Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 27 Mikil umræða hefur stað-ið um vegafram-kvæmdir og skiptingufjármuna til þeirra á undanförnum mánuðum og sitt sýnist hverjum. Samgönguráð- herra hefur ritað nokkrar greinar um hve faglega samgönguáætlanir til 4 ára eru gerðar og nefnir m.a.: 1. Forgangsröðun 2. Hagkvæma notkun fjármagns. Mikil gagnrýni hefur verið á hversu litlir fjármunir ganga til höfuðborgarsvæðisins, en það samanstendur af Reykjavíkurkjör- dæmi norður og suður og suðvesturkjördæmi og þar búa yfir 180 þúsund manns, eða tæplega 2/3 hlutar þjóðarinnar. Í töflu 1 er sýnt hvernig vega- fénu er skipt samkvæmt ákvörðun Alþingis síðastliðið vor. Ef tafla 1 er skoðuð, þá sést að til höfuðborgarsvæðisins, þar sem um 63% íbúa landsins búa, renna 6,8 milljarðar eða um 21% fjármuna, en til norðvesturkjördæmis renna 9,2 milljarðar eða um 29%, en þar búa aðeins 10% þjóðarinnar. Ég hef ekki verið talsmaður þess að ein- ungis skuli miðað við fólksfjölda þegar vegafé er ákveðið eins og samgönguráðherra og fleiri hafa lagt mér orð í munn, heldur að tek- ið verði tillit til þess hvar upp- spretta tekna sem renna til vega- mála er og síðar verði skipting ákveðin þar sem tekið verður tillit til fleiri þátta en nú er gert. Með því móti yrði skipting fjárins sann- gjarnari heldur en er í dag. Ég lagði fram breytingu á samgöngu- áætlun á Alþingi sl. vor og gekk hún út á það að framlög til höfuð- borgarsvæðisins yrðu aukin úr rúmum 20% í tæplega 30% en sú áætlun var felld og fékk einungis stuðn- ing tveggja þing- manna. Talsmenn sam- þykktrar samgöngu- áætlunar benda á að verstu umferðarslysin verði úti á landi og þess vegna verði að styrkja vegakerfið þar. En staðreynd- irnar segja annað samkvæmt upp- lýsingum frá fjármálaeftirlitinu og tryggingarfélögunum, eins og sést á töflu 2. Niðurstöður í töflu 2 hrópa á að vegakerfið verði bætt á höfuðborg- arsvæðinu. Auk heldur eru bif- reiðatryggingar dýrari á höfuð- borgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Skyldi það þó ekki vera að umferðartjón á lands- byggðinni séu hlutfallslega færri en á höfuðborgarsvæðinu? Hér er ekki gert lítið úr alvarlegum umferðar- slysum sem verða á þjóðvegum landsins en það er jafnljóst að Héð- insfjarðargöng fækka þeim ekki, að minnsta kosti ekki á hringveginum. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er mismunað í úthlutun fjármuna til vegamála miðað við landsbyggðina. Það er ljóst að breyta verður reglum um úthlutun fjármuna til vegagerðar. Úthlutunin þarf að vera þannig að komi sem flestum til góða. Sem dæmi um ranga útdeilingu fjármuna eru ofangreind Héðins- fjarðargöng, sem er vandséð að séu arðbær eða nauðsynleg, en kostn- aður við gerð þeirra er á bilinu 7–8 milljarðar, þ. e. hærri en sú upphæð vegafjár sem rennur til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu á næstu 4 ár- um! Fróðir menn um samgöngumál á Norðurlandi tjá mér að um 500 milljónir króna þurfi til að gera heilsársveg yfir Lágheiði og þá eru Héðinsfjarðargöng óþörf! Siglu- fjarðarvegur um Almenninga er varhugaverður og í raun hættu- legur og jarðgöng frá Fljótum í Siglufjörð munu verða gerð fyrr eða síðar. Hvers vegna byrja menn ekki á réttum enda? Sú aðferðarfræði sem í dag er notuð við skiptingu vegafjár elur á óþarfa togstreitu milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis. Ríkisstjórnin verður að leysa þennan vanda hið fyrsta. Misskipting fjármuna til vegagerðar Eftir Gunnar I. Birgisson ’Sú aðferðarfræði semí dag er notuð við skipt- ingu vegafjár elur á óþarfa togstreitu milli landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðis.‘ Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. ) * +,  - . / 0 1  .2      3      4  / / /  /  / / / / /  /   5 5           / /      5 5                    5 5       /     / /     5 5 !  