Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ ER ekki aðeins á leikskólum, frístundaheimilum og grunnskólum borgarinnar sem erfiðlega hefur gengið að manna stöður að undan- förnu. Hjúkrunarheimilin á höfuð- borgarsvæðinu hafa ekki farið var- hluta af þeirri þenslu sem ríkir í þjóðfélaginu og nánast alls staðar vantar starfsfólk, bæði við ræstingar og aðhlynningu. Um 20–30 stöðugildi eru enn ómönnuð á Hrafnistu í Reykjavík og 15–20 stöðugildi á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Hefur það m.a. haft þau áhrif að stöðva hefur þurft nýjar innlagnir á báðum stöðum svo vikum skiptir. Má að mati viðmæl- enda reikna með að tugir einstaklinga séu á biðlistum eftir að komast inn á hjúkrunarheimilin. Er þar bæði um að ræða fólk sem dvelur heima en bráðvantar meiri aðhlynningu þó það fái heimahjúkrun sem og einstaklinga sem eru sjúkrahúsvistaðir en þyrftu að komast inn á hjúkrunarheimili. Stöðvun innlagnar hefur þannig keðjuverkandi áhrif á mun fleiri stofnanir og heimili í landinu. Gengu sumir viðmælendur svo langt að lýsa núverandi ástandi sem neyðarástandi fengist ekki brátt fleira fólk til starfa og aðrir sögðu ljóst að leystust mál ekki á næstu vikum væri ljóst að stefna myndi í mikinn vanda. Taka aukavaktir Að sögn viðmælenda blaðamanns hefur á umliðnum árum reynst sífellt erfiðara að brúa tímabilið frá 20. ágúst og fram í septembermánuð. En þetta er sá tími þegar sumarstarfs- fólk snýr aftur í skóla á sama tíma og starfsfólk er víða rétt ókomið úr sum- arfríum. Víða hafa mál verið leyst á þann veg að starfsfólk hefur verið beðið um að koma fyrr til starfa úr sumarfríum auk þess sem það hefur verið beðið um að taka að sér auka- vaktir. Hins vegar er það mat þeirra hjúkrunarforstjóra sem rætt var við að slík lausn gæti auðvitað aldrei ver- ið nema skammtímalausn, þar sem ekki væri endalaust hægt að biðja starfsfólk um að taka að sér sífellt meiri yfirvinnu og aukavaktir. „Ein- hvern tímann þarf starfsfólkið auðvit- að að hvíla sig,“ segir Aðalheiður Vil- hjálmsdóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Segir hún heimilið vera í sömu kreppunni og all- ir aðrir hvað manneklu varðar, en bæði vantar hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og umönnunarfólk. Að mati Aðalheiðar lítur allt út fyrir að helgarvaktir verði ágætlega mannað- ar í vetur þar sem sumarfólk muni ætla sér að vinna áfram með skóla. „Hins vegar er skortur á fólki í fullri vinnu og lítil sem engin viðbrögð verið við þeim auglýsingum sem birst hafa fyrr í mánuðinum,“ segir Aðalheiður og telur þar bæði um að kenna þeim lágu launum sem í boði séu sem og al- mennum virðingarskorti á umönnun- arstörfum. Störfin ekki nægilega vel launuð „Hjúkrun og umönnunarstörf eru afar gefandi en jafnframt krefjandi störf, bæði líkamlega og andlega. Samfélagið hefur miklar væntingar til fólks í þjónustustörfum á hjúkrun- arheimilum, en hins vegar eru þessi störf ekki launuð miðað við þær kröf- ur sem gerðar eru til þessa starfs- hóps,“ segir Birna Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheim- ilinu Eir, og bætir við: „Þetta er mál sem við þurfum að skoða í samhengi. Við getum ekki búist við því að mikil ásókn sé í þessi mikilvægu störf og launa það ekki að sama marki.