Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 35
„Vacumator" halda gildi. Rökin voru þau, að líking merkj- anna væri beinlínis fólgin í lýsandi eiginleikum þeirra og notkun slíkra lýsingareinkenna yrðu að vera heimil öllum framleiðendum þeirrar vörutegundar, sem um væri að ræða. Það eru ekki orðmerkin ein, sem geta talizt veik. Um suma flokka myndmerkja er hið sama að segja. 1 Dan- mörku eru t. d. myndir af nautgripum, eða höfði á naut- gripum, svo almennt notaðar sem vörumerki fyrir mjólkur- afurðir, að slík merki eru talin veik. Samkv. danskri dóm- venju er því talið, að merki þessarar tegundar geti átt jafnhliða vernd. Með því, sem ég síðast nefndi, er ég kominn mjög í nánd við hinn þriðja aðalþátt þessara hugleiðinga, þ. e. afstöðu vörumerkis og eftirlíkingar þess. Álitaefnið, hvort vörumerki gangi í berhögg við annað, kemur fram, bæði þegar óskað er skráningar nýs merkis — þá verða skrán- ingaryfirvöldin að meta líkinguna — og þegar nýtt merki er notað, án þess að leitað sé skráningar. Það leiðir af eðli máls, að ný merki verða að vera hæfilega aðgreind þeim merkjum, sem þegar eru til, ef vörumerkjum á að bera eitthvert gildi. Um þessa aðgreiningu er komizt svo að orði í vörumerkjalögunum, að eigi megi skrá vörumerki, ef það er svo líkt þegar skráðu merki, að hætta sé á, að villzt verði á merkjunum í viðskiptum, þótt ólík séu í ein- stökum atriðum. I samræmi við þetta segir og, að hvorki sé heimilt að nota eftirmynd né eftirlíkingu af skráðu vöru- merki annars aðila. Það, hvort yngra merki sé of líkt eldra merki, veltur því á heildarmati á þeim áhrifum, sem merkið vekur. Ef um er að ræða merki, sem óskað er, að skráð verði, ræður mat skráningaryfirvalda í fyrstu. Urskurði þeirra má þó skjóta til dómstóla, hvort heldur merkið hefir fengið skrán- ingu eða synjað hefir verið um skráningu. Sé um notkun óskráðs merkis að ræða, ber málið beint undir dómstóla. Er dómstólar eða skráningaryfirvöld meta líkinguna, ber 97

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.