Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 31 MINNINGAR ✝ Páll GuðmundurHannesson fæddist á Hellis- sandi 12. apríl 1922. Hann lést á heimili sínu 18. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Steinunn Jóhannesdóttir hús- móðir frá Hjarðar- bóli í Eyrarsveit og Hannes Guðjón Benediktsson sjó- maður ættaður frá Hömrum í Hraun- hreppi í Borgar- firði. Páll var yngstur fjögurra systkina. Systkini hans voru Bene- dikt, Jóhanna og Sigríður, sem öll eru látin. Hinn 8. ágúst 1952 kvæntist Páll Laufeyju Jensdóttur frá Hafnarfirði, f. 21. maí 1924. Var heimili þeirra alla tíð að Ægisíðu 86 í Reykjavík. Laufey var hús- móðir, matráðskona og lengi starfsmaður Raunvísindastofnun- ar Háskólans og síðar Landbóka- safns Íslands. Hún var dóttir hjónanna Jens Jóns Sumarliðas- sonar sjómanns frá Bolungarvík og Guðrúnar Ólafsdóttur frá Hafnarfirði. Sameiginleg börn Páls og Laufeyjar eru: 1) Steinunn Jóhanna Pálsdóttir læknaritari, f. 2. maí 1950, gift Kristjáni Jóni Jónssyni og eiga þau börnin Aðal- heiði, Laufeyju, Kristján Pál og Jóhannes Steinar. 2) Guðmundur Pálsson heimilis- læknir á Suðurnesj- um, f. 19. des. 1959. Hann kvæntist Sal- ome Ástu Arnar- dóttur heimilislækni í Reykjavík. Börn þeirra eru Erla Steinunn, Laufey Ásta og Guðrún Fjóla. Páll var eindreg- inn Vesturbæingur og stundaði knatt- spyrnu með KR frá barnsaldri og hafði sterkar taugar til uppruna síns. Hann lauk námi við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og síðar við Tollskólann í Reykjavík. Urðu tollgæsluárin fjörutíu samanlagt með viðkomum víða, m.a. á skipa- vakt í Hafnarhúsinu í Reykjavík fyrstu árin og við afgreiðslu Loft- leiðavéla á Reykjavíkurflugvelli. Páll starfaði sem tollvörður í Reykjavík frá 1950 til 1984. Í mörg ár starfaði Páll við Flug- frakt á Sölvhólsgötu en síðast í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Páll skrifaði endurminningar frá toll- gæsluárunum í blöð og tímarit. Eftir starfslok lét hann alloft frá sér pistla í dagblöðin um ýmis dægur- og hugsjónamál síðustu áratugina. Útför Páls fer fram í Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er með örfáum orðum sem mig langar til að kveðja föður minn. Við höfum talað svo margt feðg- arnir og sagt við hvor annan svo mörg góð orð í trúnaði nú síðustu misserin að varla verður mörgu bætt við. Pabbi kvaddi mjög sáttur maður og talaði vel um alla sem komu til tals. Hann ræddi stundum við mig eins og maður sem átti von á dauða sínum – eins og hann þokaðist hægt og hægt nær almættinu og vissi af því. Honum fannst upp á síðkastið nokkur teikn vera á lofti eins og breytinga væri að vænta: Strætis- vagnarnir voru hættir að ganga á Ægisíðunni og búið að fjarlægja bekkinn sem hann settist á þegar hann tók sér gönguferðir. Það var verið að taka upp lóðina og endur- nýja allt í garðinum. Pabbi var sáttur við sjálfan sig og líf sitt en miklaðist ekki yfir neinu sérstöku. Þó kannski helst jarðar- skikunum tveimur sem hann átti og honum þótti svo vænt um. Hann tal- aði um mömmu, konuna