Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 53

Skírnir - 01.01.1920, Page 53
Skirnirj Ritfregnir. 47 og galli. Það gerir frásögnina áhrifameiri, gefur henni líf og litu, er iesendur finna hjartaslög höfundarins í orðunum, en visindalegt gildi hennar rýrnar, sé hún ekki alveg óhlutdræg. Það er hægara að segja en gera, að varast siíkt, en ekki skil eg, að neinn geti brugðið höfundinum um hlutdrægni í þessari bók. Eg get dást að óhlutdrægni hans í frásögu um svo viðkvæmt efni sem þetta hlýtur að vera hverjum Islendingi. En alt fyrir það er frásögnin röksamleg, skorinorð og sköruleg. Listfengi hans í að segja sögu nýtur sín eðiilega ekki eins vel í vísindariti með aragrúa af til- vitnunum og röksemdum, eins og þar sem hann segir sögu blátt áfram. En þegar öllu er á botninn hvolft, mundi eg þó taka að mór, byggi eg enn þá uppi í sveit, að lesa bókina frá upphafi til enda fyrir fólkinu á vökunni og láta því ekki leiðast. Málið er ijóst, iátlaust og yfirleitt hreint. Mér þykir fyrir því, að inn í svona merkilega bók hefir samt einhvern veginn kom- J8t nýtízku málvillan að »bera e-u við« í staðinn fyrir að berja 8-u við. Það er ekki langt síðan eg hef fyrst séð hana í ritmáli, en henni hafa óðum vaxið vængir, og nú prýðir hún blöðin á hverj- utn degi. í mæltu máli hefi eg ekki enn orðið hennar var. Lík- lega hafa hér ruglast saman orðatiltækin að »bera fyrir« og »berja við«. Bæði eru um vörn. Menn báru fyrir sig skjöldinn, en slógu honum líka stundum flötum við. í afleiddu merkingunni, er menn Verjast með orðum, ósönnum eða lítt merkum, er svo notuð sögn- in að berja við í staðinn íyrir að slá við; aunaðhvort af því að það orð þykir óvirðulegra, eða það felur í sér þrálæti, að slegið er við hinu sama aftur og aftur. Einhver rithöfundurinn, sem ekki hefir skilið talsháttinn, hefir svo ætlað að lagfæra alþýðumál- 'ð og leitt málleysuna í kór. Slík eigum við mörg dæmin, þó að ekki só nema í bæjanöfnunum, Eg nota hér tækifærið til að benda * þessa villu, ef menn kynnu þá fremur að hætta að taka hana hver eftir öðrum < hugsunarieysi og spilla svo tungunni. Verzlunarráð íslands hefir gefið út bókina. Það var myndar-- lega gert og átti vel við. Vandað er til útgáfunnar, sem vænta ttátti. Ekki las eg bókina til að leita að prentvillum, en rakst þó á nokkrar. Eg get einungis þriggja, sem kynnu að villa á sór heimild og sýnast aunars konar villur og verri. Á b'ls. 549, 8. 1. a' o. er nafnvilla »Hofferja« fyrir Kotferja, og á bls. 635, 2. 1. a. ártalsvilla »1829« fyrir 1729. En á bls. 349, 2. 1. a. n. heflr orðið »um« skotist inn í setningu, svo að úr verður málvilla. Mór Þykir vissara að geta um þessa síðustu villu, ef nýir rithöfundar -

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.