Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ægir Ólafssonfæddist á Siglu- firði 10. mars 1912. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Sig- urðsson skipstjóri frá Flatey á Breiða- firði og Guðrún Baldvinsdóttir frá Siglunesi við Siglu- fjörð. Systkini Ægis eru Unnur, Eggert, Dröfn, Bára, Ólafur og Sigurður. Ólafur lifir systkini sín. Ægir var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er Lára Helga Gunn- arsdóttir fóstra. Þau eiga tvö börn, þau eru: 1) Guðrún Unnur kennari, f. 11.3. 1944. Börn henn- ar eru: a) Stefán, f. 26.6. 1966, syn- ir hans eru Birgir Steinn, f. 9.9. 1992 og Steingrímur Dagur, f. 22.5. 2004, b) Sigurlaug, f. 30.7. 1967, sonur hennar er Stefán Er- ik, f. 21.11. 1997, og c) Ægir Gauti, f. 2.12. 1975. 2) Gunnar Ingi, starfar við þróunarhjálp í Bretlandi, f. 2.11. 1947. Börn hans eru; a) Guðrún Ýr, f. 24.9. 1967, börn hennar eru Atli Freyr, fr. 6.1. 1986, Gísli Rúnar, f. 18.1. 1993, og Hákon Logi, f. 30.7.2002, b) Inga Hrefna, f. 21.4. 1976, son- ur hennar er Hákon, f. 16.4. 2004, og c) Atli, f. 23.7. 1979. Seinni kona Ægis var Jarmila Vera Frið- riksdóttir frá Prag, d. 1991. Hún átti fyrir tvö börn, þau Benno Georg list- málara, f. 7.5. 1945, og Marcelu Mar- gréti, sem starfar hjá Ríkisskattstjóra, f. 14.9. 1946. Gekk Ægir þeim í föður- stað. Benno er kvæntur Unni Jónu Sigurjónsdóttur, dóttir þeirra er Sús- anna, f. 4.3. 1974, sonur hennar er Óli- ver, f. 13.7. 1999. Fyrir átti Benno Helgu, f. 19.12. 1965, börn hennar eru Guðrún, f. 2.4. 1996, Krist- geir, f. 24.8. 1998, og Kristrún, f. 4.2. 2000. Sonur Marcelu er Val- geir Ægir, f. 31.10. 1996, börn hans eru Gauti Jan, f. 10.2. 1988, og Freyja Hlín, f. 21.2. 1995. Sam- býlismaður Marcelu er Helgi Bergmann Ingólfsson. Börn Ægis og Jarmilu eru: 1) Ólafur Friðrik verslunarmaður, f. 5.10. 1958, kvæntur Guðrúnu Lindu Einars- dóttur. Börn þeirra eru Andri Snær, f. 24.9. 1989, Vera Sjöfn, f. 2.03. 1992, og Silja Sigrún, f. 18.12. 1998. 2) Eva Guðrún hár- greiðslukona, f. 23.6. 1966, gift Jóni Oddi Davíðssyni, börn þeirra eru Árni Þór, f. 25.3. 1987, og Telma María, f. 10.12. 1992. Útför Ægis fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Foreldrar eru sem klettar í hafi í lífi barns. Og þó barnið eldist, vitk- ist og breytist í ríflega miðaldra konu, fer það tímabundið á flot í ör- yggisleysi þegar annað þeirra hætt- ir að vera viðmið og heimahöfn í lífsins ólgusjó, hjaðnar og hverfur. Þó má það teljast einstök undan- látssemi hjá guði eða náttúrunni að leyfa manni að hafa þau hjá sér fram yfir nírætt. Hann pabbi var öðlingur og sjen- tilmenni fram í fingurgóma. Gekk alltaf með hatt, bar fingur að barði, eða tók ofan fyrir kunningjum á götu. Prúðmenni par excellence. Umtalsfrómur. Þar fyrir utan bjó hann yfir slípaðri kímnigáfu, var fyndinn á áreynslulausan hátt án þess að ætla sér það sérstaklega. Þar með setti hann óafvitandi standardinn ansi hátt fyrir börn sín í þeim efnum, þann eiginleika met ég til dæmis mikils í fari manna. Fyrir nú utan hve það léttir lífið að sjá skoplega hlið hvers máls. Eins þó lengi þurfi að leita. Pabbi var kommúnisti, Nýals- sinni og frímúrari, og rúmaðist þetta