Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆJARLIND 14 -16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is OPI‹ LAUGARDAG 10 -18 OG SUNNUDAG 13 -18 ÚTSALA-ÚTSALA-ÚTSALA! ENN MEIRI AFSLÁTTUR! TOSCA-BORÐ OG 6 PORTOBELLO-LEÐURSTÓLAR 69.900 KR. Á‹UR 139.800 KR. BORÐSTOFUSETT F A B R I K A N DANSSKÓLI LAGÐUR AF Listdansskóli Íslands verður lagð- ur niður í núverandi mynd að loknu þessu starfsári og starfsemin m.a. færð inn í framhaldsskólana. Skólinn var að hefja sitt 53. starfsár nú í vik- unni en væntanlega sitt síðasta. Skráðir eru 208 nemendur til leiks, þar af 58 í framhaldsnámi. Mennta- málaráðherra segir að hér sé verið að fylgja þeirri stefnu að ríkið sé ekki að reka skóla í listnámi. Hjúkrunarfólk skortir víða Stöðva hefur þurft nýjar innlagnir á hjúkrunarheimilum á höfuðborg- arsvæðinu vegna manneklu. Ástand- ið á sumum heimilum er mjög slæmt og tala sumir stjórnendur þeirra um að liggi við að neyðarástand sé að skapast fáist ekki fleira fólk til starfa fljótlega. Játning liggur fyrir Karlmaður sem sætir gæslu- varðhaldi vegna láts Braga Hall- dórssonar sem stunginn var til bana á Hverfisgötu á laugardagsmorgun, hefur játað á sig verknaðinn við yf- irheyrslur hjá lögreglu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Rann- sókn á málinu hefur staðið yfir frá handtöku hins grunaða, en hann heitir Sigurður Freyr Kristmunds- son og er 23 ára gamall. Breska stjórnin gagnrýnd Breska ríkisstjórnin gerði í gær grein fyrir nýjum reglum sem unnið verður eftir þegar leggja skal mat á hvort vísa eigi útlendingi búsettum í Bretlandi úr landi eða meina fólki aðgang að landinu. Hreyfingar múslíma og mannréttindasamtök gagnrýndu reglurnar, sögðu þær óljósar og „alvarlega árás á mann- réttindi“. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 11 Viðhorf 28 Erlent 14/15 Minningar 28/37 Minn staður 16 Myndasögur 40 Akureyri 17 Dagbók 40/43 Höfuðborgin 18 Víkverji 40 Suðurnes 18 Velvakandi 41 Austurland 19 Staður og stund 42 Daglegt líf 20/21 Bíó 46/49 Neytendur 22/23 Ljósvakamiðlar 50 Menning 24, 44/49 Veður 51 Umræðan 25 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                      ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra gagnrýnir aðferðir við að drepa þúsundir villtra kameldýra í Ástralíu í bréfi sem hann hefur ritað Ian Campell, umhverfisráðherra Ástrala. Fjöldi villtra kameldýra er í Ástralíu en þau eru talin ganga of mikið á drykkjarvatn nautgripa og geita í norðvesturhluta landsins. Að því er fram kemur í bréfi Árna hefur verið brugðið á það ráð að skjóta þús- undir kameldýra úr þyrlu í þeim til- gangi að fækka þeim. Bréf Árna til Campell er svar við bréfi sem Campell sendi í júlí þar sem hann gagnrýndi harðlega hvalveiðar Íslendinga og þær aðferðir sem not- aðar eru til að aflífa hrefnurnar. Í bréfi sínu bendir Árni á að hvalveiðar Íslendinga í vísindalegum tilgangi séu ekki ólöglegar og að rannsóknir á hvölum séu mjög mikilvægar fyrir Ís- lendinga. Hvalir hafi áhrif á vistkerfi hafsins og séu þeir undanskildir í sjávarrannsóknum geti það leitt til rangra ályktana. Án hvalarannsókna sé ekki hægt að svara þeim spurn- ingum sem þarf til að stuðla að sjálf- bærum fiskveiðum og sjálfbærri nýt- ingu sjávarauðlinda. 80% drepast strax Árni bendir einnig á að aðferðirnar sem er beitt við hvalveiðar séu þær bestu út frá mannúðarsjónarmiðum. Norskir vísindamenn hafi sýnt fram á að 80% hvalanna drepist um leið og þau eru skotin en hin 20% verði strax meðvitundarlaus og deyi innan nokk- urra mínútna. Árni segir að lokum að samkvæmt ályktun um aðferðir við hvalveiðar séu stjórnvöld ekki eingöngu hvött til að leggja fram upplýsingar um hval- veiðar, heldur einnig sambærilegar upplýsingar um veiðar á öðrum stórum spendýrum. Í því sambandi sé áhugavert að skoða veiðar á þúsund- um villtra úlfalda í Ástralíu, en dýrin eru skotin úr þyrlu. Auk þess séu milljónir kengúra veiddar árlega í landinu. Árni segir að í ljósi þess hversu mikinn áhuga ráðherrann hafi á aðferðum Íslendinga við hvalveiðar geri hann ráð fyrir því að Ástralar muni leggja fram gögn um veiðar sín- ar á úlföldum og kengúrum. Árni M. Mathiesen ritar umhverfisráðherra