Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 21
1 13. gr. tilsk. 30. apríl 1824 var ákvæði um það, er kaþólskur maður vildi ganga í hjúskap við konu, „er játar almennri landsins trú“. Var presti boðið að láta hjónaefni rita undir yfirlýsingu um, að börn þau, sem fæddust í hjúskap þeirra, skyldu hljóta menntun „1 evangelisk-lúth- erskrar kirkju trúarlærdómum“. Þetta ákvæði var numið úr lögum með 1. nr. 30/1917. 1 Danmörku voru þau lög talin gilda, að Gyðingar mættu ekki koma í hjúskap með konum, er játuðu evangelisk- lútherska trú, nema með konungsleyfi, sbr. forréttindabréf 15. maí 1747, 14. gr. Gyðingum, sem höfðu tekið sér lög- lega bólfestu í Danmörku, var veitt borgaralegt jafnrétti á við aðra menn árið 1814, en þó var ekki haggað við hinni gömlu reglu um hjúskap Gyðinga, sbr. t. d. konungsleyfi 23. júní 1815, sem prentað er í Kongelige Reskripter o. fl., útg.: Algreen-Ussing, VII. bindi, bls. 174. I kon. úrsk. 25. maí 1844 var kansellíinu heimilað að veita Gyðingum leyfi til að giftast konum, er játuðu evangelisk-lútherska trú,með þeim skildaga, að börn þeirra skyldi ala upp í evangelisk- lútherskri trú. Þessu bréfi var út af fyrir sig ætlað að gilda einnig hér á landi. I tilsk. 30. apríl 1824 var hins vegar ekki vikið að hjúskap Gyðinga, enda voru þeir ekki eða lítt búsettir hér á landi á þeim tíma, er lagaboð þetta var sett. Má raunar deila um það, hvort þeim hafi þá verið heimil landvist hér á landi, samkv. tilsk. 17. nóv. 1786 og 13. júní 1787, sjá umræður á Alþingi 1855 í sam- bandi við álit þingsins um það, hvort rétt væri að lögleiða hér á landi dönsk lög frá 5. apríl 1850, er heimilaði Gyð- ingum að setjast að í ríkinu. Alþingi 1853 hafnaði tillögu um lögleiðslu þessa lagaboðs, en tillaga um það var sam- þykkt á þinginu 1855, og voru lögin lögfest hér með op.br. 6. jan. 1857. Eins og fyrr greinir, voru ekki bein ákvæði í ís- lenzkum lögum, er stemmdu stigu við hjúskap Gyðinga.Þess er þó að geta, að í bréfi dómsmálastjórnarinnar 30. sept. 1864 um, að amtmönnum sé falið að veita ýmis hjúskapar- leyfi er sleginn sá varnagli, að þeim sé þetta ekki heimilt, 83

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.