Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 8
vikið að þvi, hver meta skuli, hvort undanfærsla eða bann foreldra sé lögmætt. Væntanlega hefir sóknarprestur átt að gera það ásamt prófasti og e. t. v. valdsmanni. 1 sam- bandi við framkvæmd á þessu ákvæði má geta þess, að Guðbrandur biskup setti prest af embætti með bréfi 23. sept. 1600 (sjá bréfabók hans, bls. 527) fyrir að gjöra brúðkaup sitt til frillu sinnar í forboði og banni foreldra hennar. 1 tilsk. 3. júní 1746 er áréttuð nauðsynin á því að leita samþykkis foreldra eða annarra forráðamanna. Þar segir og greinilega, að prófastur, sóknarprestur og sýslumaður skuli meta, hvort synjun þessara aðilja sé nægilega rök- studd, og máttu þeir leyfa hjúskap, ef synjun var ekki fyllilega á rökum reist. Er líklegast, að lagaboð þetta sé að- eins staðfesting eða árétting á þeim háttum, sem tíðkazt höfðu fyrir setningu lagaboðsins, og að það fari ekki með njnnæli. 1 tilsk. 30. apríl 1824, 3. gr. 6. lið, var vígslumanni boðið að leita eftir samþykki foreidra eða annarra réttra aðilja um hjúskap brúðar, nema hún væri ekkja. Sama gilti um brúðguma, ef hann var ekki fullráða. Þetta ákvæði var framkvæmt'svo, að kona þurfti ekki á samþykki að halda eftir að hún varð fullráða og enn var talið, að undantekn- ingarákvæðinu um hjúskap ekkna yrði einnig beitt fyrir lögjöfnun um hjúskap skilinna kvenna. Fullræðisreglurnar breyttust hér á landi, eins og kunnugt er, þegar tilsk. 21. des. 1831 lögleiddi lögræðisreglur D. L. hér, og síðan breyttust þær að nýju, er lög nr. 60/1917 tóku gildi. 1 tilsk. 30. apríl 1824 er gert ráð fyrir, að synjun foreldra mætti skjóta til ,,yfirvalds“, er síðan virti það, hvort synj- un væri lögmæt. Ekki er fullskýrt, hvað-við er átt, þegar talað er um yfirvald í ákvæði þessu. Orðalagið bendir frekast til þess, að valdsmaður einn hafi átt að skera úr þessu, og hefir tilsk, 1824 þá breytt eidri reglum um þetta efni. Eftir 1904 mun hafa verið talið, að úrlausn yfii-valds í þessu sambandi mætti skjóta til stjómarráðs- 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.