Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 6
felldur með 16 atkv. gegn 5. 1 umræðunum kom það m. a. fram, að fjögur árin fyrirfarandi höfðu gifzt að meðaltali á ári hverju 32 stúlkur innan tvítugs og 120 karlmenn innan 25 ára aldurs. Aldursákvæði tilsk. 1824 voru gild lög fram til gildis- töku 1. nr. 39/1921. Með 7. gr. þeirra laga var hjúskapar- aldur kvenna ákveðinn 18 ár, en karla 21 ár, svo sem kunnugt er. Dómsmálaráðuneyti er heimilað að veita undanþágu frá þessu ákvæði. 2. Samþykki forráðamanna hjónaefna til ráðahags. Eins og fyrr greinir, er svo fyrir mælt í kirkjuskipaninni 1537, að óheimilt sé að gifta þær persónur, sem trúlofazt hafi leynilega „án þeirra vilja, sem þær eru undirgefnar". Ekki er þetta nánar skýrt, og er hér væntanlega ætlunin að byggja á sömu reglum, sem í gildi voru áður en kirkju- skipanin var lögfest. Þær reglur voru í Kristinrétti Árna biskups, svo sem honum var breytt með réttarbót 2. júlí 1294, 18. gr. sbr. réttarbót 14. júní 1314, 13. gr. og Kvg. Jónsb., 1. kap. Um þetta efni býður réttarbótin frá 1294 svo, að giftist mær eða kona, að ekkju fráskil- inni, utan ráðs föður eða bróður eða þess, er réttur gift- ingarmaður er fyrir ráði hennar, hafi hún fyrirgert arfi sínum eftir giftingarmann sinn, þess sem hún stóð til, utan hann vilji meiri miskunn á gjöra, nema giftingar- maður vilji firra hana jafnræði. Hér er ekki um raun- verulegt hjúskaparskilyrði að tefla, en dómstólar töidu þó á 16. öld, að vanræksla á að leita til rétts giftingar- manns gæti varðað því, að ógilda mætti hjúskap. I alþingissamþykkt 1552 (Dipl. Isl. XII, 439) var kveðið á um ýmis efni, sem vörðuðu m. a. hjónaband og hjóna- vígslu. Segir þar, að hjúskapur skuli gjörast með samþykki beggja foreldra, ef til eru, eður hinna nánustu frænda. Þetta atriði um forráð giftingarmanns er áréttað í ýms- um prestastefnusamþykktum, svo sem samþykktGuðbrands biskups Þorlákssonar á Víðivöllum 1576 (Alþb. I, 334) og 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.