Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 29
fyrstur notar merki, leiða þó raunhæf sjónarmið til þess, að hvetja ber hvern þann, er óskar verndar á vörumerki, til þess að fá það skráð, en láta ekki sitja við notkun án skráningar. Þeim, sem aðeins notar vörumerki, en lætur ekki skrá það, mun oft verða sönnunarvant. Hjá þeim vandræðum má komast, ef skráð er. Heimild Islendinga til þess að fá vörumerki skráð í Danmörku er að finna í konunglegri danskri reglugerð dags. 23. sept. 1938. Samkv. henni eiga Islendingar rétt á að fá vörumerki skráð í Danmörku, að því tilskildu þó, að samsvarandi vörumerki sé skráð á Islandi fyrir sama aðila og sömu vörutegundir og vernd eiga að fá í Dan- mörku. Eg ætla ekki að ræða aðferðir þær, sem hafa ber í huga, þegar mörumerki er skráð. Þó vil ég ijúka þessum athuga- semdum um skráningu með því að geta þess, að í Dan- mörku er það ekki skilyrði þess að fá merki skráð, að það hafi verið notað, né heldur að notkunar þurfi með, til þess að skráningin verndi réttinn til merkisins. Hér er um að ræða samræmi við þá kenningu, sem áður greinir, að réttur til vörumerkis fáist því aðeins, að merkið sé skráð. Oft fá stór fyrirtæki vörumerki skráð, sem ekki eru notuð á þeirri stund, en talið er þó, að þörf verði á að nota ein- hverntíman síðar. Hér er framtíðin höfð í huga. Réttur á merkinu er geymdur með skráningunni og greiðslu gjald- anna, sem greiða ber. Réttinn á slíkum geymdum vöru- merkjum viðurkenna bæði dómstólar og skráningaryfir- völd. Ég vík þá að því, hverjar séu kröfur danskrar vöru- merkjalöggjafar til vörumerkis, er óskast skráð. 4. gr. vörumerkjalaganna fjallar um þetta efni. Þar er þess getið, að ýmsar tegundir vörumerkja verði ekki skráðar. Þau merki, sem hér ræðir um, eru m. a.: Merki, sem ekki eru sérstæð — eða m. ö. o. eru ekki hæf til auðkennis, svo og merki, sem fela i sér lýsingu. Einkenni síðarnefndu merkjanna er, að í viðskiptum og kaupsýslu fela þau í sér 91

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.