Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR S jálfsögð réttindi sam- kynhneigðra, eins og rétturinn til að ætt- leiða börn til jafns við gagnkynhneigða og réttur samkynhneigðra para til tæknifrjóvgunar hérlendis, hafa verið í umræðunni að undan- förnu. Það ber að fagna ummæl- um ráðherra sem vilja tryggja rétt samkynhneigðra með lögum og allt bendir til þess að frum- varp þess efnis verði lagt fram á Alþingi í haust. Það er gott. Íslendingar eru nefnilega svo miklir jafnréttis- sinnar. Það sást best á Hinsegin dögum og hinni margrómuðu „Gaypride“-göngu 6. ágúst. Þátt- takendur voru fleiri en nokkru sinni fyrr og áætlað var að um 40.000 manns hefðu fylgst með göngunni og hefðu „tekið þátt í þessu“ með samkynhneigðum og tvíkynhneigðum. Væntanlega er þar átt við að allt þetta fólk sem horfði á gönguna hafi í raun ver- ið að sýna samhug sinn í verki og styðji jafnréttisbaráttu sam- kynhneigðra. Það myndi maður ætla að minnsta kosti. En er það svo? Samkvæmt nýlegri könnun frá Gallup eru aðeins rúm 5% lands- manna mótfallin því að eiga sam- kynhneigða manneskju fyrir ná- granna. Hlutfallið var um 16% þegar spurt var hvert viðhorfið væri ef manneskjan væri geðfötl- uð en hæst rúm 22% ef um músl- ima væri að ræða. Af þessu má ætla að fordómar gagnvart sam- kynhneigðum séu töluvert minni en gegn geðfötluðum eða mús- limum. Einnig má benda á, eins og sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða krossins, Þórir Guð- mundsson gerir réttilega, að fréttir í fjölmiðlum geta haft töluverð áhrif á viðhorf fólks og fordóma þess. Fréttir af hryðju- verkastarfsemi erlendis til dæm- is hafa væntanlega haft áhrif á þessar niðurstöður og viðhorf í íslensku samfélagi til múslima, þar sem múslimar á Íslandi hafa ekki sem hópur skaðað ímynd sína á neinn hátt. Þó að fordómar gegn samkyn- hneigðum séu væntanlega minni hér á landi en gegn múslimum eru þeir þó til. Það er líka spurn- ing hvort einstaklingur sem myndi auðveldlega samþykkja samkynhneigðan einstakling sem nágranna myndi einnig fagna því ef barnabarn hans yrði ættleitt af tveimur hommum. Enn er nei- kvæð merking lögð í ýmis orð sem tengjast samkynhneigðum í tungumálinu og þeir verða enn fyrir aðkasti ókunnugra, sér í lagi hommar. Ég dreg stórlega í efa að allt fólkið sem mætir á Gay pride sé þar til að styðja réttindi samkyn- hneigðra. Á sama hátt og ég dreg í efa að 100.000 manns hafi komið á Menningarnótt síðustu helgi til að skoða menningu borgarinnar. Ekki er við skipu- lagningu „næturinnar“ að sakast eða nein sérstök ástæða til þess að kvarta yfir áhuga landsmanna á Menningarnóttinni sjálfri. Menninguna var að finna á fjöl- mörgum stöðum í líki leiksýn- inga, tónlistar, myndlistar, ljóð- listar, kvikmyndasýninga, matarsmökkunar, gjörninga og fleiri atburða. Einhvern veginn finnst mér innflutt tívolí og af- sláttur í verslunum, þar sem verslunareigendur eru með stjörnur í augunum yfir öllum þessum fjölda, samt ekki tilheyra því sem ég kýs að kalla menn- ingu. Þar gætu einhverjir verið mér ósammála. Einnig finnst mér sérstaklega ómenningarleg villimennskan sem tröllreið borg- inni að lokinni flugeldasýningu. Er það viðunandi að búast hrein- lega við stimpingum, fylliríi hjá ungum sem öldnum og jafnvel al- varlegum líkamsmeiðingum vegna þess eins að fjöldi manns er saman kominn á einn stað? Er það partur af menningunni? Ég vona ekki. Lögreglan í Reykjavík er að minnsta kosti ekki tilbúin láta þetta viðgangast aftur að ári. Til samanburðar má benda á að Gaypride-gangan, sem reynd- ar innihélt ríflega helmingi færra fólk, fór að