Ástralíu bréf Þúsundir kameldýra skotnar úr þyrlum Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is UNDIRBÚNINGSVINNA vegna nýs tónlistarhúss í Reykjavík er nú á lokastigi en unnið er að því að fara yfir tvö tilboð sem hafa verið gerð í verkið. Framkvæmdaraðilinn mun byggja tónlistarhús og ráðstefnu- miðstöð og sjá bæði um fjármögnun og rekstur. Ríki og borg greiða hins vegar ákveðna fjárhæð út samnings- tímann, eða í 35 ár. Ólafur B. Thors, stjórnarformaður Austurhafnar-TR ehf. sem vinnur að undirbúningnum, segir að upphaf- lega hafi verið gerð þrjú tilboð í verkið. Einn hópur datt út í fyrstu umferð en í gær og í fyrradag kynntu hinir tveir ítarlegri tillögur. Vinna við að meta tillögurnar hefst í dag en Ólafur segist ekki viss hversu langan tíma það komi til með að taka. „Við viljum gera þetta eins fljótt og hægt er en tökum okkur samt þann tíma sem þarf,“ segir Ólafur og bæt- ir við að hann hafi sjálfur talað um sex vikur í þessu sambandi. Ólafur segir tillögurnar báðar mjög áhugaverðar en auk byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðv- ar gera báðir aðilar ráð fyrir að reisa hótel. „Bjóðendur þurfa að sjá til þess að þetta beri sig og skili tekjum,“ bendir Ólafur á. „Ég er bjartsýnn á að við fáum mannvirki sem verður Reykjavík til sóma og mikil lyftistöng fyrir alla þá mið- borgarstarfsemi sem er þar fyrir.“ Undirbúningur tónlistarhúss á lokastigi GRJÓTHRUN varð í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, um tvöleytið í gær. Að sögn lögreglunnar í Bolungarvík féllu tveir stórir grjóthnullungar á veginn þannig að það stórsá á honum á tveimur stöðum. Eng- inn var á ferð um hlíðina þegar grjótið féll. Einn hnull- ungur braut svo staur sem heldur neti sem hefur verið strengt til þess að verja veginn. Hvorki urðu slys á fólki né skemmdir á bílum. Þurrt hefur verið í veðri að undanförnu og er því ekki hægt að kenna rigningu um hrunið að sögn lög- reglunnar. „Þessi hlíð er öll á hreyfingu,“ sagði lög- reglumaður á vakt í gær. Skemmdir eftir hrun í Óshlíð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ÖKUMAÐUR fólksbíls var stöðvaður í Borgarnesi í gær eftir glæfraakstur um Norðurárdal með barn í bílnum hjá sér. Lögreglumaður á Hólmavík varð fyrst var við manninn og mældi hann á 146 km hraða. Hann hlýddi þó ekki stöðvunarmerkjum og ók áfram suður. Með lögreglubíl með blikkandi ljós á eftir sér ók hann 40 km og hvarf lögreglumanninum stundum sjónum því heldur dró í sundur með þeim en hitt, samkvæmt lögreglunni á Hólma- vík. Á leiðinni ók hann framhjá Háskól- anum á Bifröst þar sem er 50 km há- markshraði og framhjá vegafram- kvæmdum þar með sömu hraða- takmörkunum. Loks hlýddi hann lögreglunni í Borgarnesi sem fengin var til aðstoðar við að stöðva för mannsins. Hann var allsgáður og gaf engar skýringar á háttalagi sínu. Það sem telst ekki síst alvarlegast er að í bílnum var barn. Lögreglan á Hólmavík telur hátt- semina geta jafnvel varðað við al- menn hegningarlög auk umferðar- laga. Ekki sé óhugsandi að ljúka verði málinu með því að ákæra manninn. Reyndi að stinga af á 146 km hraða SEXTÁN ára stúlka hefur kært til lögreglu kynferðisárás sem hún varð fyrir á kvennasalerni á unglinga- dansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolungarvík aðfaranótt laugardags- ins 13. ágúst. Að sögn lögreglu í Bol- ungarvík var farið með kæranda á sjúkrahúsið á Ísafirði til rannsóknar og aðhlynningar. Lögreglumenn í Bolungarvík og á Ísafirði hafa unnið að rannsókn málsins og notið aðstoðar tækni- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Kærandi gaf skýrslu fyrir dómi fljót- lega eftir að rannsókn hófst og lög- reglan hefur tekið skýrslur af öllum sem náðst hefur til og kunnugt er að hafi verið á umræddum dansleik, jafnt gestum sem og þeim sem þar voru að störfum, alls um 90 manns. Málið er enn í rannsókn. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa verið á umræddum dansleik eða kunna að búa yfir upp- lýsingum um málið, og ekki hefur verið haft samband við, að snúa sér til lögreglunnar í Bolungarvík. Ung stúlka kærir kynferð- isárás í Bol- ungarvík ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.