Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 44
fiskveiðitakmörk, hafi verið notað um landhelgi Islands um langan aldur, og er því stórvillandi að þessu leyti. I þessum kafla er nefnilega fjallað um sögu íslenzku land- helginnar. Þannig er tímabilið fram til 1901 afgreitt með níu línum. Þótt þessum mikilvæga þætti sé ekki helgað lengra mál, hefur höfundi samt gefizt ráðrúm til mis- sagnar eða a. m. k. mjög villandi framsetningar, þar sem segir, að hin skandinaviska fjögurra mílna regla hafi verið í framkvæmd um afmörkun íslenzku landhelginnar á ára- bilinu 1859—1901. Þess er sem sé að engu getið, að laga- boð, er kváðu á um 16 sjómílna landhelgi voru þá enn í gildi, og að Alþingi Islendinga taldi þau í fullu gildi löngu eftir 1859. Þessi tilhneiging höfundar til þess að bendla landhelgi Islands við skandinavisku regluna, er ekki aðeins byggð á röngum forsendum, heldur einnig stórvítaverð. Skýtur því meira en lítið skökku við að höfundur verks eins og þessa, sem er gefið út að tilhlutan ríkisstjómar Islands, skuli blátt áfram leggja minna upp úr áliti Al- þingis Islendinga á rétti Islands í tilteknu máli en því, hvernig dönsk stjórnarvöld treystust til að framfylgja rétti Islands, Hitt sætir þá engu minni furðu, hversu lítt er til þessa kafla er vandað, og ekki sízt það, að varla skuli gerð nein tilraun til að gera grein fyrir hinni sögu- legu sérstöðu Islands í landhelgismálinu. Greinargerðin um tímabilið 1901—1952 er að vísu allmiklu langorðari og meira lesmál, en þó mjög efnisrýr. Fjölmörg atriði, sem bæði var rétt og skylt að minnast á, koma alls ekki fram, svo sem tilraunir til að fá landhelgina stækkaða, meðan samningurinn frá 1901 var i gildi og áskoranir til Alþingis þar að lútandi. Þátttaka Islands í Haagráðstefnunni 1930, dómar hæstaréttar frá 1931 o. fl. o. fl. Skal ekki farið nán- ar út i þá sálma hér. Sannarlega hefði þurft að leggja áherzlu á að gera allan þennan hluta verksins sem beztan, en það er öðru nær, og manni verður á að hugsa, að hafi hinir erlendu sérfræðingar, er voru til ráðuneytis um landhelgismálin, fengið svipuð gögn og kafla þennan til 106

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.