár hefur afurðaverð í íslenskum krón- um lækkað um 3%. Gengishækkun krónunnar hefur því étið upp af- urðaverðhækkunina á mörkuðum erlendis og gott betur. Afurðaverð- hækkunin undanfarna mánuði hefur því einungis unnið gegn háu gengi krónunnar fyrir sjávarútvegsfyrir- tækin. Fiskvinnslufyrirtæki finna harðar fyrir sterkri krónu en út- gerðarfyrirtæki þar sem laun fisk- vinnslufólks eru ekki beintengd gengi krónunnar líkt og laun sjó- manna eru í gegnum hlutaskipta- kerfi þeirra. Af einstökum tegund- um hækkaði verð á sjófrystum botnfiskafurðum um 2,2% í júlí og er sögulega hátt mælt í erlendri mynt. Landfrystar botnfiskafurðir hækk- uðu um 1% í júlí. Verð á frosinni síld lækkaði um 4% á milli mánaða og stendur mjög hátt.“            !    "  " #    $ % & '   (         Afurðaverð hækkar LIV Aasen, fyrrverandi sendi- herrafrú Noregs á Íslandi og með- limur norska Stórþingsins, lést sunnudaginn 21. ágúst í Noregi. Aasen var kjörin á norska Stór- þingið 1969 og sat þar samfellt í 20 ár. Hún var í 40 ár virk í stjórnmála- starfi norska Jafnaðarmannaflokks- ins, meðlimur utanríkismálanefnd- arinnar, sat í Evrópuráðinu og gegndi fjölda opinberra trúnaðar- starfa fyrir land sitt og þjóð. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Per Aasen, sem var sendiherra Nor- egs á Íslandi árin 1978–1985. Þau hjónin eignuðust hér mikinn fjölda vina og kunningja meðal stjórn- mála-, embættis- og fjölmiðlamanna og ræktuðu alla tíð vel sambandið við Ísland og Íslendinga. Andlát LIV AASEN EFTIR mikinn árangur af baráttu alþjóðlegu Lions-hreyfingarinnar gegn blindu á undanförnum árum hefur nú verið lagt af stað í nýtt átak þar sem athyglinni verður beint að blindu í börnum, einkum blindu hjá börnum sem fæðast fyrir tímann og blindu af völdum sykursýki. Þetta er meðal þess sem Ashok Mehta, alþjóðaforseti Lions- hreyfingarinnar, hefur beitt sér fyr- ir á því rúma hálfa ári sem hann hef- ur verið í embætti. Hann kom í stutta heimsókn hingað til lands á þriðjudag og hitti m.a. Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í gær. Mehta segir að verkefni alþjóða- forseta feli í sér mikil ferðalög á því ári sem hver einstaklingur gegnir starfinu, enda reyni hann að vekja athygli stjórnvalda í löndum heims á starfi Lions-klúbbanna og auka samstarf þegar það er hægt. Ísland er því aðeins eitt af 80-90 löndum sem Mehta reiknar með að heim- sækja áður en hann lætur af emb- ætti. Þar sem Lions-hreyfingin er lýð- ræðisleg hafa einstakir klúbbar inn- an hennar fulla heimild til þess að beita sér í málum sem þeim finnst skipta máli á hverjum stað, en auk þess setur alþjóðahreyfingin af stað ákveðin alþjóðleg verkefni sem brýnt er að sinna. Frá 1991 hefur áhersla verið lögð á baráttuna gegn blindu. Segir Mehta að á þeim tíma hafi um 40 milljónir manna í heim- inum þjáðst af blindu og í um 80% tilvika stafi blindan af sjúkdómum og hægt að koma í veg fyrir hana sé brugðist við í tæka tíð. Því hafi Lions-hreyfingin safnað fé meðal fé- lagsmanna og notað það til þess m.a. að greiða fyrir 9 milljón augn- aðgerðir, sem eiga að koma í veg fyrir blindu, og 26 milljón lækn- ismeðferðir vegna augnsjúkdóma. Blinda barna næst á dagskrá Fyrir 14 árum hófst mikil fjár- söfnun og var safnað um 200 millj- ónum bandaríkjadala, eða um 13 milljörðum króna að núvirði, til verkefnisins, og er það fé nú að mestu uppurið. Því verður farið af stað með nýja fjársöfnun fyrir nýtt verkefni tengt blindu, sem mun snú- ast að mestu um hvernig megi koma í veg fyrir blindu hjá börnum. Mehta segir að eins og yfirleitt sé þá fari fjársöfnunin nú fram meðal Lionsmanna, sem eru um 1,4 millj- ónir um allan heim, ekki sé leitað út fyrir þeirra raðir. „Við höfum alltaf haft í huga spakmælið að mann- kærleikurinn hefjist heimavið, eða eins og Móðir Teresa sagði: „Gefið þar til ykkur verkjar“.