með glans í einum og sama manninum. Hans menn í pólitík voru Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, seinna Magnús Kjart- ansson og fleiri af þeim hugsjóna- þunga og rökfestu. Hann gekk ung- ur í Kommúnistaflokkinn og þaðan í Sósíalistaflokkinn. Galt ætíð flokknum það sem flokknum bar með bros á vör. Svo fór það nú eins og það fór alltsaman – og botninum var náð þegar Þjóðviljinn gaf upp öndina. Við tóku sviplitlir menn í Samfylkingu. Það er stórfurðulegt að pabbi skuli hafa náð 93 ára aldri og stangast sannarlega á við manneld- isviðmið Lýðheilsustöðvar. Hann borðaði mat sem nú teldist bæði feitur og óhollur, hafði alltaf kaffi og vínarbrauð á náttborðinu og lumaði á hunangsköku með kremi. Hann drakk frjálslega framan af ævi, hann reykti lengi og enn leng- ur tók hann í nefið og bauð snúss til hægri og vinstri. Hreyfing tak- markaðist við það að standa upp úr hægindastólnum heima og ganga út í bíl, úr bíl í skrifstofustól og þann- ig áfram. Hans heilsufarslega lán var að missa sjónina að miklu leyti upp úr sjötugu, eins þversagnar- kennt og það nú hljómar. Þá fór hann að ganga og nota strætis- vagna og gerði það til níræðs. Hann fór gjarnan niður í bæ að spásséra. Aldrei nokkurn tíman heyrði ég hann kvarta yfir sjóndeprunni eða yfirleitt nokkru öðru – kannski helst íhaldinu, meðan hann nennti því. Minningarbrot; Við Gunnar bróð- ir hangandi utan í pabba, leitandi að nammi í vösum hans, sem alltaf var hægt að ganga að sem vísu. Lítið ánægjuefni fyrir mömmu, sem ól okkur upp í guðsótta, góðum sið- um og sælgætisleysi. Ég að greiða pabba. Hann var einn fárra fullorðinna sem þoldi manni það endalaust. Guð gaf hon- um líka fallegt hár sem hann hélt til æviloka og það var fagurlega silfrað á efri árum. Bíltúrar út um allar trissur á Póbedum, Skódum, Bjúikkum, Range Roverum… Ég ellefu ára að sitja fyrir pabba og öllum hans vinum sem slæddust inn á heimilið, eða voru þar heimilis- kettir, að fá þá til að tefla við mig. Í það höfðu þeir staka þolinmæði sem entist fjölmargar skákir í rykk... Skrifstofan hans pabba á Laugaveginum á menntaskólaárum mínum. Alltaf líf og fjör; kaffi, vín- arbrauð, pening stungið í lófa. Ör- lætið ótæmandi. Seinna: Ekkert var sjálfsagðara en að flytja inn á hann með fjöl- skyldu, væri maður á milli íbúða eða þegar dramatíkin í lífinu varð aðeins of mikil. Mér fannst hann alltaf þægileg- asti maður í sambúð sem hugsast getur. Róin uppmáluð, kæruleysið hæfilegt, alveg gersamlega laus við afskiptasemi og ráð gaf hann að- eins væri eftir þeim leitað og var þá ráðagóður. Þrátt fyrir þennan dagsanna lof- söng var pabbi var ekkert galla- laus. Hann var óþolinmóður að hrinda hlutum í framkvæmd; allt átti að gerast strax. Væri maður að hugsa um framkvæmdir; hringja í þar til gerða aðila strax. Ef einhver í familíunni veiktist lítillega; hringja í lækni strax. Hann var ævintýragjarn í meira lagi þegar hann var ungur maður, sigldi til Danmerkur fyrir stríð að læra hanskagerð. Einhvern veginn sé ég hann nú ekki fyrir mér saum- andi skinnglófa, en þó vann hann eitthvað við það Þvínæst fannst honum það gráupplagt að læra skó- gerð, enda Íslendingar kreppunnar gegnumsneitt