Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er fátt betra en að slaka á í laugunum og láta vatnsbununa leika um stirðar axlir við lok eða upphaf vinnudags. Þessir herra- menn nutu þess að vera í lauginni þegar Það er ljóst að ekki væsir um Íslendinga þegar almennileg sundaðstaða er annars vegar og má segja með sanni að sund sé sannkölluð þjóðaríþrótt og allra meina bót. ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni í Kópavogi, en myndin er tekin í sundlaug- inni í Salahverfi sem var tekin í notkun í apríl. Morgunblaðið/RAX Slappað af í lauginni GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, vísar því á bug að bæjar- yfirvöld hafi staðið illa að kynningu tillagna um nýtt aðalskipulag, deili- skipulag og svæðisskipulag í Kópa- vogi. Á fundi Íbúasamtaka vest- urbæjar Kópavogs í fyrrakvöld voru vinnubrögð bæjaryfirvalda í þessum málum hins vegar gagn- rýnd og samþykkti fundurinn álykt- un þar sem óskað var eftir því að frestur til að skila inn athugasemd- um vegna breytinganna á Kópavog- stúni yrði framlengdur. Gunnar segir að bæjaryfirvöld hafi haldið tvo kynningarfundi vegna fyrirhugaðra skipulagsbreyt- inga; fyrri fundurinn hafi farið fram síðla vetrar og síðari fundurinn hafi farið fram fyrr í mánuðinum. Fjöl- menni hafi verið á báðum fund- unum. Auk þess hafi skipulagstil- lögurnar verið aðgengilegar á vefsíðu bæjarins. „Við höfum því kynnt þessi mál mjög vel,“ segir hann. Fresturinn ekki framlengdur Frestur til að skila inn athuga- semdum vegna breytinganna rann út í gær og segir Gunnar ekki koma til greina að framlengja hann. „Þessi frestur er búinn að vera mjög langur og hafa á þeim tíma verið haldnar tvær kynningar,“ ítrekar hann. Gunnar bætir því við að farið verði yfir allar athuga- semdirnar. „Við munum svara þess- um athugasemdum og gera þetta eins vel og hægt er.“ Gunnar segir í raun merkilegt að Íbúasamtök vesturbæjar Kópavogs, sem ekki hafi haldið fundi í mörg ár, skyldu halda fund einum degi áður en frestur til að skila inn at- hugasemdum rann út. Hann kveðst hafa verið boðaður á fundinn, en ekki komist. Á fundinum hafi held- ur ekki verið fulltrúar yfirvalda í skipulagsmálum til að útskýra breytingarnar. Gunnar segir sumar þær athugasemdir, sem fram hafi komið á fundinum í fyrrakvöld, ekki sanngjarnar. Til að mynda hafi ver- ið einkennilegt að heyra forsvars- menn Sunnuhlíðar í Kópavoginum gagnrýna breytingarnar, því þær séu m.a. gerðar fyrir þá. Auk þess sé ekki sanngjarnt að halda því fram að með breytingunum sé verið að rýra atvinnumöguleika fólks á svæðinu. „Það er sérkennilegt að heyra starfsmenn ríkisspítalanna gagnrýna þetta,“ segir hann og heldur áfram: „Það er ekki mein- ingin að það fari eitt eða neitt í burtu fyrr en eftir einhvern ára- fjölda. Þegar við keyptum landið var samið um að við fengjum for- kaupsrétt á því sem var haldið eftir. Gengið var til samninga 2003. Þá var meiningin að Kópavogsbær myndi eignast þetta með tíð og tíma en nú er komið nýtt hljóð í strokkinn.“ „Skipulagsbreytingar í Kópavogi vel kynntar“ Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STJÓRN Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, lagði í gær til að við- haft skuli prófkjör vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórn- arkosningarnar 27. maí 2006 og að það fari fram dagana 4. og 5. nóvember næstkom- andi. Samþykkt var að leggja tillöguna fram á fulltrúaráðsfundi 5. september. Samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðis- flokksins er þátttaka í prófkjörinu heimil í fyrsta lagi öllum fullgildum meðlimum sjálf- stæðisfélaganna í kjördæminu sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjör- sdagana. Og í öðru lagi þeim stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við kosn- ingarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar. Boðað hefur verið til fulltrúaráðsfundar mánudaginn 5. september næstkomandi í Valhöll. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, flytur þar ræðu. Sjálfstæðisflokkurinn hélt ekki prófkjör fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar held- ur gerði uppstillinganefnd tillögu sem lögð var fyrir fulltrúaráðið. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Lagt til að prófkjör verði 4.