Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus 12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus Föstudaginn 2. september Laugardaginn 3. september Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Nánari upplýsingar á www. kirkjan.is/kirkjulistahatid og í síma 510 1000 KIRKJULISTAHÁTÍÐ 200520.–28. ÁGÚSTHallgrímskirkju í Reykjavík TÓNLISTARANDAKT Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. KLAIS-ORGELIÐ Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ FRÁ BAROKKI TIL NÚTÍMANS Hinn heimsfrægi organisti David Sanger frá Englandi leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Verk eftir Joan Cabanilles (1644-1712), Johann Sebastian Bach (1685-1750), Hubert Parry (1848- 1918),William Lloyd Webber (1914-1982) og sam- tímaverk eftir Ad Wammes. Jon Laukvik, Flemming Friis og David Sanger. Miðaverð: 2000 kr. Í DAG: 12.00 20.00 EIN SKÆRASTA stjarnan á Kirkjulistahátíð er breski organist- inn David Sanger. Hann hefur það sem af er vikunni haldið „master class“-námskeið á vegum hátíð- arinnar en í kvöld heldur hann tón- leika í Hallgrímskirkju og er spennt- ur að spreyta sig á Klais-orgelinu: „Það er spennandi að vera kominn hingað til Reykjavíkur. Ég hafði heyrt um Hallgrímskirkju og það er satt sem fólk segir að þetta er all- svakaleg bygging hér uppi á hólnum og það fyrsta sem maður rekur aug- un í. Og svo að finna þetta stóra Kla- is orgel, sem var á sínum tíma stór- virki að setja upp, – en hefur heldur betur heppnast vel enda ekki ofsagt að orgelið er orðið frægt. Rýmið er gott fyrir tónlist og hljóðfærið pass- ar því sérstaklega vel.“ Heillaðist af orgelinu sem barn David fæddist inn á tónlistarheim- ili. Móðir hans var píanókennari og faðirinn áhugasöngvari svo hann segir það hafa legið nokkuð beint við að tónlistin yrði hans ævistarf: „Þeg- ar ég söng í kirkjukórnum 10 ára gamall var ég mjög spenntur fyrir hljóminum í orgelinu. Kórinn stóð andspænis hljóðfærinu en orgelleik- arinn var falinn á bak við blátt tjald þar sem hann bardúsaði. Ég átti það til að fara og skoða hann og heill- aðist af því sem hann fékkst við, sér- staklega fótaleiknum. Í áranna rás hreifst ég meir og meir af orgelinu og menntaði mig líka í kórstjórn. Ég held mig hafi alltaf langað að vera einleikari, svo ég gæti ferðast og spilað – en það er það sem ég hef verið að gera frá því ég var rétt rúm- lega tvítugur.“ Hefur yndi af kennslustörfum Ekki aðeins hefur David getið sér gott orð sem einleikari, heldur er hann líka virtur kennari. Hann kennir nú við háskólana í Oxford og Cambridge og kenndi á sínum tíma í Konunglegu Tónlistarakademíunni í Lundúnum: „Ég hef alltaf haft yndi af kennslustörfum, og það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri: að geta miðlað þekkingu til ungs fólks.“ Ekki verður annað sagt en David hafi staðið sig vel á þeim vettvangi en hann hefur menntað þrjátíu dóm- kirkjuorganista og margir nemenda hans hafa unnið fyrstu verðlaun á al- þjóðlegum samkeppnum. Tónlist sem talar til fólks David segist reyna að rannsaka verkin sem hann spilar og kynna sér sérstaklega hvernig verkin hafa ver- ið flutt á ólíkum tímum: „Ég reyni að spila verkin þannig að ég gæði þau þeim einkennum sem skáldið var að leita eftir. En það þarf líka að hafa í huga að orgeltónlist hljómar mis- munandi á milli landa, svo ef ég spila spænska tónlist reyni ég að láta org- elið hljóma á spænska vísu, og þegar verkið er þýskt, þá á þýska vísu og svo framvegis; þannig að uppruna- land verksins eigi sín einkenni í tón- listinni. Ég vona samt fyrst og fremst að það sem ég geri tali til fólks. Að þetta sé ekki bara vélræn röð hljóma og hreyfing fingra og fóta, heldur vil ég koma áleiðis tón- listarlegri upplifun.