öllu leyti friðsamlega fram. En hún var líka um há- bjartan dag og haldin fyrir ákveðinn málstað. Eins og sést á þessum tveimur „hátíðum“ eða samkomum er mikill áhugi meðal Íslendinga á að koma saman í hóp í miðbæn- um, í hvaða tilgangi sem það kann að vera. Það sama sýna 17. júní, Þorláksmessa og kertafleyt- ingin á Tjörninni. Fróðlegt væri að kanna hvaðan áhuginn er kominn. Að sjálfsögðu kemur margt fólk á Gaypride og kerta- fleytinguna til þess að styðja réttindi samkynhneigðra og frið í heiminum. En ef svona margir eru hlynntir því að útrýma fordóm- um á Íslandi hvers vegna heyrist þá ekki í þessum 40.000 manns þegar rætt er um sjálfsögð mannréttindi minnihlutahópa á öðrum tíma en í ágúst? Ekki heyrðist heldur mikið í þessum 100.000 menningarlega þenkj- andi Íslendingum þegar okkar helsta menningararfleifð var óað- gengileg vegna lokunar Þjóð- minjasafnsins í nokkur ár. Skýringin á þessum áhuga á Gaypride eða Menningarnótt gæti hins vegar verið sú að mannskepnan er einfaldlega hóp- dýr og sækir í félagsskap ann- arra. Það gefst minni og minni tími í til að einfaldlega „vera“ með öðrum í hraða nútímasam- félagsins og því sækir fólk í að hittast, sýna sig og sjá aðra á samkomum eins og 17. júní eða Menningarnótt. Líka á Gaypride. Það getur svo hins vegar verið annað mál að fólk, sem hefur mikla fordóma gagnvart samkyn- hneigðum, myndi væntanlega aldrei láta sjá sig á Hinsegin dögum. Þess vegna ber kannski að fagna því að mikill fjöldi mæti, hvort sem jafnrétti meðal allra Íslendinga er þeim ofar í huga eða að þeim sé einfaldlega alveg sama og vilji bara skemmta sér. Menning og hommar Íslendingar eru nefnilega svo miklir jafnréttissinnar. Það sást best á Hinseg- in dögum og hinni margrómuðu „Gay- pride“-göngu 6. ágúst síðastliðinn. VIÐHORF Sara M. Kolka sara@mbl.is ✝ Kolbrún KristínSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 26. janúar 1936. Hún lést á heimili sínu, Álftamýri 2, 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Gissur Jó- hannsson pípulagn- ingameistari frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 11.6. 1902, d. 11.8. 1990 og Sigrún Bene- diktsdóttur frá Hjaltadal í Fnjóskadal, f. 11.5. 1906, d. 2.4. 1998. Systkini Kolbrúnar eru: 1) Jóhann Eyrbekk rafvirkjameist- ari, f. 15.10. 1928, kvæntur Lauf- eyju Bjarnadóttur, börn þeirra eru a) Sigurður Bjarni, kvæntur Ólöfu Jennýju Eyland, þau eiga tvö börn, og b) Bára, gift Stefáni Magnússyni, þau eiga þrjú börn. 2) Benedikt Eyfjörð flugvirki, f. 2.12. 1929, kvæntur Auði Lellu Ei- ríksdóttur, börn þeirra eru a) Jón Gestur, f. 13.9. 1952, d. 4.8. 1990, kvæntur Heiðu Ármannsdóttur, ist Kolbrún Höskuldi Elíassyni loftskeytamanni, f. 25.6. 1930. Foreldrar hans voru Elías Högna- son, f. 20.10. 1894, d. 11.11. 1936 og Steinunn Auðunsdóttir, f. 24.3. 1902, d. 30.6. 1991. Börn Kolbrún- ar og Höskuldar eru: 1) Sigrún 2.8. 1964, gift Antonio Cavaleiro, f. 31.3. 1969, börn þeirra eru Linda Rut, f. 18.11. 1993, Telma Rós, f. 23.1. 1997, og Alexander Freyr, f. 11.5. 2000. 2) Elías, f. 25.3. 1966, sambýliskona Maria Carolina Skackauskaite, f. 30.11. 1974, dóttir þeirra er Vigdís Kar- olína, f. 26.7. 2005. 3) Sigurður, f. 27.5. 1972, sambýliskona Dag- björt Edda Barðadóttir, f. 13.9. 1976, börn þeirra eru Ragnar Már, f. 3.3. 1998, Lilja Björk, f. 13.1. 2000, og Ragnhildur Sara, f. 11.2. 