illa skæddir, og valdi sér nám í Svíþjóð næst. Því námi lauk hann líka samviskusamlega og rétt slapp heim frá Petsamó í nafn- togaðri ferð Esjunnar þaðan heim til Íslands þegar heimsstyrjöldin síðari var skollin á. Stofnaði heim- kominn skóverksmiðju sem hann rak í nokkur ár. Og enn fannst hon- um ráð að sigla, nú til Bandaríkj- anna og það í skipalest – gamla óþolinmæðin. Hann komst þangað heilu og höldnu, bjó í New York í tæp tvö ár og lærði viðskiptafræði af eðalkapítalistum. Heimkominn þaðan stofnaði hann inn- og útflutningsfyrirtæki sitt, Mars Trading Company, sem var hans lifibrauð upp frá því. Má segja að nú hafi ævintýrum og svaðilförum verið lokið og pabbi átti langt og gott líf upp frá þessu og allt þar til fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá veiktist hann; yfir hann kom á einni nóttu „massíf óáttun“, eins og það kallast víst. Eftir japl og jaml og fuður var hann svo stál- heppinn að fá inni á hjúkrunar- heimilinu Eir þar sem honum leið vel – og náði jafnvel nokkrum átt- um á ný. Öllu starfsfólki þar, sem umgekkst hann af stakri umhyggju og virðingu allt til enda, er hér með þakkað. Það var svo auðvelt að elska hann pabba og hann var elskaður af mörgum. Af börnum, barnabörnum, tengdabörnum, mökum, vinum. Evu systur sem sá um að pabbi væri vel til hafður síðustu árin, óþreytandi að þvo þvotta, kaupa föt og hatta – umhyggjan takmarka- laus. Óla bróður, sem rak önnur er- indi öll fyrir hann, og þreyttist aldrei, er enda þolinmóður maður. Marcelu sem alltaf sýndi staka nærfærni og elskusemi. Og ekki nóg með það; þau systkinin hafa ekki gert það endasleppt við mömmu, umhyggja og góðvild sú er þau sýna henni í hvívetna er henni afar dýrmæt. Ég sjálf er þakklát fyrir að hafa verið hamingjusamt skilnaðarbarn, enda hélst vinátta og umhyggju- semi milli foreldra minna alla tíð; þau náðu bara betur saman í fjar- búð en sambúð. Og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja hjá pabba síðustu nótt hans hér á jörð og halda í hlýja hönd hans. Og þó pabbi hafi verið á hægri ferð frá okkur síðasta eina og hálfa árið er söknuðurinn mikill. Hann kann að dofna og breytast, en hann fylgir okkur héðan í frá, blandinn ómetanlegum minningum. Ég þakka fyrir mig. Guðrún Ægisdóttir. Þá er hann afi gamli dáinn, afi „skrafi“, eins og hann kallaði sig stundum. Ef ég á að vera ærlegur, þá má segja að ég hafi ekki kynnst honum ýkja vel. Ég hafði enda mun meira samneyti við ömmu Láru, sem ól mig upp að mestu, en þau afi slitu samvistum töluvert áður en ég kom til skjalanna. Minningar- brot á ég þó nokkur um afa og minnist hans með hlýhug. Ég gleymi t.d. seint tilfinningunni þeg- ar ég fékk að sitja í Citroën DS bílnum sem hann átti á sínum tíma, en slíkir vagnar voru ekki á hverju strái, altént hafði ég ekki upplifað annan eins bíltúr. En það var nú fráleitt svo að afi hafi ferðast um lífið á limúsínum eða baðað sig í rósum alla tíð og fátt var líkt með téðum eðalvagni og hestakerrunni sem afi ók daglega ofanúr Gufunesi niður í bæ eftir að hann kom til Reykjavíkur frá Siglufirði 16 ára gamall. Þá var hann mjólkurpóstur. Síðar varð afi kommúnisti og enn síðar bisnessmaður. Og ýmislegt