Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 41 DAGBÓK Blindrafélagið stendur fyrir ráðstefnu ummannréttindi og misrétti en ráðstefnanhefst í dag og stendur í þrjá daga í Vík-ingasal Hótel Loftleiða. Fjallað er um viðfangsefnið í víðum skilningi frá sjónarhóli fatl- aðra en Sigurjón Einarsson er einn af aðalskipu- leggjendum ráðstefnunnar: „Þessi ráðstefna er hluti af norrænu samstarfi og ráðstefnur af þessu tagi haldnar annað hvert ár. Þetta er í þriðja skipti sem við höldum ráðstefnuna á Íslandi en áður var það gert 1982 og 1995.“ Dagskráin er þétt skipuð og mætir fyrirlesarar halda erindi á ráðstefnunni: „Við fáum til okkar bæði innlenda og erlenda fyrirlesara. Af íslensk- um má nefna Arnþór Helgason formann öryrkja- bandalags Íslands og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann. Þeir munu aðallega skoða viðfangsefni ráðstefnunnar út frá kjarabarátt- unni,“ segir Sigurjón. „Að auki fáum við fyrirlesara bæði frá Noregi og Svíþjóð. Þar má helst nefna Kicki Nordstrom sem er fráfarandi formaður Alheimssamtaka blindra. Hún mun fjalla um mannréttindasátt- mála SÞ sem núna er verið að endurskoða en við höfum fengið áheyrnarfulltrúa við þá vinnu. Einnig flytur erindi Bengt Lindquist en hann hef- ur um árabil verið áheyrnarfulltrúi hjá SÞ en báðir þessir fyrirlesarar eru mjög sjónskertir. Síðan fáum við Marianne Hotved en hún er í norskum starfshóp sem sér um lagagerð Noregs hvað lýtur að mannréttindum. Hún mun fjalla um mannréttindi og misrétti gagnvart blindum og sjónskertum með hliðsjón af stöðu mála í Nor- egi.“ Ráðstefnan hefst með móttöku í Höfða þar sem Ólafur Ragnar Grímsson setur ráðstefnuna og meðal viðburða á dagskránni er ferð með ráð- stefnugestum í Bláa lónið en alls telja þeir 70 manns, þar af 60 erlendis frá. Ráðstefnan er þannig skipulögð að eftir hvert erindi fjalla hópar um þær spurningar sem fram hafa komið. Að auki skila fulltrúar hvers lands fyrir sig skýrslu um stöðu mála í sínu heimalandi og þau mál rædd. „Sú umræða sem fer fram á þessum ráð- stefnum er auðvitað mjög þörf,“ segir Sigurjón. „Það verður að viðurkennast að við höfum kannski ekki verið nógu dugleg að taka þátt í henni því við teljum að ástandið sé svo gott hjá okkur. En þegar betur er að gáð sjáum við að hlutirnir eru ekki í eins góðu horfi og við trúum. Því vonumst við til að starf af þessu tagi miði okk- ur áfram á veginum við að bæta mannréttindi og minnka það misrétti sem fatlaðir eru beittir.“ Ráðstefnur | Blindravinafélagið heldur ráðstefnu um mannréttindi og misrétti Mannréttindi fatlaðra  Sigurjón Einarsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1948. Hann ólst upp í Vestmanna- eyjum og lauk gagn- fræðaprófi þaðan. Í Noregi lauk hann mat- vælafræðinámi árið 1974. Sigurjón starfaði eftir það hjá Slátur- félagi Suðurlands um nokkurra ára skeið. 1987 Hóf hann starf hjá Tölvumiðstöð fatlaðra og síðan hjá Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra frá 1991. Sigurjón hefur starfað mikið að félagsmál- um og hefur síðustu 2 ár verið formaður Blindrafélagsins. Sigurjón er giftur Önnu G. Sverrisdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra í Bláa lóninu og eiga þau börnin Ingva Þór og Maríu. Sigrúnu svarað Í VELVAKANDA Morgunblaðsins fimmtudaginn 18. ágúst gerði Sig- rún athugasemd við grein mína um nýtt leiðakerfi Strætós bs. sem birtist hér í blaðinu nokkrum dög- um áður. Í grein minni kom m.a. fram að hvert stakt fargjald í strætó hefði margfaldast í valdatíð R-listans og sérstök unglingafargjöld verið af- numin. Þar átti ég við stök far- gjöld, eða staðgreiðslugjöld. Sig- rún getur þess að hún hafi nýlega keypt sérstakt unglingafarmiða- kort. Af þessu tilefni langar mig að útskýra mál mitt betur og rekja breytingar sem orðið hafa á ung- lingafargjöldum. Sjálfstæðismenn tóku upp á sín- um tíma sérstakt unglingafargjald og gilti það bæði um staðgreiðslu og farmiðakort. R-listinn afnam hins vegar staðgreiðsluafslátt ung- linga fyrir nokkrum árum. Nú er það því svo að staðgreiðslufargjald unglinga hækkar við 12 ára aldur úr 60 krónum í 220 krónur og far- miði af spjaldi úr 25 krónum í 120 krónur. Þess ber að geta að mjög margir unglingar greiða farið með staðgreiðslufargjaldi og fá því eng- an afslátt. Jórunn Frímannsdóttir varaborgarfulltrúi. Strætó aki Hringbraut EF ég ætla úr Vesturbænum upp í Kringlu verð ég þá að skipta um vagn niðri í bæ? Væri ekki hægt að láta einhvern þessara 414 strætis- vagna sem fara um