6- 78 2 7,  )  9 2    : 1 ;    <    0     9 2    ,   =   >  - "   #     5 $7%  ?  5 " / " /@ & !/ 2 @!/ 2 @0/ 2 / 2        ) * )  -2   6??   ? -2     2 6    5 5 )    ) 3-2 4 ; -2   5 5 5 5 5 5 " / " /@ !/ 2 @!/ 2 @0/ 2 / 2 misseri orist frétt- jum sem tökum ljanlegar ð vinna fnan karl- nda- var stór- u í eigu n þrjá for- is einn það að asamn- ýja merk- m risavax- stjóra á a.m.k. vera skilningur Morg- unblaðsins á hugtak- inu, ef marka má skrif blaðsins í Stak- steinum í gær. Okkur sem viljum fara með almannafé af ábyrgð er hins vegar ekki leyfilegt að leggja þessa merk- ingu í orðið, þó að margt af okkar starfs- fólki ætti ekki síður skilinn seðlum stráð- an viðskilnað við störf sín er karlstjórarnir. Starfslokasamningar eru gerðir dag hvern á hinum ýmsu vinnustöð- um Reykjavíkurborgar; samningar sem fela í sér gagnkvæman skilning atvinnurekanda og starfsmanns á því hvenær viðkomandi vinnur sinn síðasta vinnudag, hversu mikið orlof starfsmaðurinn á inni o.s.frv. Það er sá skiln- ingur sem Reykjavík- urborg leggur í starfs- lokasamning. Gæsluvellirnir í borginni verða áfram opnir á sumrin í umsjá ÍTR, en þegar ákveðið var að hætta starf- rækslu gæsluvallanna í borginni á veturna blöstu, að öðru óbreyttu, starfslok við þeim konum sem þar störfuðu. Margar þeirra hafa langan starfs- aldur hjá Reykjavíkurborg og hafa gegnt störfum sínum af alúð og trú- mennsku. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg…  upplýst starfsmenn með góðum fyrirvara um væntanlega lokun vallanna.  upplýst starfsmenn um atvinnu- tækifæri hjá Reykjavíkurborg og aðstoðað alla starfsmenn við að fá annað starf.  sýnt sveigjanleika um starfslok gagnvart þeim sem hefir boðist hafa störf hjá öðrum og þurftu að losna fyrir lok uppsagnarfrests hjá borginni.  átt samtöl í júní 2005 við alla 22 starfsmenn gæsluvallanna um væntanlega lokun þeirra, mögu- leg atvinnutækifæri, óskir starfs- manna um önnur störf og rétt þeirra til að hefja töku lífeyris.  átt tvo vel sótta fundi með gæslu- vallakonunum, 20. júlí og 15. ágúst.  átt náið samráð við stéttarfélag starfsmanna, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.  boðið starfsmönnum gæsluvalla, sem ekki vilja annað starf, starfs- lokasamning með ívilnandi starfslokakjörum umfram skyld- ur vinnuveitanda sem felast í að miða starfslok við síðasta vinnu- dag, þ.e. 31. ágúst nk., þannig að starfsmaður fái óskertar launa- greiðslur í 3-6 mánuði eftir líf- og starfsaldri án þess að vinnu- framlag komi á móti. Af ofantöldu má ljóst vera að það sem skrifað var í Staksteina Morg- unblaðsins um samskipti Reykja- víkurborgar og starfskvenna gæsluvallanna í gær er rangt og sú umfjöllun blaðsins öllsömul óvenju- lega óupplýst. Reykjavíkurborg og borgarbúar hafa notið dyggra starfskrafta gæsluvallakvennanna áratugum saman í sumum tilvikum og hefur borgin boðið þeim öllum ný hlið- stæð störf. Reykjavíkurborg kysi þannig helst að hafa þær áfram í vinnu og gera engan samning um starfslok. Starfslokasamningar standa þó vitaskuld til boða, en það er ekki mögulegt að nota sameig- inlegan sjóð borgarbúa til að gera starfslokasamninga í þeirri merk- ingu sem Morgunblaðið virðist leggja í hugtakið. tarfslok og samninga sdóttir mninga ’Starfslokasamningarstanda vitaskuld til boða, en það er ekki mögulegt að nota sam- eiginlegan sjóð borgar- búa til að gera starfs- lokasamninga í þeirri merkingu sem Morgun- blaðið virðist leggja í hugtakið.