“ Að sögn Birnu virðist vera meiri skortur á starfsfólki í ræstingar og umönnunarstörf nú en oft áður, en nokkuð margar lausar stöður eru á Eir í augnablikinu. Segist hún hafa auglýst eftir fólki að undanförnu og fengið þónokkuð margar umsóknir sem verið er að vinna úr nú um stund- ir og því enn ekki útséð um það hverju auglýsingarnar muni á endanum skila. Meðan ástandið er eins og það er segir Birna reynt að semja við starfsfólk um að seinka fríum og taka að sér aukavaktir til þess að starfsem- in geti haldið sínu striki. Skortur á ófaglærðu starfsfólki „Ástandið er ekki gott á Hrafnistu í Reykjavík og er það aðallega ófag- lært starfsfólk sem okkur vantar,“ segir Alma Birgisdóttir, aðstoðar- hjúkrunarframkvæmdastjóri Hrafn- istuheimilanna í Reykjavík og Hafn- arfirði, og tekur fram að hvað varðar fagfólk, þ.e. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sé staðan hins vegar býsna góð. „Okkur vantar hins vegar að manna 20–30 stöðugildi ófaglærðra og það er nóg til þess að allar inn- lagnir hafa verið stöðvaðar sl. þrjár vikur.“ Spurð hvernig útlitið sé segir Alma ljóst að manna þurfi þessar stöður sem fyrst, en ákvörðunin um stöðvun innlagna sé endurmetin viku- lega. Að sögn Ölmu hefur verið auglýst nokkuð að undanförnu og hefur þá fyrst og fremst verið reynt að höfða til skólafólks um að vinna með skól- anum á styttri vöktum. Segir hún við- tökur við auglýsingunum hafa verið býsna góðar. Spurð hvernig ástandið sé á Hrafnistu í Hafnarfirði segir Alma allt annað upp á teningnum, en þar vantar aðeins að ráða í 5–6 stöðu- gildi sem sé vanalegt á þessum tíma árs. Aðspurð segist Alma ekki kunna neina skýringu á þessum mun milli staða nema þá helst að starfsfólkið í Hafnarfirði virðist vera stöðugra á sama tíma og fólk í Reykjavík hafi úr fleirum störfum að velja. Innlagnir stöðvaðar vegna manneklu „Það er búið að vera mjög erfitt ástand að undanförnu og núna vantar okkur fólk í 15–20 stöðugildi, bæði við almenna aðhlynningu sem og fag- fólk,“ segir Dagný Hængsdóttir, starfandi hjúkrunarforstjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Segir hún að stöðva hafi þurft allar innlagn- ir að undanförnu og eru nú samtals um 130 manns á biðlista eftir plássi, en alls eru 240 pláss á Grund. Að- spurð segir Dagný ástandið erfiðara nú en oft áður. „Við erum náttúrlega að missa skólafólkið á þessum tíma, auk þess sem fólk hefur verið að segja störfum sínum lausum þar sem því býðst betur launuð störf annars stað- ar,“ segir Dagný og segir mikla eft- irsjá að því fólki. Aðspurð segir hún auglýsingar í sumar litlu sem engu hafa skilað, en stefnt sé að það því auglýsa í framhaldsskólum þar sem vaktavinna um helgar og kvöld sé kjörin fyrir skólafólk. Hjá Ingibjörgu Bernhöft, forstöðu- manni Droplaugarstaða, fengust þær upplýsingar að þar væri staða mála nokkuð góð þó ekki væri ekki alveg fullmannað í allar stöður, en ráða hef- ur þurft í talsvert af alveg nýjum stöðum í tengslum við stækkun Drop- laugarstaða sem fyrirhuguð er nú með haustinu. Segir hún útlitið hafa verið nokkuð svart í sumar, en að mál hafi verið að glæðast á allra síðustu dögum, en auglýst hefur verið með reglulegu millibili í allt sumar. Aðspurð segir Ingibjörg að hluta mega rekja góða mönnun þar á bæ til þess hve stór hópur útlendinga starfi þar, en margir hafa starfað við heim- ilið síðustu ár og sé því afar stöðugur vinnukraftur. „Þegar atvinnuástandið var sem verst í kringum 1999–2000 þá tókum við inn hóp útlendinga sem kunni þá litla sem enga íslensku og var þá í þjónustuhlutverkum. Síðan hefur það fólk lært íslensku og er far- ið að vera æ meira inni í aðhlynning- unni og er mikið af þessum starfs- mönnum enn hjá okkur, þannig að við njótum góðs af því.