2002. Kolbún ólst upp á Klapparstíg 27. Hún lék handbolta með Fram og varð Íslandsmeistari með Meistaraflokki kvenna árið 1952, en þá varði hún vítaspyrnu á síð- ustu mínútu leiksins. Kolbrún vann um tíma í Loftskeytastöðinni í Gufunesi, eða þar til hún gifti sig. Fjölskyldan bjó í Lúxemborg í átta ár. Eftir heimkomuna vann hún sem gjaldkeri í Veðdeild Landsbanka Íslands. Útför Kolbrúnar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. þau eiga tvö börn, b) Sigrún Eyfjörð, gift Guðna Frey Sigurðs- syni, þau eiga þrjá syni, c) Eiríkur Ey- fjörð, kvæntur Jór- unni Ósk Ólafsdótt- ur, þau eiga tvo syni, og d) Þorsteinn Ey- fjörð, hann á þrjú börn. 3) Erla Guð- rún, f. 19.5. 1931, gift Magnúsi Gísla Þórð- arsyni, f. 25.6. 1929, d. 1.6. 1979, börn þeirra eru a) Sigurð- ur Rúnar, kvæntur Ingibjörgu Kr. Einarsdóttur, þau eiga tvö börn, b) Guðrún Þóra, gift Erni Ísleifs- syni, þau eiga tvo syni, c) Þórður Axel, sambýliskona Sigríður Grímsdóttir, og d) Guðni Karl, kvæntur Auði Benediktsdóttur, þau eiga þrjár dætur. 4) Hrefna, f. 30.7. 1948, gift Ólafi Birni Björns- syni, f. 21.10. 1945, börn þeirra eru a) Fjóla, sambýlismaður Pétur Bjarni Guðmundsson, þau eiga eina dóttur, og b) Ólafur Haukur, sambýliskona Sigurlaug Vil- hjálmsdóttir. Hinn 26.9. 1958 gift- Elsku mamma mín, það er með þungu hjarta og mikilli sorg sem ég sest niður og skrifa þessa grein. Það hvarflaði aldrei að mér að þú mund- ir fara frá okkur svona fljótt, en ég er pabba mjög þakklát fyrir að hann lét mig og börnin koma til landsins strax og skólarnir voru búnir. Ég var þá ekki búin að sjá þig síðan síð- asta sumar og sá ég þá hvað veik- indi þín voru búin að fara illa með þig. En aldrei kvartaðir þú, þótt ég sæi að þú værir sárkvalin. Þegar við töluðumst við í síma sagðir þú alltaf að þér liði vel. Eftir að þú veiktist fannst mér vegalengdin á milli okkar mjög mik- il, sem ég hafði ekki tekið eftir áður, enda voru þið pabbi alltaf svo dug- leg að heimsækja mig til Lúxem- borgar. Elsku mamma, það tekur mig sárt að kveðja þig. Í hjarta mínu átt þú alltaf heima og ég minnist þín sem sterkrar, góðrar og glaðlegrar mömmu sem var okkur alltaf mikið hald, bæði í barnæsku og á fullorð- insárum. Mamma mín, við systkinin mun- um hugsa vel um pabba sem er bú- inn að standa sig alveg eins og hetja í veikindum þínum. Þetta síðasta ár er búið að vera mikil barátta fyrir þig og vildir þú alltaf sigrast á þín- um sjúkdómi. Á þínum síðustu dög- um kom líka upp baráttuhugurinn í þér. Við vorum öll hjá þér á þínum síðustu stundum. Ég vil þakka systkinum þínum, sem voru hjá okkur allan tímann, og starfsfólki Heimahlynningar fyrir þann mikla stuðning sem þau veittu okkur á þessum erfiðu dögum. Elsku mamma, ég mun alltaf sakna þín og ávallt muna eftir þér og elska þig. Megi Guð blessa þig. Þín dóttir, Sigrún. Elsku mamma, það er með trega og söknuði sem ég skrifa þessar lín- ur til þín. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Alltaf varstu að hugsa um mig og meira að segja komst þú heim til mín að taka til eft- KOLBRÚN K. SIGURÐARDÓTTIR Látinn er langt um aldur fram fyrirrenn- ari okkar í starfi Andri Ísaksson, fyrr- verandi prófessor í uppeldisfræði við Háskóla Íslands. Okkur er bæði ljúft og skylt að minnast hans hér. Andri Ísaksson tók við prófess- orsstöðunni árið 1973. Þá hafði uppeldis- og kennslufræði verið kennd til kennsluréttinda frá árinu 1951. Þegar Andri tók við urðu ýmsar breytingar á náminu, bæði á fyrirkomulagi þess, innihaldi og skipulagningu kennslu. Andri var aðalhvatamaður þess að uppeldis- fræði var tekin upp við Háskóla Ís- lands árið 1975 sem námsgrein til prófstiga og aðalgrein til BA-prófs. Með tilkomu félagsvísindadeildar árið 1976 færðust greinarnar upp- eldis- og kennslufræði og uppeld- isfræði úr heimspekideild yfir í fé- lagsvísindadeild. Andri var mjög áhugasamur um uppbyggingu í háskólanum og fljót- lega var BA-námið í uppeldisfræði bæði kennt til 60 og 90 eininga. Kennslufræðinámið var stöðugt í endurskoðun og jafnframt voru tekin upp sumarnámskeið fyrir starfandi kennara með háskóla- menntun sem erfitt áttu að sækja nám meðfram starfi. Uppeldis- og menntunarfræði- ANDRI ÍSAKSSON ✝ Andri Ísakssonfæddist í Reykja- vík 14. nóvember 1939. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 6. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 18. ágúst. skor státar nú af átta föstum kennurum. Í dag er uppeldisfræð- in og menntunar- fræðin kennd til BA-, MA- og doktorsprófs og kennslufræðin bæði til kennslurétt- inda og MA-prófs. Sá grundvöllur sem Andri lagði að námi í uppeldis- og kennslufræði við Há- skóla Íslands reynd- ist traustur, þannig að öll frekari upp- bygging hefur verið í öruggum far- vegi. Uppbyggingarvinna Andra, vandvirkni og alúð við allt sem hann gerði, gaf okkur samstarfs- mönnum hans og sporgöngumönn- um gott veganesti. Hann var ná- kvæmur í öllum sínum störfum og lagði margt gott að mörkum innan sem utan háskólans. Þau Svava Sigurjónsdóttir eig- inkona hans voru höfðingjar heim að sækja og ávallt gustaði af Andra einlægur áhugi hans á umbótum á sviði mennta- og menningarmála, hvort sem það tengdist mennta- málaráðuneytinu, sálfræðingafélag- inu, herstöðvarandstæðingum, lagaumbótum, stjórnmálum, UNESCO eða Háskóla Íslands. Við kveðjum Andra Ísaksson með þakklæti og virðingu og send- um fjölskyldu hans, Svövu og börn- um þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðný Guðbjörnsdóttir, Jón Torfi Jónasson og Sigrún Aðalbjarnardóttir. Fornvinur minn, Andri Ísaksson, er látinn fyrir aldur fram. Við deildum saman fjórum árum 1960– 1964 við háskólanám í París. Náms- mannanýlendan íslenska var ekki fjölmenn á þessum árum en þeim mun nánari voru samskiptin oft á tíðum. Á laugardagskvöldum gat maður yfirleitt gengið að góðum hópi vísum í horninu innst til hægri á Le Select á Montparnasse. Þetta var á upphafsárum fimmta lýðveldisins og seinni valdatíma de Gaulles, í fjörbrotum Alsírstríðsins, tímabili mikilla pólitískra ástríðna og hræringa. Andri var óvanalega næmur fyrir sviptivindum og há- vaða heimsins. Sem staðfastur les- andi Le Monde fylgdist hann betur með gangi heimsmála en nokkur okkar hinna. Það var alveg sama hvað einræðisherrarnir í fyrrver- andi nýlendum Frakka í svörtu Afríku féllu títt: alltaf kunni Andri að nafngreina þá, sama hversu óþjál í munni nöfn þeirra einatt voru! Þannig beindist hugur hans snemma að Þriðja heiminum, sem svo var farið að kalla, og því engin tilviljun að hann átti eftir að taka að sér ábyrgðarstörf hjá UNESCO. Andri var jafnframt mjög hænd- ur að því landi og þeirri menningu sem fóstraði okkur á þessum náms- árum. Hefðir hins franska hug- myndaheims, bornar uppi af skyn- semishyggju og greiningarhneigð, höfðuðu mjög til andlegs upplags hans. Sjálfur var hann með afbrigð- um skýr í hugsun og tali: maður fór aldrei í grafgötur með hvert Andri var að fara, hvað þá heldur að mað- ur þyrfti að hvá eftir orðunum. Það var gott að eiga Andra að fé- laga og vini á þessum árum. Einna nánust urðu kynnin veturinn 1963– 64 þegar Andri og Svava bjuggu í einu herbergi á Hôtel de la Loire, steinsnar frá gamla Sorbonne. Tveimur hæðum ofar bjuggum við Hanna Kristín í herbergiskytru og enn ofar Héðinn og Guðný. Ég man ekki lengur hvað bar til þess að við þremenningarnir völdum þennan samastað til þess að byggja upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.