sína sem hann dásamaði svo mjög fyrir þol- inmæði í sinn garð, dugnað, vináttu og ást sem alltaf virtist aukast með árunum. Hann var sérstaklega ánægður með að hún virtist svo sæl. Var farin að raula lög við eldhús- borðið, sagði hann við mig fyrir nokkrum vikum, syngja. Hann vissi ekki alveg hvers vegna, en hún virt- ist vera svo ánægð. Hún er líka með svo góða vinnu núna og hittir svo gott fólk, sagði hann. Pabbi var að mestu orðinn blindur en hafði þó sæmilega ratsjón. Einnig blessaði hann fjölskyldu sína, okkur börnin, fyrrum konu mína Salome, Steinu systur, Krist- ján og börnin þeirra og barnabörnin og samferðamenn sína, fólkið í hús- inu og gömlu tollverðina sem flestir eru farnir. Þó var hann ekki sérlega trúaður í venjulegum skilningi orðs- ins. Heldur ekki bráðveikur fyrr en alveg undir það síðasta. Mér fannst hann alveg óhræddur við örlög sín. Mildin og ánægjan jukust síðustu ár- in og mánuðina og það var undur- samlegt að horfa á það. Það var svo greinilegt að upphafið og endirinn voru að takast í hendur í sálarlífi hans síðustu mánuðina sem hann lifði. Og það var áhrifamikið fyrir mig að sjá sáttina við umheiminn og lífið vaxa svo náttúrulega. Við sýnd- um hvor öðrum takmarkalausa vin- áttu og kærleika af ástæðu sem ég kann ekki að skýra til fullnustu, en kannski vissum við báðir að við fær- um hvor sína leiðina brátt og varð- veittum hvor annan. Ég kveð föður minn með virðingu. Guð veri með honum að eilífu. Guðmundur Pálsson. Páll tengdapabbi minn er dáinn. Hann Páll sem setti svo stóran svip á fjölskyldu sína, stærri en hann grun- aði. Dáinn eftir margra ára veikindi, sem settu mark sitt á líf hans undir lokin. Elliárin lifði hann í sínum hversdagsleika við frábæran undir- leik Laufeyjar konu sinnar. Hægt og bítandi styttust gönguferðirnar og síðustu mánuðina fór hann ekki út nema með fylgd vegna sjónmissis. Það eru 27 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili þeirra Laufeyjar á Páls. Þá hefði mig ekki grunað þakklætið sem ég ber nú í brjósti gagnvart þeim hjónum. Ég kynnist Páli hægt. Í fjarlægð fylgdist ég með vangavelt- um hans og vonbrigðum, ákafa hans og andvörpum. Ég sá hann dást að barnabörnunum þegar þau komu og tjá opið væntumþykju sína við fjöl- skylduna. Hægt með tímanum kom yfir hann ró ellinnar. En fyrir örfá- um árum færði Páll mér umslag troðfullt af ljósritum af skrifum hans í dagblöðin auk pappírsrúllu með kvikmyndahandriti. Mikið þótti mér vænt um þann heiður sem hann sýndi mér með þessari gjöf. Skrifin hans í Velvakanda voru mörg og um ótrúlega margvísleg efni. Um dag- skrá fjölmiðla, ágæti Jóns Baldvins, hundahald, hraðahindranir á Ægi- síðunni, réttindi sjávarjarða til fisk- veiða, knattspyrnu, niðurskurð varn- arliðsins, samvinnu Vestur- Norður- landa og Guyana. Já, Guyana, það var einn af draumunum. Pál dreymdi um að verða milligöngumaður um viðskipti og fiskveiðisamvinnu milli Íslands og Guyana í Suður-Ameríku. Þessum draum hélt hann við með bréfaskrifum í rúm 30 ár. Hvers vegna Guyana? Framandi