“ Erfitt ástand á hjúkrun- arheimilum borgarinnar Morgunblaðið/Kristinn Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞVÍ MIÐUR er það svo að þau störf sem lúta að því að hugsa um fólk eru ekki metin nógu mikils. Og það á við hvort heldur við erum að tala um faglærða eða ófaglærða starfsmenn. Það þarf að meta þessi störf meira. Þetta eru vandmeðfarin störf þar sem starfsfólk er með líf í höndunum og í raun verðmæti þjóðarinnar, þ.e. komandi kynslóðir,“ segir Sigurlaug Grön- dal, þjónustufulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi, þegar leitað er upplýsinga hjá henni varðandi launakjör þeirra sem starfa við umönn- unarstörf hvort heldur í leik- og grunnskólum eða á hjúkrunarheimilum landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurlaugu spanna laun starfsmanna í umönnunarstörfum á hjúkrunarheimilum allt frá 101 þúsundi í dagvinnu til handa starfsfólki yngra en 20 ára upp í 115–130 þúsund með vaktaálagi, en það fari eftir því hvernig vaktirnar liggi. Hjá starfsmönnum eldri en 35 ára spanna launin frá um 140 þúsundum í dagvinnu til 165–170 þúsunda með vaktaálagi, en Sigurlaug tekur fram að manneskja í vaktavinnu sé aldrei bara á grunnlaunum. Segir hún manneskju með mjög mikla ábyrgð og menntun sem vinni á þungri deild geta með vaktaálagi verið með yf- ir 200 þúsund í mánaðarlaun. Aðspurð segir Sigurlaug erfitt að gefa upp einstakar launatölur þar sem launakjör séu af- ar mismunandi og taki mið af fjölmörgum þátt- um, s.s. aldri, reynslu og námi viðkomandi. Þannig fengi ófaglærður starfsmaður á leik- skóla yngri en 20 ára tæp 113 þúsund krónur í mánaðarlaun, en starfsmaður 45 ára og eldri rúm 127 þúsund, að sögn Sigurlaugar. Laun leiðbeinenda geta að sögn Sigurlaugar spann- að allt frá rúmum 112 þúsundum upp í rúm 143 þúsund. Nefna má að starfsmaður eldri en 45 ára sem hefur deildarumsjón og hefur lokið öllum þeim starfstengdu námskeiðum sem boðið er upp á og er með 15 ára starfsreynslu er með um 201 þúsund í mánaðarlaun. Fólk leitar annað Að sögn Sigurlaugar rennur núverandi samningur Eflingar út í lok nóvember nk. „Eins og alltaf þegar samningar eru að renna út eru þeir mjög lágir miðað við það sem er al- mennt á markaði og jafnvel miðað við aðra op- inbera aðila sem nýverið hafa gengið frá samn- ingum sínum. Þannig að samanburðurinn er kannski ekki alveg réttur.“ Spurð hvort sú staðreynd að samningurinn er við það að renna út geti útskýrt hversu erfiðlega gangi nú um stundir að manna umönnunarstörf svar- ar Sigurlaug því neitandi. „Alltaf þegar kemur þensluástand sjáum við sveiflur á borð við þessar þar sem láglaunastarfsfólk hverfur úr opinbera geiranum út á almenna markaðinn. Síðan þegar þensluástand hjaðnar skilar þetta fólk sér aftur inn í opinbera geirann,“ segir Sigurlaug og nefnir sem dæmi þensluna sem var þegar Smáralindin var byggð og mikinn fjölda uppsagna á almenna markaðnum þegar byggingu hennar lauk. Spurð hvort laun í umönnunarstörfum hafi fylgt almennri launaþróun svarar Sigurlaug því til að þau geri það í upphafi kjarasamnings en geti það ekki til lengdar í því þensluástandi sem t.d. ríki nú. „Opinberar stofnanir hafa mjög þröngan fjárhagsramma og því er nánast aldrei neitt svigrúm til að gera betur við starfsmenn. Yfirmenn hafa talað um að þegar svona þensluástand kemur missi þeir fólk úr vinnu af því að þeir hafi ekki svigrúm til að gera betur.