Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 33 MINNINGAR ✝ Jón Skafti Krist-jánsson vélstjóri fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1937. Hann lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jóns- dóttir, f. í Holtakoti í Ljósavatnshreppi í Suður-Þing. 1911, og Kristján Hólm Skaftason trésmíða- meistari, f. á Akur- eyri 1911. Jón Skafti var næstelstur 13 systkina, elstur er Þórhallur, Sverrir, d. 1976, Skúli og Sigríður Anna. Sam- mæðra er Ómar Skarphéðinsson. Samfeðra eru Hólmfríður, Lilja Kolbrún, Þorfinnur, Sigríður Mar- grét, Þórunn Jóna, Kristín og Bryndís. Jón Skafti kvæntist 1963 eftirlif- andi maka sínum Ernu Grétu Ólafsdóttur, dóttur hjónanna Ólafs Jónssonar vélstjóra og Sigríðar Örnólfsdóttur frá Súgandafirði. Jón og Gréta hófu sinn búskap á Akranesi og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Kristján, f. 23.11. 1961, vélvirkja- meistari, maki Lilja Hákonardóttir, og eiga þau Jón Skafta, f. 1988, og Ólaf Inga, f. 1992, en fyrir á Kristján Berglindi, f. 1980, móðir hennar er Aldís Stefánsdótt- ir. Börn Berglindar eru Aldís Ragna, f. 2000, og Ísar Valur, f. 2005. 2) Sigríður, f. 6.6. 1964, tækni- teiknari, maki Þórir Gunnarsson, og eiga þau Björk, f. 1997, en fyrir á Sigríður Jón Þór, f. 1987, og Ástu f. 1990, faðir þeirra er Kristinn G. Jónsson. 3) Óli Þór, f. 26.6. 1968, raffræðingur, maki Jóhanna B. Andrésdóttir, og eiga þau Grétu f. 1993, og Viktor, f. 1999. Jón Skafti starfaði mestallan sinn starfsferil við vélgæslu til sjós ásamt stöfum í landi tengdum sjáv- arútvegi og vélbúnaði. Útför Jóns Skafta verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt okk- ur í hinsta sinn en minning þín er okk- ur kær og verður ekki tekin frá okk- ur. Það er margs að minnast frá þeim 37 árum sem við áttum saman. Það var margt brallað í sjóferðum sem ég fór í með þér og síðar í bílskúrnum heima, og ekki vantaði að þú varst boðinn og búinn að veita tilsögn og hjálparhönd hvenær sem var. Fjöl- skyldan var þér alltaf mikils virði enda varst þú duglegur að ferðast með okkur systkinin hérlendis og er- lendis á húsbíl, en sá ferðamáti var þér einkar hugleikinn enda voru ferð- irnar fjölmargar á 30 ára tímabili. Ekki vantaði hvatninguna til náms frá þér enda var það svo að við vorum skólafélagar eftir að þú fórst að vinna í landi og lærðir blikksmíði, og laukst sveinsprófi með stæl. Afabörnin skipuðu ávallt stóran sess í lífi þínu og ekki vantaði að þú varst reiðubúinn að leika við þau bæði úti og inni hvenær sem var. Oft komu bréf frá þér bæði á pappír og síðar tölvupósti þegar þú tókst þá tækni í þjónustu þína enda áttir þú fjölmarga pennavini bæði hérlendis og erlendis. Danmörk var þér alltaf hugleikin og hafðir þú ferðast þar mikið og varst hafsjór af fróðleik sem þú miðl- aðir óspart til annarra um ferðamögu- leika þar. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu fimm árin voru æðruleysið og léttleikinn alltaf í fyrirrúmi og sagðir þú oft að þú værir í vinnu hjá Land- spítalanum og fæði hjá apótekinu þegar meðferðin stóð sem hæst. Það var mér mikils virði að fá að fylgja þér heim úr síðasta ferðalaginu þínu, en þú ert minn besti vinur og því vil ég þakka þér samfylgdina gegnum lífið. Þinn sonur Óli Þór Jónsson. Nú er komið að kveðjustund en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér fyrir 18 árum þegar ég kom inn á heimili þitt og Grétu. Þú varst fjölskyldumaður