Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 29 MINNINGAR ir að ég keypti mína fyrstu íbúð og flutti að heiman fyrir 10 árum síðan. Ég fór reyndar ekki mjög langt, að- eins nokkrar húsalengdir frá ykkur, enda varstu dugleg að koma til mín því þú vildir að allt væri hreint og fínt hjá mér eins og heima hjá þér og pabba. Þú vissir að ég myndi ekki vera svo duglegur að taka til, enda þekktir þú þinn son best allra. Mamma, þú áttir og munt alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta og mun ég sakna þín sárt. Ég dáist að því hve sterk þú varst í þínum erfiðu veikindum. Aldrei kvartaðir þú og hafði hún María mín sérstaklega orð á því hve viljasterk þú værir. Þegar við spurðum þig hvernig þér liði þá var svarið alltaf það sama: „Mér líður bara vel,“ og held ég að þessi orð lýsi þínum persónuleika best, enda ekki þinn stíll að kvarta yfir einhverjum verkjum. Mamma, ég er þakklátur fyrir að þú lifðir að sjá minn frumburð og sérstaklega að þú náðir að koma með okkur í kirkjuna og vera við- stödd skírnina hennar Vigdísar Karólínu. Það leit reyndar ekki út fyrir að þú myndir ná því, en eftir að við María komum til þín og spurðum þig hvort þú ætlaðir ekki að mæta í skírnina þá varstu nú ekki lengi að drífa þig fram úr rúminu og þú varst svo stolt þegar þú fékkst að halda á nýjasta barnabarninu þínu. Þessar myndir munum við ávallt geyma í minningum okkar og sýna Vigdísi Karólínu seinna meir. Dag- inn eftir skírnina komst þú því mið- ur ekki lengur úr rúminu. Það er mjög leitt að þú munir ekki geta fylgst með uppvexti hennar og ég veit að þú hefðir viljað það, en ég veit að þú munt fylgjast með og vaka yfir henni frá himnum. Mamma, ég skal lofa þér að við systkinin munum hugsa vel um pabba sem hefur hugsað svo vel um þig síðustu tvö árin og aldrei vikið frá þér. Þegar hann loksins hætti að vinna þá var það ætlun ykkar að ferðast um heiminn og reyndar náð- uð þið að fara í nokkrar stórar ferð- ir, svo sem til Ameríku, Karíbahafs- ins og fleiri staða, en þær hefðu eflaust orðið fleiri hefðir þú ekki veikst svona illa. Mig langar að þakka allan þann stuðning sem við fengum frá heimahjúkrun Krabba- meinsfélagsins. Þeirra stuðning og fagmennsku verður seint hægt að þakka, þar er virkilega alvöru fag- fólk á ferð. Án þeirra stuðnings hefðir þú ekki fengið að deyja heima eins og þú vildir. Mamma, þú veist ekki hve mikið ég á eftir að sakna þín. Ég mun ávallt muna þig og elska þig. Þinn sonur, Elías. Jæja mamma mín. Þá er baráttan þín búin. Þú barðist af mikilli hörku og þrjósku allan tímann en varðst svo að gefa eftir. Ég man að þegar við áttum heima í Lúxemborg þá lagðir þú mikið á þig til þess að læra tungumálin og eins lagðir þú mikið upp úr því að ég lærði vel heima fyrir skólann. Mér fannst þú stundum vera verri en kennararnir en það sýndi sig svo að við vorum fljótlega farin að tala og skrifa eins og innfæddir. Þú vildir alltaf hafa allt fallegt og í röð og reglu heima hjá þér og garðurinn var þitt listaverk. Þú vannst stund- um tímunum saman í stóra garðin- um, alltaf að planta trjám, rækta eða laga til. Þú hafðir mjög gaman af Toni, kisunni okkar, enda var hann þinn köttur en ekki okkar. Þegar kötturinn varð alvarlega veikur og ekki hugað líf þá hjúkr- aðir þú honum með góðu kjötsúp- unni þinni þangað til hann hresstist við. Þegar þú varst