Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 27
unin var talin skipta meiru. Og segja má, að þessi áhrif hafi mótað gildandi danska vörumerkjalöggjöf á þann veg, að hún feli í sér miðlun á milli notkunar og skráningar. Réttur til vörumerkis getur því stofnazt hvort heldur er við notkun eða skráningu. Því getur svo farið, að rétti, sem stofnazt hefir, annarsvegar fyrir notkun, en hinsvegar við skráningu, lendi saman. Verður þá álita- mál, á hvern veg skuli leysa úr slíkum ágreiningi. Ákvæði um það er í 10. gr. vörumerkjalaganna. Þar er kveðið á um, hvað til þess þurfi, að skráning vörumerkis verði af- máð með dómi og þá með þeim rökum, að annar en sá, sem merkið fékk skráð, hafi notað það áður. Hafi notk- unin verið svo umfangsmikil, að alkunnugt megi telja, að aðrir en sá, sem skrá iætur, hafi notað merkið, áður en það var skráð, þá getur hver sá, sem hagsmuna hefir að gæta, — ekki aðeins sá, sem sjáifur hefir notað merkið, — fengið dóm um, að skráning skuli afmáð. Dómurinn veitir stefnanda þó ekki rétt til þess að fá merkið skráð fyrir sig. Samkvæmt ákvæðinu er það aðeins notkun í Danmörku, sem skapar grundvöll þess, að skráning skuli afmáð. En § 10 geymir auk þess ákvæði um sérrétt þess aðila, er fyrstur notar merkið. Þeim aðila er ekki aðeins heimilt að fá skráninguna afmáða, heldur getur hann og fengið merkið skráð fyrir sig. Þetta ákvæði um sérstöðu þess, sem fyrstur notar merkið, er í samræmi við þau sjónarmið, er fram komu á Haagfundinum, sem fyrr var getið, svo og danskan hæstaréttardóm frá 1924, sbr. U.f.R. 1924, bls. 272. 1 því máli, sem dæmt var samkvæmt vörumerkja- lögum, er þá giltu, krafðist Hollendingur nokkur skrán- ingu vörumerkis í Danmörku dæmda ógilda með þeim rökum, að hann hefði notað merkið í Hollandi, áður en það var skráð í Danmörku. Hann hélt því á hinn bóginn ekki fram, að hann hefði nokkru sinni notað merkið í Danmörku. Sá, sem fengið hafði merkið skráð, hélt því fram, að notkun merkisins erlendis skipti engu um úrslitin. Hæstiréttur féllst á sjónarmið stefnanda. Er vörumerkjalögin hafa nú 89

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.