Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fyrsti vinurinn, sem ég eignaðist, er skyndilega allur. Við kynntumst fyrir mitt minni, enda mun fund- um okkar fyrst hafa borið saman í frumbernsku, að öllum líkindum síð- sumars 1942. Allt átti þetta rætur að rekja til þess, að móðir mín, Lea Eggertsdóttir, hafði verið í vist hjá afa hans og ömmu á Ísafirði, þeim Vilmundi Jónssyni og Kristínu Ólafsdóttur. Þar kynntist hún Gurru og Löbbu systur hennar, en örlögin höguðu því síðan svo, að mamma og Gurra urðu nánir grannar á fimmta áratugnum og gott ef Labba var ekki stundum fengin til að passa okkur Þorstein. Það er skemmst frá því að segja, að með Þorsteini naut ég margra minna beztu bernskustunda í Garða- stræti og á Aragötu, svo og hjá föð- urfólki hans í Þingholtsstræti og móðurfólki hans uppi í Ingólfsstræti. Þarna kynntist maður einstökum barnavinum á grónum menningar- heimilum og allir voru skemmtilegir. Það má nærri geta, hvort þetta um- hverfi hefur ekki haft mótandi áhrif á Þorstein svo næmur sem hann var. Við héldum hvor sinn veg á ung- lingsárum en vorum samtíða í MR og þótt áhugamálin væru ólík og sam- neytið ekki mikið á þessum tíma fundum við ætíð bernskuböndin, þegar við ræddum saman. Að loknu stúdentsprófi höfum við hist með mislöngum hléum, stöku sinnum mælt okkur mót, skipst á skoðunum og haldið uppi spurnum hvor af öðr- um. Okkur kom fyrir löngu saman um, að við værum þrátt fyrir allt nánari en margir sem oftar hittust. Mér er engin launung á því, að ég hef oft fyllst stolti, þegar ég heyrði Þor- steins að góðu getið í sambandi við störf hans og mun þá oft hafa gefið til kynna, að við hefðum þekkst lengi. Hann stækkaði mann, – og maður reis til varnar þá sjaldan hann naut ekki sannmælis. Þorsteini leið ekki alltaf vel, en var á sínum mörgu góðu stundum „óvið- jafnanlegur andans maður“, ljónsk- arpur, nærgætinn og skemmtilegur. Hann kom ótrúlega miklu í verk, og eftir á að hyggja stráði hann af ör- læti dýrmætum minningum meðal samferðamanna sinna frá vöggu til grafar. Eggert Jónsson. Við verðum að gera Þráin að menningarveru, sagði minn góði og ákaflega bjartsýni vinur Þorsteinn Gylfason árið 1956 skömmu eftir að við kynntumst í landsprófsbekk. Til- efnið var yfirlýsing frá mér um að öll músík væri leiðinleg nema lúðra- blástur og gömlu dansarnir, einkum vínarvalsar. Þorsteinn lét ekki standa við orðin tóm. Ekki leið á löngu þar til hann spilaði fyrir mig á grammófón fjölskyldunnar á Ara- götu létta þætti úr þungum sinfóní- um. Við vorum þrjú ár sessunautar í Menntaskólanum í Reykjavík, á fremsta bekk og þar í góðu skjóli undir kennarapúltinu. Ég minnist þess með hrifningu hve Þorsteinn átti auðvelt með að læra og hve fjöl- breyttir hæfileikar hans voru. Á þessum árum velti ég fyrir mér há- skólanámi í blaðamennsku eða sál- fræði. Lærðir menn bentu mér á að blaðamennska væri eiginlega ekki fræðigrein og allir ættu að læra læknisfræði áður en þeir færu í sál- fræðina, svo að ég valdi hagfræði, kannski vegna þess að Þorsteinn hafði valið þá grein. Áhrif frá Gylfa föður Þorsteins komu einnig við sögu. ÞORSTEINN GYLFASON ✝ Þorsteinn Gylfa-son fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1942. Hann andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi 16. ágúst síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Dómkirkj- unni 23. ágúst. Að stúdentsprófi loknu skildu leiðir. Við héldum utan til náms í hagfræði, Þorsteinn til Harvard en ég til Manchester. Þor- steinn var afburða bréfritari. Frá honum streymdu bréf sem sögðu sögur af ævin- týralegri vist á hinu mikla fróðskaparsetri Bandaríkjamanna. Hann var gagntekinn af vísindunum sem heimsins merkustu fræðimenn báru á borð og jafnframt fylgdu skemmtilegar lýsingar á ung- um snillingum í mótun og furðuleg- um uppátækjum þeirra. Ég sé fyrir mér fallega rithönd Þorsteins renna leifturhratt yfir gráhvítar arkirnar. Af bréfunum varð þó fljótlega ljóst að höfundurinn hafði alls engan áhuga á hagfræði, þegar á hólminn var komið, heldur átti heimspeki hug hans allan. Við tókum til starfa við Háskóla Íslands