Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF BESTA VERÐIÐ? Það er örugglega skraut-legasta húsið í bænum,grænt, blátt og gult, þaðgetur ekki farið framhjá þér, segir Anna þegar blaðamaður hringir í hana og spyr til vegar. Það líður ekki á löngu þar til þetta litríka hús er fundið. Í garð- inum hjá Önnu taka á móti mér brosandi steinakarlar og aðrar fí- gúrur. Anna er glaðlynd kona en eins og steinafólkið sem hún skap- ar þá verður henni ekki auðveld- lega hnikað úr stað. Hún fæddist og ólst upp rétt fyrir utan Hvammstanga en hefur búið þar í bæ síðan 1956. „Ég hef verið óstöðvandi síðan ég byrjaði að gera steinafólkið fyrir rúmlega þrjátíu árum. Ég veit ekki af hverju ég byrjaði á þessu, en ég hef alltaf haft dálæti á sjávarslípuðu fjörugrjóti.“ Anna var komin með ágætis steinasafn og ákvað í framhaldi af því að skapa eitthvað úr því en aldrei gerði hún sér grein fyrir að það yrði svona mikið eða að hún entist svona lengi í þessu. „Steina- fólkið tekur orðið meiri tíma en áður fyrr. Ég vil ekki selja það á mörgum stöðum því þetta á bara að vera áhugamálið mitt en ekki kvöð. Ég gríp í þetta annað slagið, oftast á morgnana, og bara þegar ég vil,“ segir Anna en hún selur steinafólkið sitt í Galleríi Bardúsu á Hvammstanga og í Jólahúsinu í Eyjafjarðarsveit. „Ég finn stundum persónuleik- ann í steinunum og veit hvernig ég vil að þeir líti út. En þetta er ákaflega ófrítt fólk sem ég bý til, ég bjó til eina um daginn sem er ægileg og ég verð bara myrkfælin af því að horfa á hana,“ segir hún og hlær. Anna sýnir mér þessa ófríðu kerlu og ekki get ég tekið undir orð hennar um að hún sé ófríð, svipurinn er vinalegur en auðvitað er hún dálítið stórskorin, enda gerð úr grjóti. Vill ekki hæla sér Anna er heima með vinnustofu og þar inni rek ég augun í jóla- sveina, blóm og fleiri hluti sem eru unnir úr tré og spyr ég Önnu út í það. „Já, ég hef mikla ágirnd á spýtum. Mér finnst voðalega gaman að saga út og gera eitthvað úr viðnum,“ svarar hún. Anna dregur úr, þegar ég lýsi hrifningu minni á hlutunum hennar, og segir þá oft ljóta. „Ég get ekkert verið að hæla mér. Ég er voðalega heppin að hafa þetta til að dunda í,“ segir hún. Þegar ég spyr hana hvort hún hafi alltaf verið svona mikill lista- maður í sér þá bregst hún hart við. „Ég er ekki listamaður, ég gæti ekki málað neitt almenni- legt.“ Ég læt ekki deigan síga, umorða spurn- inguna og spyr hvort hún hafi alltaf verið handlagin og svarar Anna því þá með kald- hæðni. „Ég er ákaflega handlagin. Ég er voða- lega dugleg að prjóna, ég byrjaði t.d að prjóna lopa- peysu á Helgu dóttur mína þegar hún var um fjög- urra ára, í dag er hún komin vel yfir fertugt og ég er ekki ennþá búin með peysuna. Hand- lagni mín felst bara í steinum og tré.“ Ófreskjur um allan bæ Anna ætlaði sér aldrei að selja þessi sköpunarverk sín. „Þegar ég byrjaði á steinafólkinu þá gaf ég það aðallega í gjafir og það hvarfl- aði aldrei að mér að ég myndi selja eitthvað af því en svo gat ég ekki endalaust gefið steinafólk og fór þetta því að safnast saman hjá mér. Einhver stakk þá upp á því að ég færi með þetta á markað og var það byrjunin á sölunni. En mér hefði aldrei dottið í hug að fara að drita þessum ófreskjum mínum niður um allan bæ.