Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 51
Bifreiðaárekstur viS verkfcdlsvörzlu. — Skaðabætur. 1 desembermánuði 1952 gerðu verkalýðsfélög hér í bæn- um verkfall. Létu félögin stöðva bifreiðir á leið til bæjarins og kanna hvort í þeim væru ákveðnar vörutegundir, er þau töldu óheimilt að flytja þangað. G. var einn af slíkum vörð- um við Lambhagabrú, og hafði hann með sér bifreið sína. Er sást til umferðar um veginn, var bifreiðinni ekið inn á hann við brúarendann þannig, að hann lokaðist. Þann 18. desember 1952 ók K. bifreið, eign Kf. áleiðis til Reykja- víkur. Er sást til ferða hennar frá Lambhagabrúnni ók G. bifreið sinni inn á brúarendann og stöðvaði hana þann- ig á veginum, að ekki varð ekið framhjá henni. Tendraði G. ljós til bifreiðarinnar og slökkti þau á víxl til að vekja athygli á þessu. K. ók hinsvegar hiklaust áfram og á bifreið G. og senti henni til hliðar. Síðan ók hann til bæjarins. G. krafði nú K. og Kf. um bætur vegna skemmda á bifreið- inni. K. var talinn hafa ekið mjög óvarlega og vera valdur að því hvernig fór. Hinsvegar var G. talinn meðvaldur, þar sem hann lagði bifreið sinni þarna án heimildar og að nauðsynjalausu. Talið rétt að skipta sök á árekstri þess- um til helminga. (Dómur B.Þ.R. 26/5 1954.) Handtaka af óbreyttum borgurum. — Skaðabætur. Um nóttina þann 19. marz 1954 var I. á gangi á götu einni hér í bænum. Er hann gekk framhjá bifreið einni, sem í sátu tveir menn, kallaði annar þeirra, K., til hans, en hann sinnti því engu. Fór K. þá út úr bifreiðinni og elti I. Varð hann hræddur og tók til fótanna, en brátt náði K. honum og felldi hann í götuna. I. hrópaði á hjálp, og komu menn þarna að og síðan lögreglumenn. K. sleppti þá I. og afhenti hann lögreglumönnum og taldi hann, að I. mundi vera þjófur einn, er lögreglan leitaði að. Var síðan farið 113

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.