Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 14
gildi fram til þess, er 1. nr. 39/1921 tóku gildi. Var bið- tínii bænda þá algerlega afnuminn og biðtími konu ákveð- inn 10 mánuðir frá slitum hjúskapar. Átti sú regla við, hverju sem það gegndi, að hjúskap lauk og skipti ekki máli, hverrar stéttar konan var. Ekki þarf kona að þreyja þenna tíma allan, ef sannað er, að hún sé ekki barnshafandi af völdum bónda síns. c. Bússkipti. Ekki þykir ástæða til að lýsa hér ákvæð- unum í kirkju-rítúali 25. júlí 1685, VIII. kap. né ákvæð- um N.L. 2-8-4 og 5-2-13, þar eð þau hafa ekki verið lög- fest hér á landi, svo að kunnugt sé, og má þó raunar vera, að eftir þeim hafi verið farið. Tilsk. 23. ágúst 1793 bannar að rngja ekkju eða ekkil, sem skipta eiga með ólögráða erfingjum, nema sannað sé með vottorði sýslumanns eða héraðsprófasts, að þeir, sem skipta eiga, hafi tilkynnt skiptarétti upphaf skiptameð- ferðar, skiptaréttur hafi skipað ólögráða erfingjum svara- mann og ennfremur sé sannað, að skiptarétti hafi borizt tilkynning um, hvern arfahlut ólögráða menn skuli fá, sbr. um það efni tilsk. 31. marz 1719, 1. gr. Vanræksla um að gæta þessa hjónavígsluskilyrðis hafði engin áhrif á gildi hjúskapar. Vígslumaður var hins vegar ábyrgur gagnvai-t hinum óiögráðu fyrir öllu tjóni og skyldi bæta 100 rd. til fátækra. Kon.br. 29. apríl 1796 leyfir ekkjufólki nýtt hjónaband, þótt skipti séu ekki fullgjörð, ef skrá hafði verið gjörð um eigur dánarbúsins, allt inngjald samreiknað og búið tekið undir lölegar aðgjörðir. Og loks segir svo í tilsk. 30. apríl 1824, 9. gr., að óheimilt sé að vígja ekkju eða ekkil, fyrr en lögleg skipti með erfingjum hins látna maka séu a. m. k. hafin. Frá þessari meginreglu mátti þó víkja, ef búið var undanskilið skiptum með löglegri erfðaskrá eða á ann- an hátt. Þetta ákvæði var í gildi fram til gildistöku 1. nr. 39/1921. Þau lög gera enga verulega breytingu á reglu tilsk. 1824. d. SérákvæSi uvi hjúskap skilinna manna. Hér verður 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.