hitabelt- island sem hann steig aldrei fæti sín- um á. Eða sjávarjarðirnar; þegar aðrir fjölskyldufeður keyptu hlýleg kjarri vaxin lönd fyrir sumarhúsin sín þá fjárfesti Páll í grýttri land- spildu þar sem stendur nokkuð myndarlegt fjall sem horfir yfir ótrú- legt brim frá opnu Atlantshafinu. Áhrifamikill staður. Þýskubúð var enn einn draumurinn sem á tímabili varð að veruleika. Jörð með langa og merka sögu um kaupmenn og við- skipti og náttúruundur þar sem ferskvatnstjarnir hreyfast með flóði og fjöru. En svo kom álverið. Kvik- myndahandritið sem ég fékk að líta á var bara eitt af mörgum skrifum. Lipurleg samtöl og myndrænar lýs- ingar á dramatískum tilfinningum í þessu handriti segja sína sögu um pennafærni Páls. Honum lét senni- lega betur að tjá sig á blaði en í orði oft á tíðum. Ákafi draumanna var missterkur. Stundum þegar funinn ætlaði að verða skynseminni yfir- sterkari greip Laufey inn í og talaði til sinn lífsförunaut og minnti hann á skyldur raunveruleikans. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég hef alltaf verið draumóramaður gegnum þykkt og þunnt í lífinu og vonglaður með afbrigðum, því vonir og vænt- ingar flytja fjöll.“ En þrátt fyrir að Páll glímdi við áleitna drauma sem erfitt reyndist að semja að væntingum samferða- fólksins þá var hann í mínum huga og barnanna fyrst og fremst notaleg- ur afi og tengdafaðir. Meðan við bjuggum úti í Noregi þá komu þau Laufey og voru hjá okkur oft í allt að mánuð í senn. Hún með sinni enda- lausu iðjusemi hjálpaði okkur við heimilishaldið og barnauppeldið en hann naut veitinga og samveru sem hann þakkaði síðan með hlýlegum orðum í bréfum sem ávallt komu í kjölfar heimferðarinnar. Hann var aldrei feiminn við að tjá ánægju sína og væntumþykju. Hann var stoltur af afkomendum sínum og lét þá vita það. En hann var heldur ekkert feiminn við að setja ofan í við þá sem honum fannst gera skyssur í lífinu, oft sömu skyssur og hann vissi að hann átti sjálfur til. Ég kveð Pál með þökk og sendi Laufeyju mínar sam- úðarkveðjur, ég treysti því að hún láti lífið brosa við sér áfram þó hann sé fallinn frá. Þau eru og verða tengdaforeldrar mínir hvað sem annars gerist í henni veru. Salome Ásta Arnardóttir. Elskulegi afi Palli, það var alltaf gaman að koma til þín á Ægisíðuna í heimsókn, sérstaklega þegar þú varst í stuði til að kjafta. Oft ræddum við saman um hvað lífið væri auð- veldara í dag en það var um þína daga. Þú sagðir mér að þú værir til í að vera tvítugur í dag, með alla þessa valmöguleika. Ég skildi þig vel. Við náðum alltaf vel saman ég og þú, afi minn, skemmtum okkur vel hérna saman síðasta gamlárskvöld. Í stuði varst þú hláturmildur og vænn. Ríkur af ást til ömmu. Minningarnar lifa þig, afi minn, ég veit að þú hefur það gott núna, laus við sorg og sút. Hvíldu í faðmi Jesú. Þín Laufey. PÁLL HANNESSON ✝ Oddný Aðal-björg Jónsdóttir fæddist á Þorvalds- stöðum í Breiðdal í S-Múlasýslu hinn 18. mars 1923. Hún lést á Landakots- spítala 12. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin á Þorvaldsstöðum, Guðný Jónasdóttir, f. 30.10. 1891, d. 7.1. 1956, frá Hóli í Breiðdal, og Jón Björgólfsson, f. í Snæhvammi í Breiðdal 5.3. 1881, d. 10.5. 1960. Systkini Oddnýjar eru: Sigurður, f. 1916, d. 1986, Kristín Björg, f. 1917, d. 1993, Árni Björn, f. 1918, Björgólfur, f. 1919, d. 2001, Helga Björg, f. 1920, Einar Björgvin, f. 1922, Hlíf Þórbjörg, f. 1924, Jónas, f. 1926, d. 1980, Hlífar Pétur, f. 1929, Guð- mundur Þ., f. 1930, Óskar Sigur- jón, f. 1932, og Þórey, f. 1936. Oddný ólst upp hjá Kristínu Helgu Þórarinsdóttur og bróður hennar Birni Þórarinssyni á Dísa- stjóri, sambýliskona Helga Jóna Óðinsdóttir, skrifstofumaður, þau eiga einn son, þau slitu samvistir. Langömmubörn Oddnýjar eru níu. Sem ung kona á Fáskrúðsfirði starfaði Oddný við fatasaum hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga á Fáskrúðsfirði, Búðum (KFFB). Ásamt húsmóðurstörfum sinnti hún félagsmálum, var í stjórn Slysavarnadeildarinnar Hafdísar um árabil, lengst af ritari. Einnig sat hún í stjórn Kvenfélagsins Keðjunnar og var ritari þar um tíma. Hún söng í kirkjukór Fá- skrúðsfjarðarkirkju í áratugi, sat í skólanefnd í nokkur ár, í barna- verndarnefnd og var varamaður í hreppsnefnd. Á Fáskrúðsfirði starfaði hún síðast í bókaverslun KFFB. Eftir að hún settist að í Reykjavík, vann hún um tíma hjá Sandholtsbakar- íi, en síðar í mötuneyti borgarinn- ar í Hafnarhúsinu og við afleys- ingar á gæsluvelli. Oddný var útivistakona, dýra- vinur og áhugamanneskja um ís- lenska steina og náttúru. Hún var einn stofnenda Félags áhuga- manna um steinafræði og ritari þess. Útför Oddnýjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. stöðum í Breiðdal frá fimm ára aldri fram að fermingu. Þá fór hún aftur að Þor- valdsstöðum. Hún fluttist á Fáskrúðs- fjörð árið 1943. Hinn 21.5. 1944 giftist Oddný Þor- valdi Jónssyni, f. 18.8. 1908, d. 31.12. 1995. Hann var hálf- an annan áratug póst- og símstöðvar- stjóri á Fáskrúðsfirði og um árabil um- boðsmaður Eimskips og Ríkis- skipa þar. Börn Oddnýjar og Þor- valds eru: 1) Jóhanna Ásdís, f. 30.8. 1944, sérkennari, gift Víði Sigurðssyni stýrimanni og kenn- ara og eiga þau þrjú börn. 2) Guðný Björg, f. 25.10. 1945, fé- lagsliði, gift Sigurði Þorgeirssyni starfsmanni Eimskips og eiga þau þrjú börn. 3) Jóna Kristín, f. 26.9. 1959, sóknarprestur, gift Ómari Ásgeirssyni framkvæmdastjóra og dætur þeirra eru fimm. Þau skildu. 4) Kristján, f. 4.5. 1962, rit- Kveðja frá systrunum Söknuður nú ríkir í sálum okkar hinna. Svona er nú lífið það slokknar hér á jörð. Ljós í myrkri dauðans við leitumst við að finna. Ljúf er hvíld frá sjúkdómum, baráttan oft hörð. Víddir allrar tilverunnar vildum skilja betur. Frá vinum öllum bænirnar fylgja munu þér. Framhjá sorgum tilverunnar enginn gengið getur. En guð mun ráða för okkar hvernig sem hún er. Nú trúum við að sálin þín fundið hafi friðinn. Og frelsi bak við tjöldin sem skilja okkur að. Þökkum fyrir samfylgd og tíma löngu liðinn. Hve létt og hress þá varstu, við muna skulum það. (Þ. J.) Helga, Hlíf