Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Það er hugur í okkur, segirÓlöf Birna Björnsdóttirþegar hún greinir blaða-manni frá því að þau hjónin stefni á að stækka 600 kinda bú sitt. Ásamt sauðfénu eru þau með hross, hænur, hunda og ketti. Ólöf og Jón keyptu jörðina Hæli fyrir þremur ár- um og eru bjartsýn með búskapinn. En Ólöf segir þau ekki geta lifað af þessu nema vegna þess að þau vinni bæði utan búsins. Hún er í hálfu starfi hjá Félagsþjónustunni á Blönduósi en Jón temur hross og keyrir vörubíl. „Maður er í búskapn- um af svolítilli hugsjón,“ segir Ólöf. Það er oft margt um manninn við eldhúsborðið hjá Ólöfu, þau hjónin eiga saman eina dóttur auk þess sem Jón á eina fyrir sem býr hjá þeim. „Við erum líka oft með vinnufólk og í sumar höfum við til dæmis verið sex í heimili auk þess sem það er gestkvæmt hjá okkur. Ég þarf oft að setja mik- ið í pottana,“ segir Ólöf og hlær en það ætti ekki að vefjast fyrir henni því hún er orkumikil og brosmild. Lambakjöt og hrossakjöt „Ég kaupi í matinn tvisvar til þrisvar í viku og þá aðallega í Sam- kaupum á Blönduósi en svo reyni ég að gera stórinnkaup í lágvöruverðs- verslunum þegar ég á leið í stærra þéttbýli. Við höfum stundum verið að fara tvær til þrjár húsmæður úr sveitinni saman á einum bíl í inn- kaupaferð til Akureyrar eða Reykja- víkur, við fyllum þá bílinn af vörum og förum á kaffihús í leiðinni,“ segir Ólöf. Þar sem Ólöf og Jón eru með sauðfjár- og hrossabú þá borða þau mikið af lamba- og folaldakjöti. „Ég rækta síðan mínar eigin kartöflur, rófur, kál og rabarbara. Ég elda nokkuð mikið. Það eru iðulega tvær heitar máltíðir á dag. Þegar ég kem heim úr vinnunni um hádegi elda ég hádegismatinn en stundum elda ég líka vel á kvöldin og á þá afganga til að hita upp í hádeginu daginn eftir. Fólk sem er að vinna úti allan daginn verður að fá heita máltíð í hádeginu, ég finn að ef ég hef eitthvað létt í há- degismatinn þá eru allir orðnir sár- svangir í kaffitímanum.“ Kann uppskriftir utanbókar Ólöfu finnst gaman að prófa sig áfram í matreiðslunni og eldar allt frá kjötsúpu upp í austurlenska rétti ásamt því að hafa mjög gaman af því að elda fisk. „Stundum er ég ekki bú- in að ákveða fyrirfram hvað ég ætla að hafa í matinn og þá geri ég bara grjónagraut eða kakósúpu. En ann- ars finnst mér voða gott að taka úr frysti einu sinni til tvisvar í viku fyrir svona fjórar máltíðir í senn og hafa það afþítt í ísskápnum, þá verður minna mál að elda eitthvað.“ Flest sem Ólöf ber fram með kaffinu bakar hún sjálf en hún segir það ekki alltaf takast á álags- punktum eins og í sauðburði. „Ég er dugleg að baka og frysta og ég kann orðið uppskriftirnar að hversdags- kökunum utanbókar. En ég myndi ekki alveg segja að það sé alltaf eitt- hvað til með kaffinu, stundum er hægt að koma að öllu tómu hjá mér en þá hefur líka verið eitthvað mikið að gera.“ Annars finnst Ólöfu hún ekki hugsa mikið um mat. „Ég hef gaman af mat en get samt stundum fengið nóg. Ég var ekki með mikinn mat- aráhuga fyrr en til þess kom að ég þurfti að fara að elda sjálf. Mat- reiðsla er bara eitthvað sem ég setti mig inn í þegar til þess kom. Mat- seldin breyttist síðan mikið við það að flytja í sveit og eignast barn.“ Lambakjötið alltaf best Ólöfu finnst gott að kaupa í matinn á Blönduósi, hún segir búðina góða og starfsfólkið yndislegt. „Ég er mjög ánægð með búðina hérna, hún er ágæt. Stundum stranda ég á kryddtegundum eða öðru álíka þegar ég er t.d að elda austurlenskan mat en þá verð ég bara að föndra og finna eitthvað annað sem er svipað. Maður verður að bjarga sér. Og ef mig vant- ar eitthvað nauðsynlega þá geta þau í búðinni pantað það fyrir mig ef fyr- irvarinn er góður.“ Fyrir utan matvörur þá er hægt að fá fatnað, gjafa- og ritvörur í Sam- kaupum. Svo eru líka blómabúð, bak- arí og byggingarvöruverslun á Blönduósi. Hún segir ferskvöruúrvalið í búð- inni oft vera ágætt og suma daga sé fisk- og kjötborðið fullt. „Það er reyndar stundum erfitt að versla á mánudögum þegar allt er búið eftir helgina.