Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 16
Mýrdalssandur | Þótt strandir og fjörur landsins séu víða fagrar og ólíkar að eðli og eiginleikum verður seint deilt um hrikalega fegurð Reynisfjöru. Þar mætast drangar og brim með stórkost- legum afleiðingum þegar brimið smellir kossi á grjóthart bergið. Mörg þúsund ferðamenn heimsækja Reynisfjöru ár hvert. Þessi erlendi ferðamaður var í för með félögum sínum og virtist hugfanginn af brimkossi Atlants- hafsins á þessari hrjóstrugu strönd. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þessi erlendi ferðamaður sem var staddur í Reynisfjöru í Mýrdal var að virða fyrir sér brimið í fjör- unni, en þangað koma mörg þúsund ferðamenn ár hvert. Rölt í Reynisfjöru Brimkoss Akureyri |Höfuðborgin | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Tónleikar í Kerinu | Stórtónleikar verða í Kerinu í Grímsnesi næstkomandi laug- ardag, 27. ágúst, klukkan 14. Kerið er af mörgum talið hljómleikahöll af Guðs náð. Á tónleikunum koma fram KK og Ellen Kristjánsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenórsöngvari, Ragnhildur Gísladóttir söngkona, Hreimur Heimisson söngvari úr Landi og sonum og Vignir Snær Vigfússon tónskáld og gítarleikari Írafárs, en þeir leika saman. Söngdúettinn Hundur í óskilum sem kemur úr Svarfaðardal leikur einnig en Hundinn skipa Hjörleifur Hjartarson og Ei- ríkur. G. Stephensen. Þá koma fram Alex- ander Jarl Þorsteinsson náttúrusöngvari frá Vestmannaeyjum, Kjartan Valdemarsson píanóleikari , Jónas Þórir píanóleikari og Árni Johnsen sem stjórnar jafnframt tón- leikunum sem Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka stendur fyrir. Röð báta úti á vatni þessa gamla sprengi- gígs myndar sviðið fyrir listamennina, en ein hlíð Kersins er grasi gróin og í rauninni eins og besta áhorfendasvæði. Aðgangseyrir á þessa fjölbreyttu tónleika er 1000 kr. og frítt fyrir börn undir fermingu. Þetta eru þriðju tónleikarnir sem haldnir eru í Kerinu en slíkir tónleikar þykja mikil upplifun, ekki síst vegna magnaðs hljóm- burðar í Kerinu.    Landgræðsludagur | Laugardaginn 27. ágúst verður haldinn landgræðsludagur í Ölveri frá kl. 14-16. Þar verður fræðsla um uppgræðslu Hafnarmela í máli og myndum og kynning á svepprótum sem stórauka vaxtarhraða trjáa. Hafnarmelar hafa gjörbreytt um svip frá því farið var að græða þá upp árið 1999. Pokasjóður hefur verið aðal styrktaraðili þessa verkefnis. Landgræðslufélag við Skarðsheiði stend- ur fyrir landgræðsludeginum. Allir eru vel- komnir að koma og fræðast um þetta merka landgræðslustarf og þiggja veitingar í boði Landgræðslufélagsins. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir svo eitthvað sé nefnt en alltaf endað ofan á. Hann er lífsglaður og virkur þátttakandi í öllu því sem Húnavatnssýslur hafa upp á að bjóða og gildir þá einu hvort um er að ræða þorrablót, klassíska tón- leika eða veiðiferðir á Kili. Þessi mynd, sem hér birtist, er tekin þegar Jón- mundur er nýkominn af fjöllum, nánar tiltekið úr Jónmundur Ólafsson,bóndi í Kambakoti íSkagabyggð, er maður sem hægt er að segja um að sé þjóðsagna- persóna í lifanda lífi. Sam- kvæmt öllum eðlilegum lögmálum lífsins ætti hann fyrir löngu að vera kom- inn yfir móðuna miklu. Hann hefur orðið undir rútu, nauti, margra tonna húsklæðningu, dráttarvél veiðiferð í Friðmund- arvötn á Auðkúluheiði. Veiðin var ekki mikil enda viðraði illa til veiða vegna kalsamrar veðráttu. Sam- ferðamenn Jónmundar, sem kvörtuðu lítillega yfir kuldanum, sögðu að Jón- mundur hefði aðeins kreppt hnefana fastar og sagt „svona gerði maður í gamla daga til að halda á sér hita“. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Jónmundur kemur af fjöllum Rúnar Kristjánssonorti um gönguSteingríms J. Sig- fússonar landshorna á milli: Skáhallt yfir Ísland gekk okkar Skallagrímur. Innblástur við ýmsu fékk, orti og þuldi rímur. Fann á vörum lifna ljóð, laus úr þingsins skorðum. Hiklaus vötn og ár hann óð eins og Grettir forðum. Ættarlandsins undramál opnuðu þúsund munnar. Djúpt og fagurt sveif að sál seiðmagn náttúrunnar. Skein við honum veröld víð vafin sólargulli. Ljúf er sérhver lausnartíð langt frá þingsins bulli. Djarflega um dal og hæð drjúgar leiðir gekḱann. Blessað landið beint í æð, brjóst og hjarta fékḱann. Eins þó fengi veður vont, vilja og dug ei missti. Síðast gekk hann fram á Font, fold þar glaður kyssti. Þegar næst til þings hann snýr þá sjá allir flokkar, að í sál og sinni býr seiður landsins okkar. Af göngu Steingríms pebl@mbl.is Hafnarfjörður | Skipulags- og bygginga- ráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sín- um þann 23. ágúst sl. að auglýsingatími deiliskipulagstillögu varðandi stækkun Alcan verði framlengdur um þrjár vikur, eða til 29. ágúst. Þá verður frestur til að gera athugasemdir framlengdur til 12. september. Ástæðan fyrir framlengingu auglýsinga- tíma og kynningar er ítarleg kynning á deiliskipulagstillögunni og kynningarfund- ur sem haldinn verður þann 5. september nk. Fundurinn verður auglýstur nánar síð- ar. Alcan hefur óskað eftir því að gera deili- skipulag fyrir stækkað athafnasvæði ál- versins í Straumsvík vegna fyrirhugaðrar stækkunar þess upp í allt að 460.000 tonna framleiðslu á ári. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir núverandi athafnasvæði álversins. Frestur til að gera athuga- semdir lengdur vegna kynningar Esjan | Allt að sjö þúsund manns hafa gengið á Esjuna í sumar og skrifað nafn sitt í gestabók Ferðafélags Íslands á Þver- fellshorni. Að sögn Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra FÍ, hafa um 500 manns gengið á fjallið í viku hverri og allt upp í eitt þúsund manns þegar mest var í júní. FÍ hefur staðið fyrir vikulegum Esju- ferðum í sumar auk Esjuhappdrættis og verður síðasta Esjugangan í dag, fimmtu- dag. Lagt verður af stað kl. 18.30 frá bíla- stæðinu við Mógilsá. Þar verður greint frá þeim framkvæmdum sem FÍ hefur staðið fyrir á Þverfellshorni í sumar þar sem gerðar hafa verið tröppur og festar keðjur efst í fjallinu til að auðvelda aðgengi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ætlar að taka þátt í göngunni í dag, en for- sætisráðuneytið styrkti framkvæmdir á Þverfellshorni. Fararstjóri er Höskuldur Jónsson, fyrrverandi forseti FÍ. Um 7 þúsund manns á Esjunni í sumar ♦♦♦ Bílar á morgun  Fleiri erlendir ferðamenn nota bílaleigubíla en rútur til að fara um landið Ferðamynstrið að breytast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.