lasin þá lá kisi alltaf hjá þér uppi í rúminu þínu og ég man að þegar læknir kom til að gefa þér sprautu þá hvæsti kisi á hann. Þú hugsaðir alltaf vel um okkur á meðan pabbi var að fljúga og vildir allt fyrir okkur gera. Þú hafðir gam- an af honum Ragnari syni mínum og hvattir hann til að spila handbolta eins og amma sín. Ég veit að þú hefðir hvatt dæturnar mínar Lilju og Söru til að gera það líka ef þú hefðir verið hér lengur með okkur. Pabbi er búinn að standa við hlið þér allan þennan erfiða tíma sem þú þurftir að þola undir lokin og lofum við systkinin að hugsa vel um pabba. Auk þess vil ég þakka systk- inum þínum og starfsfólki Heima- hlynningar fyrir þann mikla stuðn- ing sem þau veittu okkur á þessum síðustu dögum. Elsku mamma mín, ég elska þig mjög mikið og sakna þess að heyra ekki þessi orð þín: „Þetta er litla barnið mitt.“ Ég mun aldrei gleyma þér. Þinn sonur, Sigurður. Þá er komið að kveðjustund okk- ar, elsku Kolla mín, og á þeirri stundu horfi ég til baka og lít yfir farinn veg. Þegar ég var lítil varst þú mín fyrirmynd, ég ætlaði að gera allt eins og þú, en það er ekki alveg þannig í lífinu, því það gengur hver sinn veg. Þú varst 12 árum eldri en ég, en það breytti ekki því að við gátum setið og masað tímunum saman. Þegar þín börn voru lítil passaði ég þau og tók það hlutverk mjög alvarlega og þegar ég varð móðir passaðir þú Fjólu frá 4ra mánaða aldri, meðan ég var í vinnunni. Þau átta ár sem þið bjugguð í Lúx sannaðist kraftur þinn og dugnaður, að geta bjargað sér í ókunnu landi með þrjú börn, oft ein því starfi Höskuldar fylgdu miklar fjarverur frá heimili. Þegar þið komuð heim í frí var gaman þegar við fórum sam- an í sumarbústað, bara við stelpurn- ar með börnin okkar, og þá var mamma gjarnan með. Þá var keyrt á Selfoss til að kaupa garn og síðan var prjónað og masað fram á nætur. Já, árin liðu og þið fluttuð heim og lífið hélt áfram, þú fórst að vinna í Landsbankanum þar sem þér leið vel með skemmtilegu fólki. Ég veit að þú saknaðir þess að vera ekki í Lúxemborg og geta ver- ið nálægt Sigrúnu, Tony og börn- unum. En nú hefur þú hvatt okkur, hetjan okkar sem kvartaðir aldrei, þó svo að þú værir fársjúk. Þegar við Óli kvöddum þig áður en við fórum í gönguferðina var ég sannfærð um að við ættum eftir að spjalla saman aftur, en svo var ekki, því þegar við komum til byggða hafði heilsu þinni hrakað mikið. Ég er þakklát fyrir að hafa náð að vera hjá þér síðustu stundir lífs þíns. En þú varst ekki ein, því hjá þér voru börnin þín, tengdabörn og barna- börn og þinn yndislegi eiginmaður, sem hefur annast þig og umvafið með hlýju sinni og ást. Elsku Höskuldur minn, Sigrún, Elli og Siggi, Guð blessi ykkur og fjölskyldur ykkar og gefi ykkur styrk til að vinna úr sorginni. Þér, mín elskulega systir, þakka ég samfylgdina og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Það var alltaf ætlunin að við mynd- um eldast saman, en af því varð ekki. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig Hrefna. Kær móðursystir mín, Kolbrún Sigurðardóttir, er látin eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Minningin um þessa elsku frænku mína mun alla tíð vera mér kær. Glaðlyndi hennar og kátína heill- uðu mig strax sem ungan dreng. Í æskuminningu minni er hún fal- leg, síbrosandi og geislandi. Á þess- um tíma ung sjálfstæð kona, eða kannski bara unglingsstúlka, ak- andi á sínum eigin bíl, ljósgráum Renault „hagamús“ eða á þungum pickup Chevrolet föður síns. Heim- sækjandi systur sína á Háteigsveg- inn eða í Blesugrófina til að kíkja á gríslingana hennar. Hún var hluti af mínu lífi í þau 53 ár, sem ég hefi lifað og aldrei bar þar nokkurn skugga á. Þannig vil ég geyma minninguna um þessa elsku- legu frænku mína. Fyrir hönd móð- ur minnar og systkina minna vil ég þakka elsku frænku minni sam- fylgdina og haf þökk fyrir allt og allt. Höskuldi eiginmanni hennar og börnum þeirra, Sigrúnu, Elíasi og Sigurði, bið ég Guðs blessunar í sorg þeirra. Guð blessi Kolbrúnu Sigurðar- dóttur og minningu hennar um alla tíð. Sigurður Rúnar Magnússon. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Elsku Höskuldur, Sigrún, Elli og Siggi, megi góður Guð gefa ykkur og fjölskyldum ykkar styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Fjóla og Ólafur Haukur. Komið er að kveðjustund. Við lát Kolbrúnar Sigurð- ardóttur, Kollu, vil ég fá að þakka góð kynni og sam- starf, og votta aðstand- endum mína dýpstu samúð með fyrirbæn. Bezti faðir, barna þinna gættu, blessun þín er múr gegn allri hættu. Að oss hlúðu, hryggð burt snúðu, hjá oss búðu, orð þín oss innrættu. (P.G.) Hvíldu í friði. Blessuð sé minning þín. Hulda Árnadóttir. HINSTA KVEÐJA samlíf með þeim sem áttu eftir að verða lífsförunautar okkar. Svövu kölluðum við þá óhjákvæmilega „Svövu sætu“. Hið eina sem skyggði á í þessum vistarverum var kakkalakkafans meiri en sögur fara af. Eins gott að stutt var hlaupa yf- ir í Sorbonne: inn í musteri menntanna voguðu kvikindin sér ekki. Andri, yfirvegaður að vanda, lét fátt koma sér úr jafnvægi. Það var andleg hressing að setjast niður með honum, þegar svo bar undir, yfir bjórglasi á „Alsace“. Þótt hann lægi ekki á skoðunum sínum, var honum einkar lagið að hlusta og átta sig á því sem viðmælandinn hafði fram að færa. Mér er sér- staklega minnisstætt kvöld eitt í október 1964: ég hafði þá um dag- inn lokið síðasta prófi mínu við Sor- bonne og lá víst mikið á hjarta; teóríurnar höfðu hrannast upp og léku lausum hala! Þetta kvöld á Montparnasse hjálpuðu þau Andri og Svava mér að leysa marga lífs- gátuna og fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklátur. Við fráfall fornvinar vottum við Hanna Kristín Svövu og fjölskyldu dýpstu samúð. Loftur Guttormsson. Vináttan er undarlegur fugl. Fugl sem kemur og fer eða kemur og er og býr um sig með þeim hætti að aldrei slitna böndin þótti skilji að höf og lönd. Orðabækur segja vináttuna einkennast af djúpri væntumþykju og eindregn- um vilja til félagslegra samskipta og þá er að auki allt hitt ótalið, sem er og verður óskilgreint leyndar- mál þeirra sem reynt hafa og lýsir sér sem tregablandinn fagnaðar- hljómur í hjartanu. Þannig var a.m.k. hljómurinn og stefið í vin- áttu okkar Andra Ísakssonar, sem varði frá blautu barnsbeini til síð- asta andardráttar hans – og enn – nema hvað. Örlögin höguðu því þannig að við urðum vinir. Foreldrar okkar beggja höfðu ráðist í það stórvirki að reisa sér íbúðarhús í vestan- verðri Norðurmýrinni á árunum 1938–40, þannig að við urðum grannar, leikbræður og skólabræð- ur frá fyrstu tíð, en nánust var samfylgdin á árunum 6–16 ára, því æviskeiði sem mest mótar persónu- leikann og byggir félagsleg tengsl. Það gefur