Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 18
sinn eða festarkonu, fyrr en festunum var slitið á lögmæt- an veg. Um þetta efni þarf ekki að fara í grafgötur eftir gildistöku tilsk. 5. marz 1734. Segir þar, að sá, sem þungi festarkonu sína, sé skyldur til að giftast henni. Gat þessi regla átt við, þótt trúlofun hefði ekki átt sér stað, en þá var tilskilið, að því er varðar sönnun um eiginorð, að heit- orð hefðu farið fram fyrir vottum. Slíkt hjúskaparheit hafði og því aðeins þessa lagaverkun, að festarmaður væri 25 ára, er hann batzt hjúskaparheiti. Lagaröksemdin fyrir því að miða hér við 25 ára aldur hefir ugglaust verið sú, að menn hafa ekki taiið rétt að fella þessa lagaskyldu á ólögráða menn. Er lagareglan hér miðuð við fullræðisaldur eins og hann var í Danmörku og Noregi um þessar mundir. Hér var lögræðisaldur lægri, eins og kunnugt er, alit til þess er tilsk. 21. des. 1831 lög- ieiddi D.L. 3-17. Líklegt er þó, að menn hafi einnig hér á landi skilið ákvæði þetta bókstaflega. Þess er að geta, að trúlofun var að vísu afnumin með tilsk. 4. jan. 1799, en það lagaboð haggar vitanlega ekki reglum um skuldbind- ingargildi eiginorðs að þessu leyti, enda var trúlofunin aðeins lögskipuð formathöfn til þess að tryggja sönnur fyrir stofnun festa. 1 tilsk. 30. apríl 1824 er vígslumanni boðið að gæta þess, að hvorugt hjónaefna sé bundið við löggilda skuldbindingu til þess að gefa sig í annað hjónaband. Sú löggilda skuld- binding, sem hér er átt við, hlýtur að vera lagaskylda sú, sem tilsk. 5. marz 1734 víkur að. Að formi til voru reglur tilsk. 30. apríl 1824, sbr. tilsk. 5. marz 1734, í lögum allt til gildistöku 1. nr. 39/1921, en löngu var sú regla aflögð í framkvæmd, að kona fengi karl- mann skyldaðan til að giftast sér, eða festar væri fyrir- staða á hjúskap milli annarra en festaraðilja. 6. Legorð, frillulífi. Áður var um það rætt, að fyrirstaða var að lögun á hjúskap hórsekra manna. Ennfremur er þess að geta, að samfarir utan hjúskapar sköpuðu tengdir 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.