þar á milli og síðar meir. Eftir því sem amma hefur sagt mér þá er ekki laust við að afi hafi á tímabili verið ævintýramaður, ef ekki dulít- ill sveimhugi. Hann ferðaðist nokk- uð til útlanda í leit að þekkingu og tækifærum og í einni ferðinni fann hann meira en það, seinni konuna sína, hana Jarmilu, átti með henni tvö börn og gekk að auki tveimur börnum hennar í föðurstað. Og þá hygg ég að afi hafi fundið taktinn sinn og ákveðið að rifa ævintýra- seglin. Ekki upplifði ég annað en góðan hug frá hinni nýju fjölskyldu afa, þótt samverustundir hafi verið fáar og alllangt á milli þeirra. En það er eins og gengur. Jarmila lést árið 1992 og hin seinni ár var góð vinátta með afa og ömmu og vænt þótti mér um það. Sennilega var afi svolítill nátt- úrutöffari inn við beinið, þótt jafn- an hafi hann verið ljúfur og látlaus. Á sumum gömlum myndum er hann flottur í tauinu, oft með hatt á höfði, og minnir um margt á mynd- ir sem maður hefur séð af Bogart og Kiljan. Mér fannst afi ansi smellinn náungi og hafa góða kímnigáfu. Hann hafði, líkt og Kilj- an, komið sér upp eigin orðaforða eða frösum sem hann notaði oft, en auðvitað eðlilega og áreynslulaust. T.d. minnist ég þess að hann sagði „syk“ í staðinn fyrir „sykur“. Og fleiri voru frasarnir. Þá gleymum við Sigurlaug systir mín aldrei þessari setningu: „Farðu sparlega með, þett’er minn síðasti aur,“ en það sagði sá gamli yfirleitt þegar hann gaukaði óbeðinn að okkur skotsilfri. Farðu í friði, afi minn. Stefán Hilmarsson. Hann Ægir frændi var skemmti- legasti maður sem ég hef þekkt. Ég kynntist honum Ægi föðurbróður þegar ég var 5-6 ára og tókst strax með okkur mikill og góður vinskap- ur sem hélst alla tíð síðan. Hans er nú sárt saknað en minningarnar eru margar og góðar frá okkar vin- skap sem varði í rúma hálfa öld. Hann hafði einstakan húmor og ég man ekki eftir honum öðruvísi en með einhver skemmtilegheit á hraðbergi. Sérstaklega eru eftir- minnilegar ýmsar afbakanir hans og útúrsnúningar á máltækjum, nöfnum og fleiru og hugmyndaflugi hans voru lítil takmörk sett. Allt sem snéri að daglegu lífi hjá Ægi var mjög sérstakt og um leið ein- staklega skemmtilegt í mínum aug- um. Hann var hafsjór af fróðleik og var skarpgreindur og hélt allri sinni snerpu og klárheitum (brillj- ans) fram á síðasta dag. Þangað til fyrir ári síðan eða svo kom hann gjarnan nokkrum sinnum á ári í heimsókn til mín á skrifstofuna og skoraði þar á menn í skák og hafði jafnan betur. Ægir var mjög fé- lagslyndur, en var um leið sjálfum sér nógur. Eftir að hann hætti að keyra tók hann gjarnan strætó nið- ur í bæ og sat löngum á bekk í Austurstræti á spjalli við hina og þessa. Þótt hann væri kaupmaður og heildsali var hann harður til vinstri í pólitík og voru vinir hans og félagar sem ég kynntist í æsku- heimsóknum mínum til hans allir í mínum augum hið furðulegasta fólk. Þetta voru skáld og listamenn en einnig vöndu komur sínar til hans ýmsir utangarðsmenn sem hann laumaði að nokkrum krónum til að leysa aðkallandi vandamál þeirra. Hann teygði sig gjarnan í vest- isvasann sem geymdi vasaúrið hans og neftóbaksdósina og átti ég hauk í horni því þessir vestisvasar voru einnig alveg ótrúleg uppspretta af smápeningum sem hann rétti mér og sagði mér að eiga því þá væri hann hættur að nota. Ég kveð þig kæri frændi minn og vinur með söknuði og veit að þú átt eftir að lyfta upp húmornum á þín- um næsta verustað. Ég læt hér fylgja ljóð eftir eitt þitt uppáhalds- skáld og vin, Steinn Steinarr; svo mjög í þínum stíl og vel viðeigandi í lok þessara kveðjuorða. Miðvikudagur, og lífið gengur sinn gang Eins og guð hefur sjálfur í öndverðu hugsað sér það. Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt, Því svona hefir það verið og þannig er það Þér gangið hér um með sama svip og í gær, Þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið. Í morgun var haldið uppboð á eignum manns, Sem átti ekki nóg fyrir skuldum. – Þannig er lífið Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl, Og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi. Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös, Og Morgunblaðið fæst keypt niðŕ á Lækjartorgi. Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang, Og gangur þess verður víst hvorki auk- inn né tafinn. Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær, í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn. (Steinn Steinarr.) Eyþór Ólafsson. Farinn er til framlífs félagi okkar til margra ára og einn af stofn- endum Félags áhugamanna um stjörnulíffræði 1983. Fáir eru þeir fundardagar sem Ægir sá sér ekki fært að mæta. Ægir var einlægur fylgjandi kenninga Dr. Helga Pjeturss og lagði margt gott til málanna og snérust fyrirspurnir hans yfirleitt um vísindaleg viðhorf. Til marks um elju Ægis má nefna að fundina sótti hann fram yfir nírætt en lasleiki og öldrun hömluðu honum þátttöku í frekari fundahöldum þó undir kraumaði löngun og vilji. Ægir félagi vor var ákaflega þægilegur maður í um- gengni, honum hraut aldrei styggð- aryrði af munni. Hann var glettinn og spaugsam- ur og nokkuð magnaður einstak- lingur, þótti góður sitjari og lét hann gott af sér leiða og hugsaði hlýtt og fagurt til annarra er stuðn- ing þurftu á að halda að hans dómi. Kynni okkar Ægis hófust árið 1970 er við sóttum fundi hjá Félagi Nýalssinna. Friðarins maður var hann fram í fingurgóma og gerði gott úr öllum aðstæðum. Ægir tók virkan þátt í kaupum á húsnæði fyrir starfsemi félagsins og gegndi um árabil trúnaðarstörf- um fyrir félagið. Við félagar í Félagi áhugamanna um stjörnulíffræði óskum honum velfarnaðar í framlífi og þökkum honum fyrir samverustundirnar. F.h. hönd Félags áhugamanna um stjörnulíffræði, Atli Hraunfjörð. ÆGIR ÓLAFSSON Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNA DAGBJARTSDÓTTIR, Brekku, Núpasveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni þriðjudagsins 23. ágúst. Útförin fer fram frá Snartastaðakirkju laugar- daginn 27. ágúst klukkan 13.30. Inga Þórhildur Ingimundardóttir, Baldvin H. Sigurðsson, Jón Ingimundarson, Björg Guðmundsdóttir, Rafn Ingimundarson, Elín Alma Artúrsdóttir, Magnús Ingimundarson, Stefanía Gísladóttir, Guðmundur Ingimundarson, Unnur Benediktsdóttir, Dagbjartur Bogi Ingimundarson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Páll Sveinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.