Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 37
orðmerkja gefið nokkra hugmynd um þær aðalreglur, sem fylgt er. Af handahófi skulu nokkur dæmi nefnd. Fyrst skulu nefnd dæmi þess, að hætta var talin of mikil á því, að villzt yrði á merkjum. Eldra merki er nefnt fyrst: AXA — AGA RATININ — RATIGEN DISOL — DISOLEUM FÆ0LIN — FERROLIN SINGALLA — SINLOFA Á hinn bóginn hefir hættan á því, að villzt yrði á merkj- um, ekki verið talin of mikil að því er snertir: CROWN — CORONA RENA — REYMA Fjórða og síðasta aðalatriðið, sem ég vík að, er það, er vernd merkis fer forgörðum, af því að þróun hins skráða merkis leiðir til þess, að það verður almennt vörutákn. Ég gat áður um þá þróun, sem táknuð er með orðunum: „Secondary meaning“. Þessi þróun verður með þeim hætti, að tákn, sem felur í sér lýsingu, ávinnur sér rétt, sem einkenni á vörum sérstaks firma, jafnframt því, sem það táknar vöruna almennt. Hin stöðuga hreyfing, sem hvar- vetna gerir vart við sig í vörumerkjaréttinum, getur á hinn bóginn leitt þróunina í alveg gagnstæða átt. Merki, sem í fyrstu var aðeins einkenni á vöru sérstaks framleiðanda, verður þá tegundareinkenni og öllum heimilt. Hreint svar við því, hvort svo er komið, sem síðast var getið, fæst ekki, ef þróunin var svo langt komin, þegar er merkið var skráð, að það var þá orðið almennt vörueinkenni, því að þá hefði ekki verið rétt að skrá merkið. Þetta sjónarmið hefir væntanlega ráðið úrslitum hins athyglisverða dóms Hæstaréttar, uppkv. 1923, sbr. U.f.R. 1923, bls. 315. Dómurinn fjallar um orðið „Grammophon" og var talið, að orðið væri almennt tákn á talvélum og einkaréttur gæti því ekki fengizt á því við skráningu. Sama má væntanlega segja um dóm frá 1911, sbr. U.f.R. 1911, bls. 467. Urslit urðu 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.