Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 15 ERLENT ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 32 1 0 8/ 20 05 COROLLA SEDAN. Aukapakki að verðmæti 115.000 kr. fylgir með. Gríptu tækifærið! Nú bjóðum við Corolla Sedan með spennandi aukapakka fyrir veturinn, vetrardekkjum og álfelgum. Aðeins örfáir bílar eru til afhendingar á þessu kostaboði. Það borgar sig að taka fljótt af stað! Þú færð meira en þú borgar fyrir www.toyota.is Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Verð: 1.799.000 kr. Fyrir aðeins mánuði virtist Luiz Ina-cio Lula da Silva, forseti Brasilíu,vera öruggur um endurkjör á næstaári en nú er jafnvel ekki óhugsandi að hann verði hrakinn úr embætti áður en kjörtímabilinu lýkur. Ástæðan er sú að flokk- ur hans, Verkamannaflokkurinn, hefur orðið uppvís að mikilli spillingu. Lula da Silva segist að vísu ekkert hafa um hana vitað en skoð- anakannanir benda nú til að keppinautur hans í kosningunum 2002, Jose Serra, borgarstjóri í Sao Paulo, muni sigra að ári. Ríkisstjórn Lula da Silva er í minnihluta á þingi og hneykslið, sem nú er komið upp, felst í því að frammámenn í flokknum hafa mútað þingmönnum til að styðja stjórnina í mik- ilvægum málum. Þá koma við sögu pen- ingaþvætti og leynisjóðir, sem notaðir voru til að kosta kosningabaráttu einstakra þing- manna en þó ekki forsetans sjálfs. Málið kom upp í júní síðastliðnum þegar þingmaðurinn Roberto Jefferson, fyrrum fé- lagi í Verkamannaflokknum, skýrði frá því að ýmsir þingmenn fengju mánaðarlega allt að 30.000 real, nærri 800.000 ísl. kr., fyrir að styðja frumvörp stjórnarinnar. Síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar næstum dag- lega og ber allar að sama brunni. Jefferson upplýsti meðal annars að Marcos Valério de Souza, eigandi tveggja auglýsinga- fyrirtækja með góða samninga við ríkisfyr- irtæki, hefði verið eins konar fjármálastjóri flokksins og mjólkað mörg opinber fyrirtæki og stofnanir í hans þágu. Ekki staðið við stóru orðin Nú er það ekkert nýtt í Brasilíu að þing- mönnum sé mútað eða stuðningur þeirra keyptur með einum eða öðrum hætti, en þetta spillingarmál þykir óvenjulega ósvífið. Ekki síst vegna þess að Lula da Silva hafði það að kjörorði að nú yrði brotið í blað og heiðarleiki og opnir stjórnarhættir hafðir í fyrirrúmi. Forsetinn hefur brugðist við með því að reka 10 til 20 frammámenn í flokknum, hann hefur stokkað upp í stjórninni og boðar enn meiri hreinsanir á næstunni. 12. þessa mán- aðar ávarpaði hann þjóðina í sjónvarpi og neitaði því harðlega að hann hefði nokkuð vit- að um það, sem fram fór innan flokksins. „Ég hef sjálfur verið svikinn og er ævareið- ur yfir þeirri spillingu, sem viðgengist hefur innan flokksins,“ sagði Lula da Silva og bað þjóðina formlega afsökunar. Dómur flestra fjölmiðla um sjónvarps- ávarpið var að það dygði hvergi til að bæta þann skaða, sem orðinn er. Vilja sumir þing- menn að Lula da Silva verði settur af og benda á, að hann hafi verið í næsta herbergi við kosningastjóra sína þegar þeir að sögn og hugsanlega með hans samþykki greiddu öðr- um flokki hundruð milljóna kr. fyrir stuðning í kosningunum 2002. Þrátt fyrir þetta þykir heldur ólíklegt að höfðað verði mál á hendur Lula da Silva. Þingmönnum hrýs hugur við að endurtaka martröðina frá 1992 þegar