“ David valdi verkin í kvöld sérstaklega út frá þema kirkjulistahátíðar: salti og ljósi: „Ég býst við að saltið leynist í mishljómuninni í spænska verkinu sem ég flyt, sem hefur einskonar sýrt hljóðfall og kontrapunkta.“ Þar er David að tala um verk eftir Joan Cabanilles. „Ljósið skín síðan í gegn í dönsum danska höfundarins Flemmings Friis. Hann samdi þessi verk til „Hins heiðskíra himins“ sem ég held að eigi vel við. Þetta eru mjög náttúrulegir dansar, fallega skrifaðir og ég hef komist að raun um að þeir falla almennum áheyr- endum vel í geð. Svo mun ég að sjálf- sögðu, þar sem ég er breskur org- elleikari, flytja nokkur bresk verk,“ segir David. Að auki verða leikin verk eftir J. S. Bach, Hubert Parry, William Llo- yd Webber, Ad Wammes, Jon Lauk- vik og verk eftir David Sanger sjálf- an. Ber lof á hátíðina David lætur vel af dvöl sinni á Ís- landi en hann er hér í fyrsta skipti og kveðst heillaður af landslagi og þjóð. Hann er einnig ánægður með það sem hann hefur séð á Kirkju- listahátíð: „Ég hlýddi meðal annars á mjög fallegan flutning á Matteus- arpassíunni. Það er eitt af þeim for- réttindum sem fylgja því að taka þátt í hátíð af þessu tagi að geta séð hvað aðrir eru að gera, og heyra hvernig þau gera það. Oft kemur það manni á óvart og mér þykir flutning- urinn á Matteusarpassíunni hafa verið lofsverður.“ Tónlist | Breski orgelleikarinn David Sanger með tónleika í Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð Salt og ljós í orgeltónum Morgunblaðið/Jim Smart David Sanger: Ég vona fyrst og fremst að það sem ég geri tali til fólks. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Tónleikar Davids Sanger eru í Hall- grímskirkju í kvöld kl. 20 og er að- gangseyrir kr 2.000. Í GRYFJU og Arinstofu Listasafns ASÍ stendur yfir sýning Kristínar Reynisdóttur, Yfirborð. Í Arinstofu sýnir hún átta ljósmyndir af lækjum og hveraholum. Er vatnið tært að sjá og því verður undirlagið nokkuð áberandi handan yfirborðsins. Myndirnar eru á bak við þykkt, hringlaga gler sem gefur þeim áþreifanleika í rýminu og mér virðist sem listakonan leiti eftir fínlegum eigindum í náttúrumyndunum sem leiða mann að kvenleika. Þ.e. alla- vega ekki mikið um grófa fallíska hluti. Hins vegar má líka vera að myndefnið sé þessháttar af form- fræðilegum ástæðum enda vinnur listakonan innan ramma strangflat- arlistarinnar. Verk Kristínar ná manni jafnan líkamlega frekar en hugmyndalega. Á sýningu hennar í Galleríi Sævars Karls fyrir skömmu upplifði maður spennu í rýminu sem virtist ætla að bresta á hverri stundu. Í gryfjunni er það aftur á móti jafnvægið á milli þess jarðfasta og loftkennda og er geometrían þar fyllilega ráðandi eins og í Galleríi Sævars Karls. Ann- ars vegar er það hornverk og hins vegar svifverk. Hornverkið er úr gifsi og sýnir læk og jöklalandslag. Formið og liturinn minnir mann á bein en að sama skapi er skúlptúrinn draumkenndur. Svifverkið er sam- sett úr Hekluviði sem hangir í þræði og myndar hring í rýminu. Vikurinn á það til að snúast og slást saman þegar maður gengur um rýmið og aukin hreyfing myndast á loftinu. Hreyfingin á vikrinum minnir mann á iðandi jörðina undir Heklu en formrænan og framsetningin hefur mann annars upp frá jarðfestunni. Saman skapa verkin viðkvæmt jafn- vægi í rýminu sem lifir með manni þegar út er komið sem fallegur óður til mannkyns og náttúru. Hvað yfirskriftina varðar í sam- ræmi við listaverkin þá vísar hún ekki síður til undirlagsins sem kem- ur upp á yfirborðið ef maður rótar í því en sest síðan aftur á sinn stað þegar upprótinu lýkur. Svolítið eins og tilfinningar. Eins og tilfinningar MYNDLIST Listasafn ASÍ – Arinstofa/Gryfja Opið alla daga nema mánudaga frá 13- 17. Sýningu lýkur 11. september. Kristín Reynisdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Svifverk Kristínar Reynisdóttur er gert úr Hekluvikri. Jón B. K. Ransu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.