um svipað leyti, upp úr 1970. Þorsteinn kenndi heimspeki en ég hagfræði. Á þessum árum fór fremur lítið fyrir heimspeki í háskólanum en fljótlega fóru hjólin að snúast. Undir stjórn Þorsteins og ágætra sam- kennara hans blómstruðu fræðin og heimspekiskor varð ein líflegasta, skemmtilegasta og besta námsbraut skólans. Ég á góðar minningar um þessi upphafsár sem meðlimur í fé- lagi áhugamanna um heimspeki og áheyrandi á ráðstefnum þar sem frægir erlendir heimspekingar fluttu óskiljanleg erindi. Ég fylgdist einnig með kraftmikilli útgáfustarfsemi Þorsteins, einkum þegar hann rit- stýrði Lærdómsritum Bókmennta- félagsins af mikilli snilld. Íslensku ritaði hann manna best. Þorsteinn sökkti sér í fræði og list- sköpun en hann hafði einnig brenn- andi áhuga á því að miðla vísindum og fögrum listum til almennings og var óspar á tíma sinn til þeirra verka. Hann dreymdi um að gera okkur öll að menningarverum. Vegna langdvala minna erlendis hafa fundir okkar Þorsteins verið stopulir undanfarin ár. Og nú er hann allur. Sofðu vært, góði vinur. Þráinn Eggertsson. Þorsteinn Gylfason var eftirminni- legur samferðamaður. Við vorum nýorðnir 14 ára þegar leiðir okkar lágu fyrst saman í Gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti en þann skóla sóttu ungmenni til þess að taka landspróf, sem í þann tíma var for- senda þess að komast í menntaskóla. Eftir það vorum við samferða í námi fram að stúdentsprófi í Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1961. Síðan fækkaði samverustundum en traust vinátta hélzt. Mér fannst Þorsteinn vera óvenju- lega þroskaður unglingur og vel að sér, sem ekki kom mér reyndar á óvart þar sem ég hafði áður kynnzt foreldrum hans en þau voru vinir foreldra minna. Það sópaði að hon- um, röddin var kraftmikil, hláturinn smitandi og nærvera hans sterk. Hann hafði mikla námshæfileika, var vel heima á flestum sviðum, rökfast- ur og fylginn sér. Hann túlkaði ekki aðeins tónsmíðar annarra á hljóð- færi, hann flutti sínar eigin tónsmíð- ar. Hann hafði gott vald á nokkrum erlendum tungumálum og fór snemma að snara á íslenzku þýzkum ljóðum, sem flest okkar hinna gerð- um helzt ekki nema af brýnni nauð- syn. Auðvelt var að ímynda sér að Þor- steinn yrði háskólakennari og fræði- maður en erfiðara að segja til um á hvaða sviði hinna húmanistísku fræða, hann hefði getað orðið af- burðamaður í mörgum greinum. Hann ákvað að leggja net sín víða við að afla sér þekkingar og leita svara við hinum endalausu spurningum mannsins um lífið og tilveruna. Hann naut fegurðarinnar í sígildri tónlist og bókmenntum, lagði sitt af mörk- um til að fleiri gætu notið þeirrar fegurðar með honum með snilldar- þýðingum á ljóðum og óperutextum. Hann uppskar aðdáun og vináttu þeirra, sem honum kynntust, með honum störfuðu og nutu leiðsagnar hans. Það eru forréttindi að hafa átt Þorstein Gylfason að samferða- manni og vini, hans er sárt saknað. Móður hans og fjölskyldunni votta ég dýpstu samúð. Sigurður Björnsson. Þorsteinn Gylfason og faðir minn voru báðir við nám í Boston í Banda- ríkjunum snemma á sjöunda ára- tugnum. Þar var hann tíður gestur á heimili okkar og tókst fljótt með honum og fjölskyldu minni náinn vinskapur sem hélst æ síðan. Löngu seinna átti ég því láni að fagna, ásamt Hrafnhildi eiginkonu minni, að kynnast Þorsteini aftur sem fullorðinn maður og eignast hann að vini. Hann var listamaður – opinn, leitandi, spontant – músíkant fram í fingurgóma og ekki síður ljóð- skáld, en þetta tvennt sameinaði hann einmitt í frábærum þýðingum á söngtextum, ljóðum og óperutextum eins og alþjóð veit. Þar sem gítarinn er mitt hljóðfæri varð spænski lista- heimurinn okkar snertiflötur og þótti mér sérstaklega vænt um að hann skyldi stundum hringja til þess að ræða eitt og annað í sambandi við þýðingar sem hann var að vinna að úr spænsku. Fyrir mér var þetta mikill ábyrgðarhluti og gerði ég allt sem ég gat til þess að aðstoða jafnvel þótt ég vissi að hann geymdi jafnan langbestu lausnina uppi í erminni sjálfur. En þannig var Þorsteinn. Kostir hans og manngæska opinber- uðust ekki síst í þeirri