augaleið, að heimili okkar beggja urðu dvalarstaður vináttunnar og skjól þess þroska sem lífið og gott fólk gaf. Sérstak- lega finnst mér, svona eftirá að hyggja, að ég hafi dvalið löngum stundum á heimili foreldra Andra – þeirra Ísaks Jónssonar og Sigrúnar Sigurjónsdóttur að Auðarstræti 15 í Reykjavík. Ísak var þá orðinn þjóðkunnur skólamaður en á heim- ili þeirra hjóna í Auðarstræti hélt frú Sigrún um stjórnvölinn. Heim- ilið var stórt og því oft þungur erill á Sigrúnu. Öllu stýrði þessi grann- vaxna kona með hægð og festu á þann veg að það varð löngun manns og vilji að leika hvern leik sem hún kaus og mælti fyrir á sinni raddskýru og hljómfögru íslensku, en engan Íslending hef ég heyrt fara jafnvel með móðurmálið og hana. Þannig var umgjörð vináttu okkar Andra og er þá ótalið að nefna Ingveldarstaði í Hjaltadal, en þar stóð föðurleifð Sigrúnar móður hans og dvalarstaður fjölskyldunn- ar öll sumur allt fram á þennan dag. Enn á ég í fórum mínum bréf frá Andra, þar sem hann býður vini sínum til sumardvalar 1948. Var það upphafið að fjögurra sumra dvöl í Hjaltadal. Urðu þar óteljandi yndisstundir, sem aldrei verða full- þakkaðar því góða fólki sem hlut átti að máli. Lífið leiðir mann í ýmsar áttir. Bernsku-, æsku- og unglingsárin eru fljót að líða og um tvítugsaldurinn skildu leiðir okkar Andra í fyrsta sinn svo einhverju næmi. Hann hafði þá nýlokið glæst- um námsferli frá MR og hélt nú til Parísar að læra sálar- og uppeld- isfræði. Varð það að vonum með hliðsjón af því umhverfi sem hann var sprottinn úr. Hér var upphafið að löngum náms- og starfsferli með öðrum þjóðum, einkum í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Frakklandi lengst. Oft bárust fréttir af Andra á þessari vegferð og voru þær oft- ast á einn veg og jákvæðan. Það var fyrst á árunum kringum 1970 sem Andri fór að láta að sér kveða á Íslandi. Hafði hann þá for- göngu um endurskoðun lagaum- hverfis fyrir grunnskóla og fórst honum það einkar vel úr hendi. Sérstaklega var til þess tekið hvernig hugmyndum var safnað af þessu tilefni og þær síðan kynntar skólafólki til umfjöllunar og álits- gjafar. Einhver myndi í dag kalla það lýðræðisleg vinnubrögð. Um líkt leyti átti Andri sæti í þróunarráði fyrsta fjölbrautaskól- ans á Íslandi, Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem tók til starfa haustið 1975 eftir nokkurra ára undirbún- ingstíma. Var Andra það keppikefli að framhaldsskólinn íslenski þróað- ist með þeim hætti að þar héldist í hendur með svipuðu vægi bóknám, verknám og listnám. Fékk þessi hugmynd gott flug í fyrstu og var örugglega á undan því sem best var að gerast með vestrænum þjóðum. Því miður var hugmyndafræði Andra og þeirra félaga hans í þró- unarráði hins íslenska fjölbrauta- skóla vængstífð eftir fáein misseri og að hluta til dregin aftur til forn- eskju, en það sem fékk að þróast í friði út frá hinum fyrstu hugmynd- um hefur blómstrað. Einnig vann Andri á þessum ár- um margvísleg störf í menntamála- ráðuneytinu og var deildarstjóri þar. Í framhaldi af þessu mikla starfi og fleiru sem því tengdist var Andri kallaður til starfa að móta kennslu í uppeldisfræðum við Há- skóla Íslands og setti hann þar stefnu sem enn er fylgt. Að loknu nokkurra ára starfi við HÍ flutti Andri með fjölskyldu sína til Parísar og tók að sér margvísleg störf fyrir Sameinu þjóðirnar