“ Uppáhaldsmatur Ólafar er lamba- læri með öllu tilheyrandi, en fiskrétt- urinn sem hún gefur uppskrift að hér er líka í miklu uppáhaldi hjá henni. Ólöf segir að það sé að mörgu að hyggja í sveitinni. Auk sauðburðar og sumranna þá giftu hún og Jón sig í byrjun ágúst. „Við ætlum kannski í brúðkaupsferð í haust yfir helgi, sá árstími hentar okkur vel til ferðalaga en annars notaði ég sumarfríið mitt í sauðburðinn,“ segir þessi unga og hressa bóndakona að lokum.  HVAÐ ER Í MATINN? | Ólöf Birna kaupir inn í Samkaupum á Blönduósi Eldar oft heitan mat tvisvar á dag Bóndinn Ólöf Birna Björnsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jóni Kristófer Sigmarssyni, á bænum Hæli í Torfa- lækjarhreppi. Ingveld- ur Geirsdóttir hitti Ólöfu á Blönduósi til að forvitnast um matarinn- kaup sveitakonunnar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Morgunblaðið/Ingveldur Geirsdóttir Ólöf Birna kaupir inn fyrir heimilið tvisvar til þrisvar í viku og þá oftast í Samkaupum á Blönduósi. En ef hún á leið til Akureyrar eða Reykjavíkur fer hún í lágvöruverðsverslanirnar og fyllir bílinn af vörum. Krónan Gildir 24. ágú. - 29. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrs Saltkjöt ............................... 299 399 299 kr. kg Naggalínan Kjötbollur 450 gr. ............... 359 513 798 kr. kg Móa Kjúklingasnitsel forsteikt ............... 707 1178 707 kr. kg SS Skólakæfa 200 g ............................ 146 208 730 kr. kg Frissi Fríski appelsínu 3 í pakka............. 99 149 99 kr. pk. Bónus Gildir 25. ágú. - 28. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Bónus ís 2 ltr....................................... 159 279 80 kr. kg Bónus lýsi 500 ml................................ 299 299 598 kr. kg Bónus wc pappír 12 rúllur .................... 189 249 16 kr. stk. Bónus musli 1 kg. ................................ 199 259 199 kr. kg Bónus hangiálegg ................................ 1749 2499 1749 kr. kg Bónus skinka ...................................... 599 699 599 kr. kg Enso pizzur 300-350 g......................... 95 159 95 kr. stk. Ali ferskar svínakótilettur ...................... 979 1269 979 kr. kg Ali kæfa í boxi ...................................... 659 988 659 kr. kg Bjarnabrugg léttöl 500 ml..................... 49 59 98 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 25. ágú. - 27. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs súpukjöt frosið ................... 398 498 398 kr. kg Lambakótilettur úr kjötborði .................. 998 1198 998 kr. kg Nauta innra læri úr kjötborði ................. 1798 2198 1798 kr. kg Nauta piparsteik úr kjötborði................. 1798 2298 1798 kr. kg SS rauðvíns helgarsteik ........................ 1263 1579 1263 kr. kg SS mexico pylsur ................................. 662 828 662 kr. kg skólaostur kílópakkning........................ 798 998 798 kr. kg Nektarínur ........................................... 198 456 198 kr. kg Ferskjur............................................... 198 456 198 kr. kg Plómur................................................ 198 456 198 kr. kg Hagkaup Gildir 25. ágú. - 28. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Svínakótilettur ..................................... 899 1398 1398 kr. kg Svínshnakki úrbeinaður ........................ 899 1499 1499 kr. kg Svínasnitsel ........................................ 899 1599 1599 kr. kg Svínagúllas ......................................... 899 1599 1599 kr. kg Svínalundir.......................................... 1499 2298 2298 kr. kg Svínarifjasteik...................................... 499 798 798 kr. kg Svínabógur.......................................... 399 498 498 kr. kg Svínalæri ............................................ 499 598 598 kr. kg Svínaskankar ...................................... 149 198 198 kr. kg Nóatún Gildir 25. ágú. - 31. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Laxaflök beinhreinsuð .......................... 