Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 48
Frá bæjarþingi og sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur: Nokkrir dómar frá árinu 1954. FJÁRMUNARÉTTUR. Vanheimild á seldum hlut. Gjaldmælir í bifreið. Á árinu 1948 seldi P. manni einum S. bifreið. 1 samn- ingi um söluna var tekið fram um ýmsa hluti varðandi bifreiðina, hins vegar var þar að engn getið gjaldmælis, sem í henni var. Tók S. við bifreiðinni með gjaldmælinum. Notaði hann síðan bifreiðina og mælinn þar til á árinu 1952, að H. gaf sig fram og sannaði eignarrétt sinn á mælinum og tók hann til sín. S. krafði nú P. um bætur vegna þessa, að hann hefði misst mælinn, en hann hafði fylgt með i kaupunum. P. taldi, að við kaupin hafi S. verið kunnugt um að H. átti mælinn, cn H. ætti alla slíka mæla í bifreið- um hér á landi. Ekki var talið sannað, að S. hefði verið kunnugt um það við kaupin, að H. ætti mælinn og var P. gert að bæta honum verð mælisins. (Dómur B.Þ.R. 12/4 1954.) ÁbyrgS á seldum grip. 1 aprílmánuði 1951 seldi P. kú eina. Var svo tekið fram við kaupandann D., að kýrin væri snemmbær. Var kýrin afhent síðast í maí 1951 og kaupverðið greitt nokkrum dögum seinna. Eftir að kýrin hafði verið skamma hríð í vörzlum D., beiddi hún. Kveðst D. hafa tilkynnt P. um þetta, en P. neitaði, að hann bæri nokkra ábyrgð á kúnni. Um haustið lét D. slátra kúnni og krafðist síðan riftunar á kaupunum og skaðabóta. P. taldi, að kýrin hefði misst 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.