Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 55
Lífskjör og menntun. Ríkisstjórnin hefir boðað, að lagt verði fyrir Alþingi það, sem nú situr, frumvarp um laun opinberra starfs- manna. Þegar þetta er ritað, er lítið vitað um efni frumvarpsins og þau sjónarmið, sem gerð þess hafa ráðið. Líklegt er þó, að gömlum reglum hafi verið fylgt. Því þykja efni til þess að koma hér á framfæri sjónarmiðum, sem telja má nokkur nýmæli. Verkfræðingafélag Islands hefir fyrir skömmu, á greina- góðan og skilmerkilegan hátt, gert samanburð á fjárhags- kjörum verkfræðinga annarsvegar og iðnlærðra manna hinsvegar. Samanburðurinn er í skýrsluformi og birtur hér á eftir. Hann talar sínu máli og þarf ekki annarra skýringa en þeirrar, að þótt hann sé miðaður við verk- fræðinga, en ekki t. d. lögfræðinga, þá er þó gildi hans í aðalatriðum hið sama fyrir alla langskólagengna menn. Reiknað 30. apríl 1955. Skýrsla, er sýnir meSaltekjuþörf verkfrœðings ó starfsœvinni miSaS viS tekjumissi ó nómsórunum. Tekjumissir verkfræðinema er hér fundinn með því að bera saman tekjur hans og verkamanns á námsárunum. Gert er ráð fyrir, að verkamaður vinni 2300 klst. ár hvert fyrir 16,37 kr/klst. (2300X16,37 = 37,651 kr/ár brúttó) og að hann sé einhleypur fyrstu 7 árin, kvæntur 8. árið og kvæntur með 1 barn á framfæri 9. árið. Einnig er gert ráð fyrir, að verkfræðinemi vinni ár- lega 3 mánuði fyrstu 3 árin og 2 mánuði 4. árið fyrir sömu kjör og verkamaður. Á háskólaárunum er verkfræðinemanum talinn meðal- styrkur til tekna. Aðrar tekjur, sem hann kann að hafa, 117

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.