Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 19
með ættum beggja aðilja, þannig t. d. að karlmanni var meinað að giftast ættingjum konu, er hann hafði legið allt til þremennings. En nú má spyrja, hvort legorð karls eða konu hafi verið því að einhverju leyti til fyrirstöðu, að þau gengju að eigast, t. d. þannig að þau þyrftu leyfi til þess. Ekki er sýnilegt, að slíks leyfis hafi þurft almennt. 1 safni Magnúsar Ketilssonar er að vísu getið 14 leyfa, þar sem legorðsseku fólki er leyfður hjúskapur. Þegar að er gáð, kemur fram, að í öllum tilvikunum er um fólk að tefla, sem svo er skylt, að það mátti ekki ganga í hjúskap fvrir þá sök eða hitt, að prestur ætti í hlut. Þess má þó geta, að í Alþb. VII, 531 frá árinu 1681 er getið konu, er svo stóð á um, að hún hafði gerzt sek um þrjár barneignir með manni, sem var skyldur henni í 2. lið. Síðan eignaðist hún f jórða barnið með óvandabundnum manni. Sagt var, að hún megi ekki giftast þeim manni, nema leyfi konungs komi til. Þessa afleiðingu má rekja til sifjaspella þeirra, sem hér voru framin. Síðasta leyfi til hjúskapar af þessum sökum er getið í Tíðindum um stjórnannálefni Islands III, 619, þar sem presti er veitt leyfi með bréfi 27. maí 1873 til að eiga konu, sem gerzt hafði sek um einfalda legorðssök, en prestar Jiöfðu sérstöðu að þessu leyti, eins og kunn- ugt er. I nokkrum lagaboðum frá 18. öldinni er vikið að þess- um efnum. I tilsk. 23. des. 1735 segir t. d., að fólk, sem geti börn fyrir giftingu, skuli gjalda sektir samkv. Stóra- dómi, en sé undanþegið skriftum skv. N.L. 6-13-1, ef börn fæðast eftir hjúskaparstofnun. Hér er ekki vikið að því, að hjúskaparleyfi þurfi til að koma vegna legorðsins. I op.br. 9. maí 1738 er drepið á það, er prestar og stúdentar lendi í barneignum og hyggist síðar eiga barnsmæður sín- ar. Þurfa þeir þá að sækja um uppreisn til að fá presta- köll eða til þess að fá embætti. Hins vegar er hér ekki getið um það, að þörf sé á hjúskaparleyfi. Þá sýnist einnig vera gengið út frá því í tilsk. 9. júlí 1745, að heimiliskennurum, sem geti börn við nemendum sínum, sé heimilt að stofna 81

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.