Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 10
skilnaðarsök með vissum skilmálum. 0g maki, sem vissi sig haldinn holdsveiki áður en stofnað var til hjúskapar, og leyndi hinn aðilann því, varð að hlíta því, að sá aðilinn, er heill var, krefði hjónaskilnaðar. En ljóst er, að hér er komið út fyrir vébönd beinna hjónavígsluskilyrða í nú- tímaskilningi þess orðs. Þess er næst að geta, að með kon.br. 28. marz 1776 er prestum bannað að gifta nokkurn þann, sem haldinn er holdsveiki eða ber merki þess sjúkdóms. I kon.br. 7. des. 1827, sem lögleiðir tilsk. 30. apríl 1824, segir, að reglan í kon.br. 28/3 1776 um bann gegn hjónabandi holdsveikra skuli halda gildi sínu, en slíkt bann er ekki í tilsk. 1824 út af fyrir sig. 1 ráðuneytisbréfi 30. maí 1848 er enn ítrekað bann gegn vígslu holdsveikra manna og það bann er loks tekið upp í 12. gr. laga nr. 39/1921. Um aðra likamlega sjúkdóma en þá, sem vikið er að hér að framan, má geta þess, að í bréfi Thotts til stiftamtmanns 18/6 1768 örlar á þeim skilningi, að hægt sé að meina þeim manni hjúskap, sem haldinn sé sóttnæmum sjúk- dómi, er hætta sé á að berist á börnin. 1 riti sínu ,,Hand- bók fyrir hvörn mann“ 1812, bls. 47 o. áfr. telur Magnús Stephensen, að hreppstjórum beri að leggja bann við hjú- skap manna yfirleitt, sem haidnir séu næmum og hættu- legum sjúkdómum, og nefnir auk holdsveiki niðurfalls- sótt, fransós-kynjaða sjúkdóma, bólu, flekkusótt og enn- fremur telur hann, að þeir, sem beri geitur ólæknaðar í höfði, megi ekki ganga í hjúskap. Byggir Magnús þessar skoðanir sinar á ýmsum lagaboðum, er varða þessa sjúk- dóma og reyna að tálma útbreiðslu þeirra, en hann telur, að hjúskaparsambúð sé fallin til að valda aukinni hættu á því, að sóttnæmur sjúkdómur berist á börn og maka. Álykt- anir Magnúsar sýnast alltof víðtækar. Hjónavígslubann að lögum er næsta afdrifaríkt fyrir þegna þjóðfélags. Verða því lög ekki talin fela í sér hjónavígslubann, nema slíkt komi skýrt fram í lögunum sjálfum. Fer þvi fjarri, að þessu sé fullnægt um lagastaði þá, er Magnús Stephen- 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.