Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 21 DAGLEGT LÍF BANDARÍSK rannsókn hefur að vissu leyti rennt stoðum undir þá kenningu að karl- menn á stórum jeppum séu að bæta sér upp skort á karl- mennsku. Kenningin á rætur sín- ar að rekja til sálfræði Freuds, en Robb Willer og félögum í Cornell háskólanum fannst kominn tími til að rannsaka málið nánar, að því er fram kemur m.a. á vefnum forskn- ing.no. Eitt hundrað og ellefu þátt- takendur svöruðu spurningalista um kynvitund og afstöðu til sam- kynhneigðar, stríðs og bíla. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart. „Ef karlmenn eru óöruggir um eigin karlmennsku eru þeir frekar neikvæðir gagnvart sam- kynhneigð, jákvæðir gagnvart stríðinu í Írak og taka stóran fjór- hjóladrifinn bíl fram yfir aðra bíla,“ segir Willer. Bæði karlar og konur tóku þátt í rannsókninni sem fór þannig fram að fyrst svöruðu allir spurningum sem áttu að skera úr um hvort per- sónuleikinn væri kvenlegur eða karllegur. Eftir það lét Willer hvern og einn vita um niðurstöð- urnar, en þær voru ekki byggðar á spurningalistunum heldur tilvilj- anakenndar. Eftir að hver og einn hafði feng- ið skilaboð um hvernig persónu- leikinn væri voru allir látnir svara spurningum sem fiskuðu eftir póli- tískum skoðunum þeirra. Niður- stöðurnar benda til þess að skoð- anir kvenna séu óháðar kynvitund eða persónuleikaupplifun en karl- anna ekki. Þeir sem fannst karl- mennsku sinni ógnað lýstu frekar neikvæðum skoðunum en þeir sem höfðu fengið karlmennskuna stað- festa. En þýðir þetta að allir þeir sem aka á stórum jeppum séu hræddir við að þykja of kvenlegir? Willer segir að sjálfsögðu ekki hægt að al- hæfa um slíkt og að markmiðið með rannsókninni hafi alls ekki verið að sanna einmitt það eða af- sanna.  RANNSÓKN Morgunblaðið/Árni SæbergKarlmennska og stórir jeppar Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Engjasel - Laus strax Fasteignasalan Klettur kynnir íbúð á efstu hæð innst í botnlanga í Engjaseli, alls um 152 fm, þar af er stæði í bílageymslu 37 fm. Íbúðin er björt og mikið endurnýjuð. Með íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu, alls um 37 fm með sérgeymslu inn af stæðinu. Verðlaunagarður með leiktækjum fyrir utan eignina. Kristján Ólafsson, hrl. og löggildur fasteignasali Ásatrúarfélagið Auka allsherjarþing laugardaginn 10. september kl. 14 Ásatrúarfélagið boðar til auka Allsherjarþings í húsnæði félagsins á Grandagarði 8, Reykjavík, laugardaginn 10. september nk., en eina málið á dagskrá verður öflun samþykkis fundarins á sölu húsnæðis félagsins á Grandagarði 8, Reykjavík. Reykjavík, 23. ágúst 2005. F.h. Lögréttu lögsögumaður EIGNARRÉTTUR OG FRAMTÍÐIN Fimmtudaginn 25. ágúst 2005, Hótel Nordica, Reykjavík 9:30 – 10:00 Náttúruauðlindir - Einkaeign eða ríkiseign Michael De Alessi, Reason Public Policy Institute 10:00 – 10:30 Baráttan við fátækt - Eignarréttur og frjáls viðskipti Julian Morris, International Policy Network 10:30 – 11:00 Skrumskæling vísinda í opinberri stefnumótun Roger Bate, American Enterprise Institute Kaffihlé 11:15 Eignarréttur, frelsi og lýðræði Pallborðsumræður Þátttakendur: Douglas H. Ginsburg, U. S. Court of Appeals Gary Libecap, University of Arizona Michael De Alessi, Reason Public Policy Institute Julian Morris, International Policy Network Roger Bate, American Enterprise Institute Terry L. Anderson, PERC Montana Stjórn pallborðsumræðna: Orri Hauksson, Símanum hf. Fundarstjóri: Guðrún Gauksdóttir, Háskólanum í Reykjavík Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.rse.is DAGSKRÁ RÁÐSTEFNUNNAR RSE - Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, er sjálfstæð og óháð sjálfseignarstofnun, sem hefur það að markmiði að efla skilning í samfélaginu á mikilvægi eignaréttar og frjálsra viðskipta fyrir framsækið og lýðræðislegt samfélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.