Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 43 MENNING Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Dagsferð 30. ágúst: Krýsuvík, Selvogur, Flóinn. Komið við í Krýsuvík, Herdísarvík, Strandar- kirkju og Þorlákshafnarkirkju, söfnin og kirkjan á Eyrarbakka skoðuð, stoppað hjá Þuríðarbúð á Stokkseyri, farið að Rjómabúinu á Baugsstöðum. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsjón sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Frá hádegi er spila- salur opinn og vinnustofur m.a. perlusaumur án leiðbeinanda. Veit- ingar í hádegi og kaffitími í Kaffi Berg. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 pútt og boccia, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11. Böðun virka daga fyrir hádegi. Há- degisverður. Félagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Púttvöllur er alltaf opinn. Morgunkaffi, hádegisverður og síð- degiskaffi. Gönguhópurinn Sniglarnir 10–11. Sönghópur 13.30. Snæfells- nesferð 18. ágúst. Enn er hægt að leggja fram hugmyndir og stofna hóp fyrir haustönnina. Uppl. á staðnum og í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Námskeið hefst aftur í leirvinnslu fimmtudaginn 1. sept. kl. 9. Myndlist verður á mánudögum kl. 9–12 og postulínsmálning kl. 13– 16.30. Á föstudögum verður myndlist kl. 9–12, innritum er hafin í síma 568 6960. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð viðböðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handavinnustofan opin, hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofan opn- ar, böðun, frjáls spil. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bænar- efnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eldurinn, samvera kl. 21. Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bænastund. Allir velkomnir. www.gospel.is. Laugarneskirkja | Kl. 12 fyrsta kyrrð- arstund á hádegi á nýju starfsári. Að stundinni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimilinu á kostnaðarverði. Allt fólk velkomið. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos GARÐYRKJUFÉLAG Íslands efn- ir til tveggja samkeppna: annars vegar ljóðasamkeppni og hins vegar ljósmyndasamkeppni. Tilefnið er 120 ára afmæli Garð- yrkjufélagsins en yfirskrift sam- keppnanna er „Gróður til gagns og gleði“. Hughrif af gróðri Í tilkynningu um ljóðasamkeppn- ina segir að keppnin sé ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á að fanga hughrif af gróðri og görðum. Ljóðin sem send eru til keppninnar mega ekki hafa birst opinberlega en vinn- ingsljóðin verða birt í fréttablaði og/ eða ársriti Garðyrkjufélagsins og á vefnum gardurinn.is. Viðurkenningar verða veittar fyr- ir bestu ljóðin og er skilafrestur til 1. október nk. Úrslit verða kynnt á afmælisráðstefnu félagsins 8. októ- ber. Ljóðin má senda með tölvupósti til gardurinn@gardurinn.is eða með pósti á Pósthólf 1461, Frakkastíg 9, 101 Reykjavík. Ljósmyndasamkeppni Garðyrkju- félagsins hvetur fólk til að beina myndavélarlinsunni að gróðri og garðmenningu í öllum sínum fjöl- breytileika, að því er greinir í til- kynningu. Heimasíðan gardurinn.is geymir upplýsingar um keppnina og ljósmyndir sem berast verða birtar þar reglulega. Ljósmyndakeppnin stendur til 15. september og er þátt- taka öllum opin. Dómnefnd skipa tveir fulltrúar GÍ og atvinnuljós- myndari og verða veittar viðurkenn- ingar fyrir þrjár bestu ljósmynd- irnar. Úrslit verða kynnt á ráðstefnu Garðyrkjufélagsins 8. október. Ljósmyndum ber að skila á papp- ír (10x15 cm eða stærri) og á tölvu- diski (lágm. 300 punktar). Ekki er heimilt að breyta myndum með tölvuvinnslu og myndirnar mega ekki hafa birst opinberlega. Garð- yrkjufélagið áskilur sér rétt til að nýta myndirnar í starfi félagsins. Morgunblaðið/Arnaldur Ljóða- og ljós- myndasamkeppni Fimmtudagur 25. ágúst 12.00: Tónlistarandakt. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. 20.00: Klais-orgelið á Kirkju- listahátíð. Frá barokki til nú- tímans. Hinn heimsfrægi organisti David Sanger frá Englandi leikur á Klais-orgel Hallgríms- kirkju. Verk eftir Joan Caban- illes, Johann Sebastian Bach, Hubert Parry, William Lloyd Webber . Einnig verða leikin samtímaverk eftir Ad Wammes. Jon Lauk- vik, Flemming Friis og David Sanger. Miðaverð: 2.000 kr. Dagskrá Kirkjulistahátíðar Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 31. ágúst frá kr. 24.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Allra síðustu sætin Verð kr. 24.995 í viku Verð kr. 34.995 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 31. ágúst í 1 eða 2 vikur. Verð kr. 29.990 í viku Verð kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 31. ágúst í 1 eða 2 vikur. Íslenska sjávarútvegssýningin 2005 í Smáranum Kópavogi 7. - 10. september Miðvikudaginn 7. september verður sérblaðið Úr verinu tileinkaður Íslensku sjávarútvegssýningunni 2005. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 14.00 fimmtudaginn 1. september Skil á efni er fyrir kl. 12.00 mánudaginn 5. september. Allar nánari upplýsingar veita Ragnheiður Anna Georgsdóttir í síma 569 1275, netfang ragnh@mbl.is, og Auður Friðriksdóttir í síma 569 1249, netfang aef@mbl.is ÞESSI helgi er sú fjórtánda sem Grapevine- og Smekk- leysutónleikaröðin er í gangi. Í kvöld verða á Bar 11 hljómsveitirnar Dýrðin og Vonbrigði og hefst skemmtunin kl. 21. Á föstudag er það hljómsveitin Shadow Parade sem treður upp í Gallerí Humar eða frægð kl. 17. Loks mun hinn ungi og efnilegi Helgi Valur skemmta á Sirkús og hefur upp raust sína kl. 17. Senn rennur tónleikaröð Grapevine og Smekkleysu skeið sitt á enda en síðustu tónleikarnir verða haldnir 15. september því er ekki seinna vænna fyrir þá sem eftir eiga, að kynna sér dagskrá tónleikaraðarinnar. Hljómsveitin Dýrðin. Morgunblaðið/Jim SmartHljómsveitin Vonbrigði. Grapevine- og Smekkleysu- tónleikaröðin í fullum gangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.