Fernando Collor de Mello var sviptur forsetaembætti vegna mikillar spillingar. Hafði málið mjög neikvæð áhrif á efnahagslífið og á það vilja þingmenn ekki hætta, ekki nú þegar það er á uppleið. Fréttaskýrendur segja að veik staða forset- ans nú geri það líka heldur ólíklegra en ella, að honum verði bolað frá. Andstæðingar hans vilji hafa hann veikan og með spillingarmálin vofandi yfir sér þegar kemur að kosningum. Verkamannaflokkurinn eða PT á rætur sín- ar í verkfallsaðgerðunum, sem áttu mikinn þátt í að steypa herstjórninni í landinu 1985, og litið var á sigur hans 2002 sem staðfestingu á því að lýðræðið hefði sigrað í landinu. Sækir hann einkum fylgi sitt til samfélagssinnaðra kaþólikka, vinstrisinnaðra menntamanna og verkalýðsins. Var það meginmarkmiðið að bæta kjör almennings og óttuðust margir að það yrði gert með einhverri ævintýramennsku í fjármálum ríkisins. Svo hefur þó ekki verið og almennt þykja Lula da Silva og stjórn hans hafa sýnt hófsemi í efnahagsstjórninni. Eins og áður segir er ríkisstjórnin í minni- hluta og það og spillingarhneykslið, sem nú skyggir á allt annað, hafa orðið til að tefja fyr- ir nauðsynlegum umbótum á skatta- og vinnu- löggjöfinni. Andstæðingar hans á þingi reyna líka að koma á hann höggi eins og sýndi sig fyrr í þessum mánuði þegar öldungadeildin samþykkti að hækka lágmarkslaun í landinu um 48%. Það mun valda ríkissjóði miklum út- gjöldum á sama tíma og forsetinn er að reyna að skera niður. Verði svo hækkunin einnig samþykkt í fulltrúadeildinni, þá mun Lula da Silva, baráttumaðurinn fyrir bættum kjörum alþýðunnar, verða í þeirri stöðu að þurfa að beita neitunarvaldi gegn henni. Klofnar flokkurinn? Innan PT eru nokkrir armar og hafa spill- ingarmálin aukið líkur á að flokkurinn klofni eða kvarnist úr honum að minnsta kosti. Eru mestu vinstrimennirnir óánægðir með efna- hagsstefnu stjórnarinnar og hafa krafist þess að fjármálaráðherrann, Antonio Palocci, verði látinn víkja. Við því mun Lula da Silva aldrei verða enda er Palocci ekki síst þakkaður sá árangur, sem náðst hefur. Það er því hugs- anlegt er að til uppgjörs komi í flokknum í næsta mánuði þegar hann kýs sér nýja for- ystu. Flestir fréttaskýrendur eru sammála um að enn sé of snemmt að afskrifa Lula da Silva. Þótt kannanir sýni nú að Jose Serra muni sigra hann með 44% atkvæða gegn 35%, þá getur margt gerst og batnandi efnahagur og gott útlit fyrir næsta ár hefur sitt að segja. Undir þetta tók hið áhrifamikla dagblað O Estado de Sao Paulo í leiðara um leið og það lagði áherslu á að kanna yrði spillingarmálin ofan í kjölinn: „Á tæpitungulausri portú- gölsku: Vont með honum, verra án hans.“ Ekki siðbót, heldur ósvífin spilling Fréttaskýring | Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, komst til valda með heiðarleika og opna stjórnarhætti að leiðarljósi en nú hefur flokkur hans orðið uppvís að víðtækri spillingu eins og fram kemur í grein Sveins Sigurðssonar. Kannanir benda til að hann verði ekki endurkjörinn á næsta ári en á móti kemur að efnahagslífið er á uppleið. Það er því hugsanlega of snemmt að afskrifa hann. Reuters Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu. Hann hefur beðið þjóðina afsökunar á spill- ingunni í flokki sínum. svs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.