Suðurgötuna ganga beint eftir Hringbrautinni? Hvernig væri t.d. að fá einn strætisvagn sem gengi beina leið frá Eiðistorgi upp í Mjódd? Bergdís. Engin heillaskeyti um helgar ÉG ætlaði að senda heillaskeyti nýlega um helgi til Danmerkur en komst þá að því að það er hætt að veita þessa þjónustu, einungis er hægt að senda venjulegt skeyti. Eins ætlaði ég að senda skeyti til Keflavíkur á laugardegi vegna stórafmælis en þá er það ekki bor- ið út fyrr en á mánudegi. Finnst mér þetta orðin léleg þjónusta. Ein hissa. Tjörnin VÉR mótmælum allir vegna tillögu Dags borgarfulltrúa um að reisa kaffihús í Hljómskálagarðinum. Vil ég benda honum á að þetta er grið- land fugla, t.d. hefur kríum sem verpa í tjarnarhólmanum fækkað um 50% vegna færslu Hring- brautar. Nær væri að efla áhuga fólks á fuglaskoðun og útivist. Þeg- ar eru 2 kaffihús staðsett við tjörn- ina og er það yfir nóg. Ingi Stein. Gullhringur týndist GULLHRINGUR, steinlaus, týnd- ist um verslunarmannahelgina, sennilega í miðbænum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588 0082. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Það er aldrei að vita. Norður ♠4 ♥ÁKD10 V/NS ♦Á642 ♣ÁKDG Suður ♠ÁK52 ♥G963 ♦D7 ♣1084 Vestur opnar á veikum tveimur í spaða og síðan liggur leið NS upp í alslemmu í hjarta: Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Dobl 3 spaðar 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 7 hjörtu Allir pass Hvernig er best að spila með trompi út? Tvær spaðastungur í borði myndu gefa þrettán slagi, en samgangurinn leyfir það ekki með góðu móti, jafn- vel þótt hjartatían sé yfirtekin með gosa (og treyst á 3-2 legu í trompi). Blindur mun eiga út þegar eitt tromp er eftir og þá er ekki um ann- að að ræða en spila laufunum í þeirri von að sá með þriðja hjartað sé með fjórlit í laufi. Í ljósi sagna er svo sem ekki ólík- legt að austur sé með skiptinguna 2- 3-4-4, en það er ástæðulaust að gera ráð fyrir því strax í byrjun. Besta áætlunin er að taka annað tromp og spila svo háspilunum í láglitunum – og byrja á tígulás! Norður ♠4 ♥ÁKD10 ♦Á642 ♣ÁKDG Vestur Austur ♠D108763 ♠G9 ♥2 ♥8754 ♦K ♦G109853 ♣76532 ♣9 Suður ♠ÁK52 ♥G963 ♦D7 ♣1084 Vissulega eru ekki miklar líkur á því að tígulkóngurinn sé blankur, en allt getur gerst og það kostar sannarlega ekkert að prófa tígulinn fyrst. Þegar kóngurinn fellur er nóg að trompa einn spaða í borði og nota samganginn í tígli til að aftrompa austur. Sem sagt: Hjarta í öðrum slag og svo tígulás. Dálítið lúmskt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. Bxf6 gxf6 4. g3 c6 5. Rd2 Bf5 6. e3 e6 7. Rgf3 Bd6 8. Rh4 Bg6 9. f4 f5 10. Be2 Rd7 11. Bf3 Rf6 12. De2 De7 13. 0-0-0 0- 0-0 14. c4 Kb8 15. c5 Bc7 16. b4 Re4 17. Bxe4 fxe4 18. Hhf1 f5 19. Rxg6 hxg6 20. h4 Ka8 21. Kc2 Hb8 22. a4 b6 23. Hb1 Hb7 24. Da6 Dd7 25. Rb3 Hhb8 26. Kc3 Bd8 27. b5 Be7 28. bxc6 Dxc6 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Háskólanum í Reykjavík. Björn Þorfinnsson (2.328) hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2.255). 29. Ra5! Dxa4 30. Ha1 Dd7 31. Rxb7 Hxb7 32. Hfb1 bxc5 33. Hxb7 cxd4+ 34. exd4 Dxb7 35. Da4 Hvítur fær nú sókn sem erfitt verður að eiga við fyrir svartan. 35. – Dc7+ 36. Kd2 Bd8 37. Ha3 Db6 38. Kc2 a5 39. Hc3 Ka7 40. Dd7+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hlutavelta | Þau Kormákur, Friðrik, María, Steinar og Axel héldu tombólu og söfnuðu 6.810 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/ÞÖK Hlutavelta | Þau Lilja, Hjördís og Jónas héldu tombólu og söfnuðu 2.191 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 8. flokkur, 24. ágúst 2005 55484 B kr. 7.800.000,- 55484 E kr. 1.560.000,- 55484 F kr. 1.560.000,- 55484 G kr. 1.560.000,- 55484 H kr. 1.560.000,- SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Auglýst er eftir framboðum til kjörnefndar Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun stjórnar Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Varðar-Fulltrúaráðsins. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 2. september kl. 17.00 Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir Vörð-Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnir skriflegri kosningu af Fulltrúaráðinu. Samkvæmt 11. gr. reglugerðarinnar telst framboð gilt ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér til starfans. Tilkynning um framboð berist stjórn Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut. Stjórn Varðar–Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.