–5. nóvember SJÖ HUNDRUÐ og fimmtíu milljóna króna skuld Skjás eins við Símann var í júní breytt í hlutafé Símans í Skjá einum. Þetta staðfestir Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans. Eftir breytinguna ræður Síminn yfir nær öllu hlutafé í Íslenska sjónvarpsfélaginu hf., sem rekur Skjá einn, en fyrir átti Síminn 77% hlutafjár. Brynjólfur segir að þeir sem hafi boðið í Símann í sumar hafi vitað af þessum breytingum. Upplýsingarnar hafi legið frammi í svonefndu gagnaherbergi í sölu- ferlinu. Tillit hafi verið tekið til þeirra við verðmat á Símanum. Inntur eftir því hvers vegna Síminn hafi farið út í þessa skuldbreytingu segir hann: „Það er verið að styrkja fyrirtækið fjár- hagslega; það er verið að gera það öflugra og fjárhagslega sterkara.“ Brynjólfur segir að skuldir Skjás eins við Símann hafi verið bæði langtíma- og skammtímaskuldir. „Þetta hefur engin áhrif á samstæðu fyrirtækisins vegna þess að Íslenska sjónvarpsfélagið er dótt- urfélag Símans. Þetta er því fyrst og fremst uppbygging á efnahagsreikningi Íslenska sjónvarpsfélagsins.“ Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista ehf., eins þeirra félaga sem keypti Símann, segist ekki vilja tjá sig, í ljósi þess að þeir hafi ekki tekið formlega við rekstrinum. Skuld Skjás eins breytt í hlutafé ♦♦♦ DÓMARI við Héraðsdóm Reykjavíkur synjaði í gær kröfu verjanda sakbornings sem ákærður er fyrir árás á Ragnar Björnsson á Ásláki í Mosfellsbæ, sem leiddi til dauða hans, um lokað þinghald í gær. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi og taldi dómari ekki nægilegar ástæður til að halda dómþing fyrir lukt- um dyrum. Björn Ólafur Hallgrímsson verjandi ákærða hefur á fyrri stigum málsins krafist þess að kvaddir verði til dómkvaddir matsmenn til að endurvinna krufningarskýrslu í málinu þar sem hann telur núverandi skýrslu réttarmeinafræðings ónothæfa enda hafi hann ekki gætt nægilegs hlutleysis. Áður en málflutningur hófst um kröf- una í gær óskaði hann eftir lok- almeðferð málsins gæfist tæki- færi á að spyrja réttarmeina- fræðinginn út í skýrsluna. Um meint ósjálfstæði í vinnubrögð- um réttarmeinafræðings sagði hún að fleiri sérfræðingar en hann kæmu að málum og þyrfti hann að hafa grunnupplýsingar um eðli mála. Gæti skýrslugerð þannig tekið mið af niðurstöðum annarra sérfræðinga. Ákvörðun tekin á föstudag Um matsbeiðnina sjálfa og það að verjandinn hefði beðið um ónefnda sérfræðinga til að gefa umsögn um fyrirliggjandi gögn benti saksóknari á að það væri hlutverk Læknaráðs að veita um- sagnir að fengnum úrskurði dómara á grundvelli haldbærra raka. Í ljós kemur á föstudag hvort dómari muni samþykkja að nýir matsmenn verði fengnir til að endurvinna krufningarskýrsluna. ályktanir af gögnum lögreglu heldur rannsókn á hinum látna. Þá hefði ekki verið rannsakaðar blæðingar í höfuðleðri á hnakka sem vekti spurningar um hvort ákærði og látni hefðu lent í átök- um kvöldið sem atburðurinn varð. Ennfremur hefði ekki verið fjallað um blóðsega milli heila- himna yfir ennisblaði og ekki heldur hefði ytri áverkum á höfði hins látna verið lýst. Hefði rétt- armeinafræðingur því ekki lokið vinnu sinni því hann hefði verið upptekinn af því að láta lögregl- una mata sig á upplýsingum. Væri vafi á hvort um stórfellda líkamsárás af hálfu ákærða væri að ræða eins og ákæruvaldið héldi fram. Væri ekki óhugsandi að árásin hefði verið minniháttar en hefði falið í sér óskaplegar af- leiðingar. Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari hafnaði kröfu verjandans og benti á að við að- uðu þinghaldi vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið að undan- förnu. Að fenginni synjun dóm- ara sagðist hann vonast til þess að fjölmiðlar gættu að skyldum sínum. Krufningarskýrslur ávallt grundvallargagn Verjandinn lagði áherslu á að krufningarskýrslur í málum af þessu tagi væru ávallt grundvall- argagn og yrðu að vera hafnar yfir allan vafa. Yrðu þær að vera unnar af fagmennsku og hlut- lægni auk þess sem nauðsynlegt væri að setja þær fram á ís- lensku. Gerði hann athugasemdir við latnesk orð í henni í tuga- og hundraðatali. Einnig gerði hann athugasemdir við að skýrslan byggðist á gögnum frá lögreglu og þar með væri sjálfstæði í vinnubrögðum réttarmeinafræð- ings varpað fyrir róða. Væri það ekki hlutverk hans að draga Héraðsdómur fjallar um árás sem leiddi til dauða manns í Mosfellsbæ Telur annmarka á krufningarskýrslu Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.