eink- um á vegum UNESCO. Vissi ég oft dæmi þess að hann beindi verk- efnum og fjármunum til íslenskra vísindamanna og stofnana og senni- lega oft umfram það sem íbúatala þjóðarinnar gaf tilefni til. Þá vann Andri í fáein ár í Banda- ríkjunum á vegum UNESCO auk þess sem hann vann að rannsókn- arverkefnum í eigin fagi. Hér að framan er einungis getið um nokkur meginatriði úr starfs- ævi Andra Ísakssonar. Allir sem eitthvað þekkja til sjá í hendi sér að hér hefur verið um að ræða ein- stakan afkastamann til orðs og æð- is. Viljinn til góðra verka fyrir land og þjóð var svo sterkur og mikill að margoft gekk hann nærri heilsu og þreki. Ég hafði nokkuð snemma spurnir af því að Andri væri ekki vel hraustur. Slíkar sögur voru þó ekki á torgum. Það var frekar um það rætt að maðurinn væri ódrep- andi og einhver hvíslaði því í mín eyru að hann væri eins og skrið- dreki. Fyrir sem næst ári tókum við Andri upp vinaþráðinn góða. Andri hafði þá dvalið um alllangt skeið meira og minna á heilbrigðisstofn- unum að leita sér bata og heilsu. Áttum við þá mörg og löng samtöl um allt milli himins og jarðar. Var það rík reynsla að finna hversu sterk gömlu vináttuböndin voru og hversu eðlilegt það var okkur að ræða um alla skapaða hluti, jafnt persónulega sem fræðilega og öll þjóðmál að auki. Við þau tímamót og með hliðsjón af þeim trúnaði sem milli okkar var, met ég stöð- una svo að eftirtalin atriði hafi bor- ið yfir önnur í hugsun og vanga- veltum vinar míns: Ást Andra á landinu kristallaðist í viðhorfi hans og tilfinningatengslum við Hjalta- dal, Hólahrepp og Skagafjörð ásamt því að vilja herinn burt. Einnig var honum mikilvægt að vita hvort og á hvern veg störf hans hefðu gagnast þjóðinni. Fyrri liðurinn svarar sér sjálfur en sá seinni með mörgum dæmum sem ég get gefið og sanna gildi ævi- starfsins. Konan í lífi Andra er Svava Sigurjónsdóttir. Ung gengu þau í hjónaband og var sambúð þeirra einkar farsæl við margbreytileg og oft erfið skilyrði; sífellt flakk og ferðalög og misjafna heilsu hús- bóndans. Svava, Svava, Svava, Svava. Þetta nafn kom fyrir aftur og aftur, stundum í mörgum setn- ingum í röð. En það var hlýjan og einlægnin í rómnum, sem aðeins gamall góðvinur gat ráðið í. Þessa konu elskaði hann vinur minn enn af lífi og sál og kannski meira en nokkru sinni. Í veikindum sínum hafði hann fundið að hún var hon- um ekki bara sumt heldur allt. Þau Andri og Svava eignuðust fjögur börn, sem eru hvert öðru mannvænlegra; harðdugleg og úr- vals námsfólk og hafa sum átt góð- an frama í erlendum háskólum og mega því kallast alheimsborgarar eftir langa dvöl meðal framandi þjóða. Eru því börnin foreldrum sínum bæði stolt og gleði og veita þá hamingju sem flestum þykir eftirsóknarverðust allra gæða. Ræddi Andri við mig um barnalán sitt og gæfu og var augljóst að um- ræðuefnið var honum mjög hjart- fólgið. Hitt taldi ég mig þó heyra að væri honum áhyggjuefni, ef börnin týndust í mannhafi samtím- ans og yrðu íslenskri þjóð að litlu gagni. Vináttan er undarlegur fugl. Leiðir fólk saman og tengir það með margvíslegum hætti tilfinn- ingaböndum sem sum hver bresta aldrei. Andri Ísaksson var vinur minn. Djúpt í sálarlífinu á hann heima og gleymist ekki. Þökk fyrir það og allt. Samúðarkveðjur til að- standenda. Þorkell St. Ellertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.