og Þórey frá Þorvaldsstöðum. Í dag verður borin til grafar Oddný Jónsdóttir eða Oddný á Sunnhvoli eins og hún var kölluð dagsdaglega. Að alast upp á torfunni í kringum Melgerði þar sem Sunn- hvoll var næsta hús, var í sjálfu sér ákveðið ævintýri. Ein af fyrstu minn- ingunum er að kössum var stillt upp við girðinguna milli húsanna svo lítil „skotta“ gæti komist hjálparlaust í heimsókn. Má segja að Sunnuhvoll hafi verið mitt annað heimili í upp- vextinum og mikil vinátta milli heim- ilanna. Oddný var húsmóðir á Sunnuhvoli, en Þorvaldur Jónsson, eiginmaður hennar, var meðal ann- ars umboðsmaður Eimskips, Ríkis- skipa og Flugfélags Íslands meðan það flaug á Fáskrúðsfjörð á Cata- línu-flugbátunum. Það liggur því í augum uppi að það var gestkvæmt á Sunnuhvoli og því hefur oft verið er- ilsamt hjá húsmóðurinni. Heimilið á Sunnuhvoli var stórglæsilegt, búið fallegum húsgögnum og öðrum mun- um og bar heimilisfólkinu gott vitni. Við fráfall góðrar vinkonu reikar hugurinn aftur í tímann til gömlu góðu daganna, myndin af Oddnýju sem birtist mér er falleg kona sem hafði einstaklega ljúfa lund, syngj- andi og blístrandi með stríðnisbros í augunum. Oddný var mikill fagurkeri og náttúrubarn eins og steinasafnið hennar ber vitni um. Þær voru ófáar ferðirnar sem hún fór á fjöll í leit að steinum, og hélt hún því áfram eftir að þau Þorvaldur fluttu suður og var þar í félagi steinasafnara. Eftir að Oddný flutti suður fækkaði auðvitað samverustundum okkar en þó var oft kíkt í kaffisopa á Rauðalæk. Eitt ein- kenndi Oddnýju öðru fremur, hún hafði mikla ánægju af að gleðja aðra með gjöfum eða öðru. Naut ég þess alla tíð og svo börnin mín þegar þau komust á legg. Má með sanni segja að henni þótti sælla að gefa en þiggja. Við Eiríkur og börnin okkar kveðjum Oddnýju með þakklæti fyr- ir margar ánægjustundir hjá henni og Þorvaldi þar sem hjartahlýja, gamansemi og gestrisni voru í fyr- irrúmi. Elsku Jóhanna, Guðný, Jóna Stína, Kristján og fjölskyldur, inni- legustu samúðarkveðjur frá okkur systkinunum frá Melgerði og fjöl- skyldum. Oddný mín, við þökkum fyrir samfylgdina. Blessuð sé minn- ing þín. Guðrún Níelsdóttir. Tekið hefur sér hvíld og líkn sinna veikinda hún Oddný. Ég veit að sem ung stúlka þurfti Oddný að takast á við lífið – kannski ekki alltaf auðvelt. Oddný valdi sér eiginmann, Þor- vald Jónsson. Þau reistu sér heimilið Sunnuhvol. Þangað voru allir vel- komnir, ekki síst ungir sem gátu þegið kakó. Enn eimir af hlýjunni. Þeim Oddnýju og Þorvaldi uxu fjögur tré. Hvert sýnu fallegra. Þar uxu greinar, á þeim urðu og verða lauf. Hvað mörg verður sagan að segja. Oddný var glaðlynd, æðrulaus og jákvæð. Með þeim hætti gerði hún lífið skemmtilegt og vandræðalaust. Ég minnist Oddnýjar sem glaðlyndr- ar konu sem gat þó látið tálknin opn- ast. Niðjum, vinum og venslafólki vil ég sýna samúð. En minningin, virð- ingin og saga Oddnýjar fer ekki í kistunni, heldur hvílir í okkar brjósti. Guðmundur K. Erlingsson. ODDNÝ AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.