899 1298 899 kr. kg Stjörnu Kartöflusalat ............................ 149 249 382 kr. kg Kea Londonlamb ................................. 899 1488 926 kr. kg CM Cheerios Tvöfaldur.......................... 499 549 475 kr. kg Goða Beikonkæfa ................................ 129 185 860 kr. kg Lamba súpukjöt af nýslátruðu ............... 299 799 299 kr. kg Móa Kjúklinganaggar feskir................... 965 1379 965 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 25. ágú. - 28. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Goði Súpukjöt ..................................... 399 499 399 kr. kg Bautabúrs Bayonneskinka .................... 974 1499 974 kr. kg Frönsk sveitaskinka, Borgarnes ............. 998 1489 998 kr. kg Beikonbúðingur Borgarnes.................... 559 799 559 kr. kg Ísfugl Læri magnbakki .......................... 376 579 376 kr. kg Ísfugl Leggir magnbakki........................ 394 679 394 kr. kg Egils appelsín 2 L ................................ 149 199 149 kr. ltr Kínakál - íslenskt ................................. 149 399 149 kr. kg Spergilkál - íslenskt.............................. 298 449 298 kr. kg Blaðlaukur .......................................... 99 189 99 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir 24. ágú. - 30. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Dreitill 1 ltr. D-vítamínbætt mjólk ........... 59 79 59 kr. ltr Stoðmjólk 500 ml. ............................... 18 75 36 kr. ltr Fjörmjólk 1 ltr. ..................................... 69 98 69 kr. ltr Nýmjólk 1 ltr........................................ 39 78 39 kr. ltr Léttmjólk 1 ltr. ..................................... 39 78 39 kr. ltr Undanrenna 1 ltr.................................. 49 83 49 kr. ltr Java Mokka kaffi malað 400 g .............. 431 479 1078 kr. kg Lamba Grill framhr.sneiðar, kryddaðar ... 989 1598 989 kr. kg Lamba Grill sirloinsneiðar, kryddaðar ..... 989 1298 989 kr. kg Lamba Grill kótilettur, kryddaðar............ 1098 1698 1098 kr. kg Þín Verslun Gildir 25. ágú. - 31. ágú. verð nú verð áður mælie. verð Tex Mex kjúklingavængir ....................... 250 499 250 kr. kg Jurtakryddaðir kjúklingavængir .............. 350 699 350 kr. kg Caj Ṕs Lambatvírifjur ............................ 1358 1698 1358 kr. kg 1944 Kjötbollur í brúnni sósu ............... 310 388 310 kr. pk. Tilda Tikka Masala kjúklingasósa 350 ... 269 312 753 kr. kg Tilda Rizazz 250 g ................................ 229 289 916 kr. kg Weetabix 250 g ................................... 129 187 516 kr. kg Gevalia kaffi 500 g .............................. 339 399 678 kr. kg Daim Súkkulaði 2 stk/pk...................... 79 99 39 kr. stk. Ýmsar kjötvörur áberandi  HELGARTILBOÐIN |neytendur@mbl.is Meistaraflögufiskur 6–700 g ýsa eða þorskur 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 laukur ½ dós ananaskurl og safi ¼ l rjómi 2–3 msk. majónes 3 msk. tómatsósa 3 tsk. Italian seasoning ½ tsk. salt ½ tsk. karrí 100–150 g rifinn ostur 1 poki kartöfluflögur Fisk velt upp úr hveiti og karríi og steiktur á pönnu. Grænmeti steikt á pönnu. An- anas, safi og rjómi sett út í og lát- ið malla við vægan hita. Kryddi og tómatsósu blandað saman við. Sósan sett í eldfast mót og majónes hrært saman við. Fiskur settur ofan á sósuna. Ostur og muldar flögur látið yf- ir. Hitað við 180–200°C í 10 mín- útur. Borið fram með salati, hrís- grjónum og brauði. Rabarbara-Rúna Deig 2 dl hveiti 1 dl sykur 100 g smjör möndluspænir (má sleppa) ½ kg rabarbari ½–1 dl sykur 100 g karamellufyllt Síríus- súkkulaði Rabarbarinn brytjaður og syk- ur settur saman við. Látið í eld- fast mót. Brytjið súkkulaðið gróft og dreifið yfir. Hnoðið saman deigið og myljið yfir rabarbarann, dreifið mönd- luspónum yfir. Bakið við 175–200°C í 20–30 mín Berið fram með ís eða þeyttum rjóma. Uppáhald sveitakonu Ólöf Birna og Jón eru með sex hundruð kinda bú og auk þess með hross, hænsni, hunda og ketti. ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.