“ Steinafólk Önnu er ekki aðeins við vegamótin að Hvammstanga því bærinn fékk hana til að gera fleiri sem standa hér og þar inn í bæn- um. „Það eru eintómir steingerv- ingar hér,“ segir Anna og hristir hausinn yfir þessu öllu saman. Hver steinapersóna er Önnu kær. „Ég sé alveg lifandi skelfings eftir þeim þegar þær fara. Þetta er einhver veiki sem ég er með, mér finnst gaman að fara í fjör- una, finna steina sem ég get notað og skapa úr þeim. Ég gef þeim ekki nafn en það hefur komið fyrir að steinafólk hefur orðið ískyggi- lega líkt einhverri lifandi per- sónu.“ Hún er dellukerling Anna er fædd árið 1936 og á tvær dætur, sem báðar búa á Hvammstanga, mörg barnabörn og tvö langömmubörn. „Ég starf- aði í kaupfélaginu hérna í 38 ár, var nærri því orðin búðardraugur þar, en svo bilaði á mér bakið og þá gat ég ekki unnið lengur.“ Aðspurð út í framtíðina segir Anna að þessi steinaáhugi hennar sé líklega ólæknandi og því verði hún sjálfsagt að grúska í þessu áfram nema að hún taki upp á því að hverfa af yfirborði jarðar. Þær eru fleiri dellurnar sem Anna hefur haft en að skapa úr steinum því hún er með mikinn skíðaáhuga. „Ég hef ekki náð að sinna því áhugamáli mínu eins og ég vildi á undanförnum árum en ég fór mik- ið á skíði áður fyrr. Ég veit líka fátt skemmtilegra en að labba upp á fjöll, en ekki mjög brött fjöll því ég er lofthrædd. Núna fer ég í gönguferðir niður í fjöru og í sund á hverjum degi.“ Ein della Önnu er líka svolítið óvenjuleg því hún hefur mikinn áhuga á fiskidöllum og höfnum. „Ég fer oft niður á bryggju til að skoða bátana og finna fiskilykt- ina. Mér finnst líka ægilega gam- an að flaka fisk fyrir sjálfa mig.“ Ég lýk heimsókn minni til Önnu með því að rölta um garðinn og skoða sköpunarverkin þar. „Þetta er skelfilegt samansafn,“ segir Anna um fígúrurnar í garðinum og hlær. Falleg vindmylla stendur í einu horninu en hana gerði Anna sjálf úr litlum steinum og segir hana hafa verið mikla en skemmti- lega handavinnu. Garðurinn henn- ar Önnu er skemmtilegur og skrautlegur eins og eigandinn sem kvaddi mig í skrúða hans.  ÁHUGAMÁLIÐ | Anna Ágústsdóttir á Hvammstanga hefur dálæti á grjóti og býr til steinafólk Líkist stundum lifandi persónum Anna Ágústsdóttir í vinnustofu sinni. Hún gerir jólasveina úr steinum og tré og þeir eru til sölu allt árið í Jólahúsinu í Eyjafjarðarsveit. Vindmyllan, sem stendur í garð- inum hjá Önnu, er glæsileg enda segir Anna hana hafa verið mikla en skemmtilega handavinnu. Við afleggjarann að Hvammstanga standa stolt steinahjón. Skapari þeirra er Anna Ágústsdóttir en hún hefur í nokkra áratugi búið til steinafólk. Morgunblaðið/Ingveldur Geirsdóttir Þessi myndarlegu hjón, sem eru úr smiðju Önnu, standa við afleggjarann að Hvammstanga. Þau bjóða ferðalanga velkomna í bæinn og algengt er að fólk láti taka mynd af sér með þeim. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.