“ Hann segir verkefnið hafa tvær hliðar, annars vegar rannsóknir á blindu sem þróast hjá börnum sem fæddust löngu fyrir tímann, en hins vegar eigi að rannsaka arfgengi syk- ursýki, sem leiðir í mörgum tilvikum til blindu. Þetta nýja verkefni segir Mehta að verði eitt af stóru verkefnum Lions-hreyfingarinnar, en ekki það eina. Það sé einnig markmiðið að berjast af alefli gegn alnæmi í Afr- íku, þar sem sjúkdómurinn er stór- kostlegt vandamál. Þær aðferðir sem beita á eru tvíþættar, annars vegar fræðsla um sjúkdóminn, smit- leiðir og varnir gegn honum, en hins vegar verður dreift nokkurskonar sjálfsölum þar sem hægt verður að fá ókeypis smokka með því að ýta á takka. Efla sjálfstraust barna Þriðja stóra verkefnið, og e.t.v. það sem verið hefur mest sýnilegt hér á landi, er fræðsla fyrir börn, þar sem Mehta segir að í grundvall- aratriðum sé verið að efla sjálfs- traust barnanna, að kenna þeim að það sé í lagi að segja nei við því sem er slæmt fyrir þau, svo sem tóbaki og áfengi. „Það hefur náðst mjög góður ár- angur af þessu verkefni á síðustu 10 árum, einnig hér á Íslandi. Við byrj- um þegar börnin eru á aldrinum 6- 12 ára, sem er aldurinn þegar börn eru að móta sér siði, eða ósiði, sem þau eiga eftir að bera með sér út líf- ið. Börn sem fara í gegnum þessa fræðslu eru þess frekar megnug að greina á milli þess sem er rétt og rangt, og hafa viljastyrkinn til að hafna því ranga,“ segir Mehta. Alþjóðaforseti Lions-hreyfingarinnar segir að baráttan gegn blindu í heiminum hafi skilað miklum árangri Ætla að beina athyglinni að blindu hjá börnum Morgunblaðið/Jim Smart Ashok Mehta, alþjóðaforseti Lions-hreyfingarinnar, og Kokila, kona hans, hittu Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær og gáfu honum bók með frægum ummælum Mahatma Gandhi. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is VIÐRÆÐUM um hugsanlegan sam- runa Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur verið hætt, samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í tilkynningu segir að viðræðurnar hafi staðið yfir undanfarna mánuði. „Stjórnir sjóðanna meta það svo að sameining gangi ekki upp eins og staðan er í dag, m.a. vegna mismun- andi samsetningar sjóðanna. Þess vegna er það sameiginlegt mat stjórna sjóðanna að rétt sé að hætta viðræðum.“ Samruna- viðræðum hætt KARLMAÐUR sem sætir gæslu- varðhaldi vegna láts Braga Hall- dórssonar sem stunginn var til bana á Hverfisgötu á laugardagsmorgun, hefur játað á sig verknaðinn við yf- irheyrslur hjá lögreglu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Rann- sókn á málinu hefur staðið yfir frá handtöku hins grunaða, en hann heitir Sigurður Freyr Kristmunds- son og er 23 ára gamall. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst. Bragi heitinn var tví- tugur að aldri. Tengist ekki málinu Lögreglan í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna umfjöll- unar DV um málið, en í henni er fréttaflutningur blaðsins harmaður. Segir í yfirlýsingunni: „Í frétt í DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Krist- mundssonar, þess sem nú sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað manni að Hverfisgötu 58 og tvítugs pilts. Kveðst vitnið hafa til- kynnt lögreglunni um átökin ca 45 mínútum fyrir hinn voveiflega at- burð, en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Af þessu tilefni vill lögreglan í Reykjavík taka fram eftirfarandi: Lögreglan hefur hlýtt á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við Fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann er að til- kynna um ölvað fólk eða undir áhrif- um annarra vímuefna, sem er við það að stíga upp í bifreið og hyggst aka austur Hverfisgötu, í átt að lögreglu- stöðinni. Hann gat ekki sagt til um skráningarnúmer bifreiðarinnar og kemur þar ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks. Lögregl- an brást við þessari tilkynningu en fann ekki bifreiðina í akstri. Tilkynn- ing umrædds heimildarmanns teng- ist því á engan hátt þeim atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. Lögreglan harmar mjög óná- kvæman fréttaflutning DV í þessu máli og ekki síst að blaðamaður skuli ekki hafa leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar áður en hún var birt.“ Játning í málinu liggur fyrir Stakk tvítugan pilt til bana á Hverfisgötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.