Hugur - 01.01.2000, Page 14

Hugur - 01.01.2000, Page 14
12 Sigríður Þorgeirsdótúr HUGUR ins þar eð hún var talin æðsti hluti mannshugans, voru konur jafnvel ekki taldar hafa sálir. (Það er merkilegt að nú á tímum þegar sálin er fremur léttvæg fundin, eru konur iðulega taldar meiri sálir en karlar.) Þögnin, sem Aristóteles taldi höfuðdjásn konunnar, var ennfremur gerð að skyldu, því konum var skipað að þegja í kirkjum langt fram eftir öldum. En nóg um Aristóteles. Kenningar hans enduróma í sögu hug- mynda okkar um manninn. Karlinn er viðmið, sem konan er frávik frá. Þegar upp er staðið má segja að heimspekingar eins og Aristóteles spyrji hvað karlinn er, en til hvers konan er,8 og það er augljóst af ofansögðu hvernig samfélagslegt hlutverk konunnar er leitt af líffræði- legri undirstöðu kyns hennar. Kyn hennar er hlutskipti hennar. En höldum nú áfram, því ég ætla mér að sýna hvernig hefðbundnar heimspekilegar hugmyndir enduróma í kenningu Gunnars Dal. Þessar hefðbundu hugmyndir hafa tekið breytingum, sem ég geri grein fyrir með því að reifa glefsur úr kynjakenningum Rousseaus og Hegels. Kynjaspeki Rousseaus nær alla leið til íslands því Björn í Sauðlauks- dal ritaði í lok 18. aldar uppeldisrit fyrir konur og karla að nokkru leyti í anda hennar. Þessar síðari tíma kenningar um kynin hafa samt ekki kollvarpað hinni aristótelísku kynjakenningu, því rammi þeirra er eðlishyggjan og tvíhyggjan sem Aristóteles leggur fræðilegan grunn að. Rousseau, Hegel og Björn í Sauðlauksdal Konur eru í kenningu Rousseaus og Hegels einnig skilgreindar út frá líffræði sinni, sínu náttúrulega hlutverki. Konur eru tilfinningastýrð- ari og líkamlega skilyrtari en karlar. Það ber að athuga að tilfinninga- semi kvenna er talin mjög neikvæð, já, beinlínis varasöm. Þetta við- horf til tilfinninga má rekja til forngrískrar heimspeki, en skv. hinni platonsku og aristótelísku heimspeki eru tilfinningar (gr. paþos) sjúk- 8 í túlkun sinni á kynjakenningu Aristótelesar leggur Susan Moller Okin réttilega áherslu á að konan hafi ákveðnu hlutverki að gegna, en karlinum beri að leyfa eðli sínu sem maður og skynsemisvera að njóta sín. Sjá bók Okin, Women in Western Political Thought, Princeton: Princeton University Press, 1979, einkum 4. kafla, „Woman's Place and Nature in a Functionalist World,“ bls. 73-98. Bók Okin hefur að geyma afar greinargóða rannsókn á hugmyndum um konur í stjómspekikenningum menningar okkar frá tímum Platons til vorra daga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.