“ Aðspurð hvernig starfsmannaveltan sé í um- ræddum störfum segir Sigurlaug hana vera mjög misjafna. Segir hún hana fara eftir því hvernig staðan sé á vinnumarkaði, en í þenslu- áhrifum er oft meiri hreyfing. Hvað ófaglærða starfsmenn á leikskólum varðar segir Sig- urlaug marga þeirra fara í skóla, en stór hluti þeirra velji engu að síður að mennta sig í fag- inu og snúa aftur til starfa á leikskólum eftir nám. „Sem er mjög ánægjulegt þar sem fólk er að tileinka sér þessi störf. Sama er að segja um hjúkrunarheimilin. Við erum með símennt- unarnámskeið og félagslega námið í fram- haldsskólum. Ólíkt því sem var áður fyrr er fólk farið að mennta sig langt fram á fullorð- insár, sem þýðir oft að það er meiri hreyfing á vinnumarkaði.“ Heyrst hefur í umræðunni að undanförnu að þær kröfur sem gerðar eru til starfsmanna í umönnunarstörfum séu sífellt að aukast, en á sama tíma sjáist þess ekki merki í auknum launum. Aðspurð tekur Sigurlaug undir þetta sjónarmið. „Bæði í leik- og grunnskólanum er sífellt aukin krafa um persónulegri kennslu. Það hefur orðið aukning á börnum með þroskafrávik sem ekki hefur endilega verið gert ráð fyrir hvort heldur í rými eða fjár- magni til þess að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa. Það þarf sérþekkingu og sérmenntað fólk. Hvað aðhlynningu á hjúkrunarheimilum varðar hefur orðið mikil breyting frá því sem áður var.“ „Meta þarf þessi störf meira“ ALLS 27 nemendur Öskjuhlíð- arskóla bíða þess nú í upphafi skólaárs að komast að í skóla- dagvistun á frístundaheimilinu Vesturhlíð, sem líkt og önnur frí- stundaheimili borgarinnar eru á forræði Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Alls bárust Vesturhlíð á bilinu 60–70 umsóknir, en vegna manneklu hefur ekki reynst unnt að taka fleiri börn inn sem stendur. „Hér ríkir því sami vandi og blas- ir við annars staðar,“ segir Gerður Aagot Árnadóttir, sem situr í stjórn Foreldra- og styrktarfélags Öskju- hlíðarskóla. Segir hún ástand mála þó vera mun betra í ár en í fyrra en í upphafi skólaárs 2004 hafi aðeins verið gert ráð fyrir vistun til handa börnum í 1.–4. bekk og ekki verið tekin ákvörðun um vistun til handa nemendum 5.–10. bekkjar fyrr en mánuði eftir að skólinn hófst. Sök- um þessa fengu eldri börnin ekki pláss fyrr en upp úr áramótunum síðustu. „En eldri krakkarnir þurfa ekki síður á vistun á halda en þau yngri, enda hefur hún afar mikið félagslegt gildi fyrir þau,“ segir Gerður og tekur fram að afar vel hafi verið staðið að málum síðan ÍTR tók við vistuninni. Spurð um framhaldið segist Gerður vera afar bjartsýn á að það takist að manna lausar stöður á næstu vikum. „Vandinn í fyrra var svo miklu stærri, þannig að núna er maður miklu bjartsýnni en í fyrra- haust. En auðvitað er það vandi fyr- ir þá sem eru í þeirri stöðu að hafa ekki fengið inni fyrir barnið sitt að hafa ekki aðgang að þessari þjón- ustu, þannig að maður vonar bara að mál leysist á sem skemmstum tíma,“ segir Gerður. Víða vantar fólk „Ég er alsæl að hafa fengið inni fyrir Jón Þorra í skóladagvist- uninni í Miðbergi,“ segir Hrafnhild- ur Kjartansdóttir, sem í gær fékk þær ánægjulegu fréttir frá Svæð- isskrifstofu Reykjaness að syni hennar væri tryggð vistun eftir skóla í Miðbergi sem er í Gerðu- bergi í Breiðholtinu. Jón Þorri Jónsson útskrifaðist úr Öskjuhlíð- arskóla sl. vor og settist á skóla- bekk í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla nú í haust þar sem hann er í sérdeild ásamt þremur öðrum jafn- öldrum sínum. Að sögn Hrafnhildar hefur mikil óvissa ríkt um vistun Jóns Þorra síðustu vikurnar þar sem manneklan sem m.a. hefur ríkt á frístundaheimilum borgarinnar hefur líka haft áhrif á starfsemina í Miðbergi. Þriðjungur barna enn á biðlista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.