Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 32
„Electrolux“ á aðra hlið og „Electrotik“ hinsvegar. TUrslit urðu, að notkun orðsins „Electrotik“ var dæmd óheimil. Rökin voru þau, að þótt orðið „Electro“ væri almennt orð, yrði að telja samsetninguna „Elektrolux" sérkennilegt vörumerki vegna fótfestunnar, sem það hafði fengið. Enn má nefna, að orðið „Standard“ hefir verið skráð merki Standard Oil Co. á smurningsolíu. Rökin eru þau, að orð- inu hefði verið áunnin fótfesta í vitund almennings sem tákn á smurningsolíu frá Standard Oil Co. 1 samræmi við alþjóðlegan skilning á orðtakinu „Second- ary meaning" hefir danskur réttur að vísu opnað leið til þess að skrá megi tákn, sem í sjálfu sér fela í sér lýsingu, en þó að því áskildu, að táknið öðlist fótfestu við notkun. Menn mega þó ekki freistast um of til þess að velja sér vörumerki úr hópi slíkra tákna. Rétt er að hafa í huga, að þeim, sem skráninguna annast, ber að athuga, hvort tilkynnt merki hæfi almennri málvenju. Á hinn bóginn ber þeim ekki að x-annsaka, hvort merkið sé tákn, sem þeir, er viðskiptavit hafa á því sviði, telja, að eigi að vera heimil öllum, er þar eiga hlut að. Því er það, að þótt merki hafi sloppið í gegnum hreinsunareld skráningarstjóra, vofir sú hætta ávallt yfir, að hinn innri brestur merkisins verði leiddur í ljós. Saksókn gegn þeim, sem við er keppt og merkið notar, getur þá fengið þau hörmulegu úrslit, að sækjandi verði að sætta sig við notkun keppandans, og auk þess að glata merkinu með öllu, af því að það er talin almenningseign. Þetta er ekki andstætt dómsniðurstöðun- um, sem áður var að vikið. Þar var bent á, að merki, sem í sjálfu sér felur í sér lýsingu, gæti þó orðið sérstakt tákn, ef það áynni sér fótfestu við notkun. Munurinn er sá, að dómstólarnir meta viðhorf almenn- ings á þann veg, að stundum tekst að gera merki, sem í sjálfu sér felur í sér lýsingu, að tákni sérstaks aðila, en stundum ekki. Við þetta mat koma ýmsar aðstæður til greina. T. d. hve rík fótfesta hefir áunnizt, hve lýsing er ríkur þáttur í merkinu o. fl. o. fl. 94

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.