mikill og hélst vel utan um hana alla tíð, velferð hennar var ofar öllu. Ferðalög voru áhugamál þitt og fórst þú með hana Grétu þína sem var þér svo kær í ófá- ar ferðirnar innanlands og erlendis á húsbílnum, Norðurlöndin urðu oft fyrir valinu og varst þú duglegur að miðla öðrum af reynslu þinni af ferða- mennsku. Þú varst handlaginn, úr- ræðagóður, nýjungagjarn og mælsk- ur vel en umfram allt nákvæmur með alla hluti sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Þú sýndir það líka þegar þú kvaddir því þú kaust 68 ára afmæl- isdaginn þinn 16. ágúst. Þetta var þér líkt, nákvæmur upp á hundrað og tuttugu prósent. Fyrir fimm árum var þér kippt af vinnumarkaði, því þá var bankað upp hjá þér með þeim veikindum sem nú hafa sigrað, en þú hélst reistur áfram og kvartaðir aldr- ei. Þú varst ótrúlegur og raunsær fram á síðustu stund. Það er svo ótrú- legt hvað ég finn sterkt fyrir þér þó svo ég sjái þig ekki, því tengsl þín eru svo sterk við heimili þitt sem þú reist- ir á sínum tíma fyrir fjölskyldu þína með dugnaði og þrautseigju. Takk fyrir þær stundir sem þú gafst okkur Óla, Grétu og Viktori. Það var gott að vera í návist þinni enda átt þú marga vini bæði unga sem aldna. Takk fyrir allt. Jóhanna B. Andrésdóttir. Elsku afi, takk fyrir allar stundirn- ar sem þú áttir með okkur og allt sem þú hefur kennt okkur. Þú verður ávallt besti afi í heimi. Sofðu rótt, elsku afi. Gréta Óladóttir, Viktor Ólason. JÓN SKAFTI KRISTJÁNSSON Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Sendum myndalista Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, GUÐRÚN AGLA GUNNLAUGSDÓTTIR, Sörlaskjóli 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 16. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur senda þakkarkveðjur til heimahjúkrunar Karitas, lækna og starfsfólks krabbameinsdeilda Landspítalans. Jón Helgason, Gunnlaugur Jónsson, Kirsten Jensen, Sigríður Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Guðrún Jónsdóttir, Davíð Godbold, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Jón Örn, Sofie, Thor og Astrid Gunnlaugsbörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR KR. VIGFÚSSON, Rjúpufelli 42, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum veittan stuðning. Jóhanna S. Sigurðardóttir, Vigfús Erlendsson, Ásta Kjartansdóttir, Björk Erlendsdóttir, Símon Jónsson, Sigurður Erlendsson, Rósa Williamsdóttir, Guðmundur Erlendsson, Dagný Svavarsdóttir, Guðbjörg Erlendsdóttir, Ólafur H. Ólafsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGRÚN THORARENSEN, Lágholti 17, Mosfellsbæ, lést að morgni miðvikudagsins 24. ágúst. Benedikt Bent Ívarsson, Sjöfn Thorarensen, Kristján Hermannsson, Ívar Benediktsson, Kristín Reynisdóttir, Agnes Guðríður Benediktsdóttir, Gunnar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Rauðalæk 20, Reykjavík, áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði, sem lést á Landakotsspítala föstudaginn 12. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir, Víðir Sigurðsson, Guðný Björg Þorvaldsdóttir, Sigurður Þorgeirsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Ómar Ásgeirsson, Helga Jóna Óðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, ÓLAFUR EIRÍKSSON, Grjóti, Þverárhlíð, sem andaðist sunnudaginn 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14:00. Ingibjörg Eiríksdóttir, Gunnar Eiríksson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.