hlýju, virðingu og trausti sem hann sýndi ungu fólki. Hann hlustaði af djúpri athygli, var jákvæður og hvetjandi og stutt var í ferskan, næstum ungæðislegan húmorinn sem og ómótstæðilega smitandi hlátur sem mér fannst nán- ast vera hans einkennismerki. Aldrei auðnaðist mér að hlýða á kennslu- stund hjá honum uppi í háskóla eins og einhvern tíma stóð til, en altalað er að nemendur hans hafi elskað hann og dáð og kemur það manni síst á óvart. Þorsteinn veiktist skyndilega og var allur fáum dögum síðar. Hann féll frá á besta aldri og er það mikill missir fyrir okkur öll. Sagt er að það síðasta sem hann hafi gert áður en hann dó hafi verið að labba sér út og þvo bílinn sinn. Það lýsir honum vel. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Þorsteini Gylfasyni. Hans verður sárt saknað. Við Hrafn- hildur sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Jónasson. „svipta það einmitt þessum eina“ (Jónas Hallgrímsson: Eftir Tómas Sæ- mundsson.) Það fyrsta sem kemur í hugann við óvænt fráfall Þorsteins Gylfason- ar er hve illa við máttum missa hann, hve ómissandi hann var fyrir þetta sem á hátíðlegum stundum er kallað „íslensk menning“, en er að sjálf- sögðu miklu víðfeðmara, nær væri að tala um andrúmsloftið í þjóðfélaginu, sjálfan andblæ samfélagsins. Blaðagreinar hans um hvaðeina voru ævinlega eins og frískur gustur í stöðnuðu lofti samfélagsumræð- unnar. Í öllum þeim flaumi efnis sem hellist yfir á einum degi og maður lætur fram hjá sér fara eða í hæsta lagi nartar í fór grein eftir Þorstein aldrei ólesin hjá. Maður greip þær fegins hendi eins og kærkomið við- mið og staðsetningartæki mitt í þok- unni. Nú hlýtur að vera brýnt að safna þessum greinum saman í bækur og gera þær öllum og óbornum tiltæk- ar. Eins var um opinbera fyrirlestra Þorsteins, ævinlega fullur salur, sama hvert efnið var. Og sem fyr- irlesari var hann engum líkur. Stundum var reyndar eins og hann gengi út á ystu nöf við að draga at- hygli frá því sem hann var að segja, til dæmis með vatnskönnu í annarri Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SNJÓLAUG MAGNEA BJARNADÓTTIR, Þelamörk 54, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 21. ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 11.00. Magnús Kr. Guðmundsson, Guðrún Reynisdóttir, Gyða Ó. Guðmundsdóttir, Kolbeinn Kristinsson, Bjarni R. Guðmundsson, Brynja Sveinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Lars D. Nielsen, Sveinn H. Guðmundsson, Erna Þórðardóttir, Hildur Rebekka Guðmundsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem lést laugardaginn 20. ágúst, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni föstudaginn 26. ágúst kl. 11.00. Kristín Claessen, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Solveig Lára Guðmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Eggert Benedikt Guðmundsson, Jónína Lýðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, DANÍEL TEITSSON, Hátúni 12, Reykjavík, sem lést í Hátúni 12 sunnudaginn 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Hvanneyrarkirkju laugar- daginn 27. ágúst kl.11.00. Dóra Þórðardóttir, Þórhallur Teitsson, Grímar Teitsson, Petrún Berglind Sveinsdóttir, Guðmundur Teitsson, Elín Bjarnadóttir og bræðrabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, ALDA SIGURVINSDÓTTIR, Barðastöðum 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kristín S. Vilhelmsdóttir, Atli Edgarsson, Guðmundur J. Vilhelmsson, Jóndís Einarsdóttir, Ragna G. Vilhelmsdóttir, Rudolf K. Rúnarsson, Linda B. Vilhelmsdóttir, Óskar G. Óskarsson, Halldór G. Vilhelmsson, Íris Ólafsdóttir, Alda Guðlaug, Bryndís Ósk, Ragnar Björn, Hanna Lív, Guðný Ása og Vilhelm Frank. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HELGASON málarameistari, Fensölum 6, Kópavogi, sem lést á heimili sínu föstudaginn 19. ágúst, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Sunnuhlíðar. Jóhanna S. Markúsdóttir, Aldís Guðmundsdóttir, Bjarni Þormóðsson, Gerður Guðmundsdóttir, Óskar Þorbergsson, Már Guðmundsson, Björg Sigmundsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.