Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 19 MINNSTAÐUR Toshiba skólafartölvur SKEIFUNNI 17 SÍMI: 550 4000 WWW.TAEKNIVAL.IS FARTÖLVUR Toshiba Qosmio F10-136 1.7Ghz Verð: 214.700 kr. F A B R IK A N Toshiba Satellite M40-183 Verð: 139.700 kr. Toshiba Satellite M40X-105 Verð: 89.700 kr. SAMSTARFSAÐILAR: Penninn - Hallarmúla / Penninn - Akureyri - www.penninn.is / Tölvuþjónusta Vesturlands - Borgarnes - tvest@simnet.is Netheimar - Ísafjörður - www.netheimar.com / Eyjatölvur - Vestmannaeyjum - www.eyjatolvur.com Tölvuþjónusta Vals - Keflavík - tvals@mi.is / Tölvu- og tækjabúðin - Ólafsvík Martölvan - Höfn í Hornafirði - www.martolvan.is AUSTURLAND Fjarðabyggð | Morgunblaðinu áskotnaðist nýlega þessi mynd af kvennaliði Fjarðabyggðar í fótbolta og taldi sá er sendi þetta vera fal- legasta fótboltaliðið á Íslandi og vildi setja sem yfirskrift „Fegurð í Fjarðabyggð.“ Fullvíst má einnig telja að auk þess að vera mynd- arlegar séu knattspyrnukonurnar knáar vel á vellinum. Ljósmynd/Sturla Már Helgason Fallegasta fótboltalið landsins Vopnafjörður | Hluthafar í Mjólk- ursamlagi Vopnfirðinga ákváðu sl. mánudagskvöld að selja félagið til Mjólkurbús Flóamanna. Þórður Pálsson mjólkurbússtjóri segir sölusamning hafa verið und- irritaðan með fyrirvara um sam- þykki stjórnanna og hluthafanna 10. ágúst sl. Salan gildir frá 1. september nk. og er miðuð við nýtt verðlagsár í mjólkinni. Þórður seg- ir framleiðendur á svæðinu, 9 tals- ins, ganga inn í MBF með ná- kvæmlega sömu réttindi og þeir sem þar eru fyrir. Starfsmenn flytjist einnig yfir með öllum rétt- indum óskertum. Mjólkurkvóti samlagsins er nú um 769–770 þúsund lítrar. Starfs- menn eru fjórir, tveir mjólkurfræð- ingar, 1 almennur starfsmaður og bílstjóri sem sækir mjólk til bænda og ekur neyslumjólk í búðir á Vopnafjörð og Þórshöfn „Bændur sem hafa framleitt mjólk hér á svæðinu áttu hlutaféð nánast allt saman og þar af leið- andi var talsvert af hlutafé í eigu bænda sem eru hættir, t.d. tveggja í Þistilfirði og þriggja í Vopna- firði,“ segir Þórður. „Salan kemur fyrst og fremst til vegna þess að mjólkursamlagið hefur alltaf þurft rekstrarstyrk til að geta haldið rekstrinum úti, þetta er það lítið samlag. Rekstrarstyrkurinn, milli 8 og 10 milljónir, byggist á reglugerð þar sem eru teknir um 6 aurar af hverjum mjólkurlítra í landinu og þeir aurar hafa verið notaðir til að greiða rekstrarstyrki til minnstu samlaganna, en mjólkursamlagið hér er eiginlega það síðasta sem er eftir af þeim. Það er talið mjög varlegt að treysta á að þessari reglugerð verði ekki breytt innan skamms tíma og þá er ekki grund- völlur til að reka samlagið. Bæði bændur og starfsmenn hér vilja því tryggja sína framtíð með því að komast inn í þetta stóra fyrirtæki. Það er þá ákvörðun MBF hversu lengi er hægt að reka fyrirtækið. Ef það verður ekki rekið áfram eru framleiðendur ekki í neinni hættu því mjólkin verður þá flutt í næsta samlag á Egilsstöðum. Velji MBF að reka fyrirtækið eitthvað áfram er sjálfsagt hægt að hagræða í rekstrinum, ekki síst með því að breyta úr olíukyndingu yfir í raf- magnskyndingu,“ segir Þórður. Hugmyndin um sölu Mjólkur- samlags Vopnfirðinga hefur verið til umræðu sl. tvö ár. 94% hluthafa samþykktu söluna. MBF kaupir Mjólkursamlag Vopnfirðinga hf. Vilja með sölunni tryggja framtíð sína Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Samlagið selt Þórður Pálsson mjólkurbússtjóri segir söluna til að tryggja stöðu framleiðenda og starfsmanna samlagsins. ÞÆR voru sannarlega búnar að sið hefðarmeyja, konurnar sem tóku þátt í hinu árlega Hefðarmeyjamóti í golfi sem haldið var á golfvellinum á Norðfirði nú á dögunum. Í þetta sinn tóku um 30 konur úr Fjarða- byggð þátt í mótinu. Ekki er lagt mikið upp úr því sigra á þessu móti heldur fremur að koma saman og skemmta sér. Hefðarmeyjar í golfi Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hefðarmeyjamót Einbeittir kylfingar á leið í teiginn, þær Freyja Viðars- dóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir og Bjarnveig Jónasdóttir. Eskifjörður | Allt útlit er fyrir að íbú- arnir á Eskifirði fái heitt vatn í hús fljótlega. Framkvæmdum við lagn- ingu hitaveitu um Eskifjörð miðar mjög vel og er fyrri áfanga verksins að verða lokið. Framkvæmdir við síð- ari áfangann eru þegar hafnar og miðar þeim vel í umsjón G.V. Grafa ehf. frá Akureyri, en þeir sjá um framkvæmdir í báðum áföngum. Síð- ustu vikurnar hefur verið unnið við lagningu í Bleiksárhlíð, Fögruhlíð og í hinu nýja hverfi Dal 2, en þar eru nokkur hús í byggingu. Göturnar verða svo teknar fyrir ein af annarri út eftir bænum og stefnir verktaki á verklok fyrir áramót. Nokkuð jarð- vegsrask hlýst af framkvæmdunum en jafnóðum og lagningunni er lokið er gengið frá skurðum. Víða taka hús- eigendur sig til og endurnýja gang- stíga, plön og garða í tengslum við framkvæmdina. Heitu vatni hefur verið dælt um dreifiveituna um nokk- urn tíma til prufu og hefur allt gengið að óskum. Vélaverkstæði Eskifjarðar ehf. hefur tekið að sér tengingu húsa við dreifiveituna og er unnið að því verki hörðum höndum. Reiknað er með að veitan verði formlega tekin í notkun á næstunni. Áætlað er að öll hús á Eskifirði verði tengd hitaveitu fyrir miðjan desember nk. Ný hitaveita á Eskifirði að komast í gagnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.