Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 2. hefti 1955. Þróun íslenzkra réttarreglna um hjóna- vígslutálma frá siðskiptum til vorra daga Eftir Ármann Snævarr prófessor. I. I afmælisriti dr. Ólafs Lárussonar prófessors, R'eykja- vík 1955, bls. 1—22 er leitazt við að veita yfirlit yfir þær meginbreytingar, sem urðu á hjónavígsluskilyrðum við sið- skiptin hér á landi. Ennfremur eru þar reifaðar aðalheim- ildir um breytingar á hjónavígsluskilyrðum frá siðskiptum til vorra daga og að lokum er greint frá þeim breytingum, er orðið hafa á tvennum hjónavígslutálmum, frændsemi og tengdum annars vegar, en efnaleysi hjónaefna hins veg- ar. I ritgerð þeirri, er hér fer á eftir, er ætlunin að rekja breytingar á öðrum hjúskapartálmum, en þessum tveimur (II) og sýna síðan almenn stefnumörk í þróunarsögu þess- ara lagaatriða (III). II. Einstök hjónavígsluskilyrði. 1. Aldur. I kirkjuskipaninni frá 1537 (sem lögfest var 1541 og 1551) er ekki vikið skýrlega að hjúskaparaldri hjónaefna. Þar segir það eitt, að ekki megi gefa saman persónur í hjúskap, sem hafi trúlofazt „an þeirra vilja, sem þær eru undirgefnar". Þetta ákvæði á ekki beinlínis við hjúskaparaldur sem slíkan, heldur víkur það aðeins 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.