‘ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er borgarstjóri. síðan þá. Samtökin eru fyrst og fremst hugs- uð sem vettvangur fyrir fræðimenn sem að- hyllast frjálshyggju og lausnir hagfræðinnar til þess að koma saman en þau hafa ekki tengt sig einstökum stjórnmálaflokkum eða barist sérstaklega í einstökum málum. Austurríski hagfræðingurinn Friedrich von Hayek stofnaði samtökin á sínum tíma og var forseti þeirra frá 1947–61. Með stofnun samtakanna vildi Hayek standa vörð um gildi frjálshyggjunnar og frelsis í efnahagsmálum og á öðrum sviðum samfélagsins, en honum og fleirum þótti sem gildi forsjárhyggju rík- isvaldsins í ýmsum birtingarmyndum væru farin að verða mjög áberandi í umræðunni. Meðal gesta á fyrstu ráðstefnu samtakanna voru þeir Ludwig von Mises, Milton Fried- man, Karl Popper og George Stigler. Þá hafa stjórnmálamenn einnig verið áberandi í starfi samtakanna og má auk Vaclavs Klaus nefna Ludwig Erhard, sem var kanslari Vestur- Þýskalands frá 1963–66 eftir hafa verið fjár- málaráðherra landsins frá 1949–1963. Friedrich von Hayek hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1974 ásamt Svíanum Gunnar Myrdal. Ein bóka Hayeks, Leiðin til ánauðar (e. The Road to Serfdom), hefur komið út í ís- lenskri þýðingu Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar. ríkjum, hnattvæðingu og skattasam- i, spurninguna um hvort stjórnvöld séu ynleg og umhverfisvernd. Vettvangur fyrir fræðimenn nt Pelerin-samtökin voru stofnuð í Sviss 947 og hafa haldið ráðstefnur reglulega na á Hótel Nordica lauk í gær narréttar á erfismála Morgunblaðið/Árni Sæberg amtakanna en henni lauk í gær. kynnt sér þjóðveldistímabilið hér á landi hvað þetta atriði varðar og segir hann að þótt anarkó-kapítal- ismi hafi ekki einkennt þjóðveldis- tímabilið á Íslandi þá hafi ákveðnir þættir þess komið hér fram. Til að mynda hafi einstaklingar sótt rétt sinn sjálfir í stað þess að láta stjórn- völd um það. Inntur eftir því hvort ástandið á þjóðveldisöld hafi ekki verið nokkuð róstugt, sé miðað við lestur Íslend- ingasagnanna, segir Friedman að þar gæti ákveðins misskilnings. Ís- lendingasögurnar hafa að vísu lagt áherslu á átök en það hafi að miklu leyti til verið í bókmenntafræðileg- um tilgangi og því minni áhersla verið lögð á það sem hafi verið leyst friðsamlega. Í samanburði við önn- ur ríki á þessum tíma sem bjuggu við konungsvald, þá hafi ástandið hér verið tiltölulega friðsælt. Friedman bendir á að þetta hafi gengið upp að mestu leyti fyrir svona löngum tíma og segir því ögn vantrúuðum blaðamanni að kerfi einkalöggæslu geti hæglega gengið í nútímasamfélagi. Slíkt kerfi myndi í raun fljótlega þróast yfir í að flestir borguðu eitthvað ákveðið gjald til öryggisfyrirtækja sem sæju um löggæslu fyrir fólk. ríkisvaldi né eignarrétti. Þannig bjóði vinstri anark- ismi í raun ekki upp á neinar lausnir. Aðspurður hvort að þessi stefna sé raun- hæf og hvort hann sjái það fyrir sér að hún verði einhvers staðar ríkjandi segir Friedman að hún sé vissulega eitt- hvað sem geti virkað. „En trúi ég því að þetta muni gerast á næstu 20–30 árum? Ekki í raunveruleik- anum en hins vegar gæti það gerst í heimi Netsins, að anarkó-kapítal- ismi muni þróast. Það mun þó ekki byggjast á því að beita ofbeldi, held- ur orðspori,“ segir Friedman og á þar við að í heimi tölvutækninnar og internetsins geti stórt samfélag manna þrifist án nokkurs skipu- lagðs yfirvalds.Friedman vakti fyrst athygli á kenningum sínum í bókinni The Machinery of Free- dom, sem kom út árið 1971. Hann gerir meðal annars ráð fyrir því að löggæsla verði á höndum einkaaðila og er því lengra til hægri en margir frjálshyggjumenn. Friedman hefur er meðal stefnunni. hann hafi en Fried- ði en pró- s að vera ur og essor! nur hins ns Fried- fnunni um uðsynleg. lsvert um alisma og m að út- felst segir máli út á til staðar i og eign- samfélag- n leiti allt- um hvern- mfélög og sé þessi alda, sem , þótt hún ð. apítalisma ríkisvald- eignarrétt narkisma ráð fyrir David D. Friedman lagaprófessor rrétt í stað ríkisvalds David Friedman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.