Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 38
þar, að hið skráða vörumerki CARBORUNDUM táknaði krystallað efni, sem notað er, þegar hlutir eru hreinsaðir með núningi og til svipaðra starfa. Dómur So- og Handelsretten, uppkv. 1910, sbr. U.f.R. 1910,bls. 658, felur á hinn bóginn í sér hreint svar. Urslit urðu þau, að orðið LIBERTY væri orðið almennt tákn sér- stakrar tegundar silkiefna, þótt það í fyrstu hefði verið notað sem einkenni á vörum sérstaks firma. Stundum hafa dómstólar ekki viljað viðurkenna, að þró- unin hafi gert vörumerki að almennu vörutákni, sbr. það, sem að framan er sagt um málið varðandi ,,Frigidaire“ og „Frigerator“. Sama sjónarmið kemur fram í dómi í U.f.R. 1942, bls. 943, að því er snertir táknið ,,CRYSTALOSE“. Þar var eigi talið, að táknið væri orðið almennt tákn vöru. Það er þó vafalaust, að í dönsku vörumerkjaskránni — og væntanlega mörgum erlendum vörumerkjaskrám — er fjöldi merkja, sem að visu er enn haldið við að formi til, en eru þó komin í þá aðstöðu, að einkaréttur á þeim verður í reyndinni ekki viðurkenndur, og eigandi slíks merkis get- ur þá ekki búist við því, að notendum merkisins yrði bönn- uð notkunin, ef til kæmi. Almennt er talið, að skráningar- yfirvöldunum sé hvorki rétt né skylt að afmá slík merki ex officio. Ef merkið er í skránni, geta því skráningaryfir- völdin aðeins haft eðli merkisins og þá almennu notkun, sem um er að ræða á því, að nokkrum mælikvarða, er meta skal aðgreiningu þess og síðar tilkynntra merkja. Hver eru nú rök þeirrar þróunar, að sérgreint vöru- merki verður að almennu vörutákni? Margt kemur þar til greina. Miklu skiptir það, ef eigandi merkisins á sjálfur þátt í þessari þróun á þann veg, að láta notkun annarra hlutlausa. 1 dönsku vörumerkjalögunum, 11. gr., er á- kvæði — það má næstum segja að það feli í sér uppeldis- reglu — þess efnis, að ef aðili lætur hlutlaust, að aðrir noti skráð vörumerki hans á þann veg, að telja megi merkið al- mennt tákn á sérstökum vörutegundum, þá glati hann einkaréttinum til notkunar vörumerkisins, sem hann öðl- 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.