Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 41
Eigi má neinn heldur nota tákn, sem hann annars hefir heimild á, ef sú notkun er til þess fallin að villzt verði á því og öðru tákni, sem annað viðskiptafyrirtæki notar með réttu. Annað ákvæði laganna um óréttmæta verzlunarhætti er og vert að nefna, þ. e. hin svonefnda heildarregla (General- klausul). Efni hennar er í stórum dráttum það, að með dómi megi banna athafnir á viðskiptasviði, ef þær eru and- stæðar heiðarlegum viðskiptaháttum. Ef skoðað er frá víðu sjónarmiði, má segja það, sem einnig er nokkuð almenn skoðun á sviði alþjóðaviðskipta, að vörumerkjaréttur er í raun og veru einn þáttur samkeppnisréttarins. 1 vörumerkjaréttinum er því leitazt við að koma sam- keppninni á heiðarlegan og réttlátan grundvöll; þar er og reynt að koma í veg fyrir að almenningur verði dreg- inn á tálar. 103

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.