Hugur - 01.01.2000, Page 26

Hugur - 01.01.2000, Page 26
24 Geir Sigurðsson HUGUR margir skapstyggir og raunar oft skemmtilegir bölsýnismenn, heldur reynir hann þvert á rnóti að vinna bug á bölsýninni og þeirri óham- ingju sem hana grundvallar. Það sem vakir fyrir mér í þessu erindi er lítið annað en að kynna manninn og heimspekina. Reyndar freistaði mín nokkuð að bera hann saman við ýmsa aðra ónefnda jaðarhugsuði seinni tíma, því vissulega sé ég fyrir því forsendur; hins vegar er slík- ur samanburður í fyrsta lagi mjög flókinn, sérstaklega fyrir áheyrendur sem ef til vill eru lítt kunnugir báðum eða öllum þeim hugsuðum sem bera skal saman, og þar sem í öðru lagi má deila um gagnsemi hans taldi ég hann á endanum ekki mjög hentugan, að minnsta kosti ekki í fyrirlestri, og ákvað því að einbeita mér fremur að kynningu á Leopardi sjálfum.2 Á íslandi er Leopardi nefnilega tiltölulega óþekktur. Lítið hefur ver- ið eftir hann þýtt og jafnvel enn minna um hann fjallað. Af verkum hans hefur borið mest á stuttum prósa sem þýddur hefur verið að minnsta kosti tvisvar, ef ekki oftar. Ástæðan fyrir vinsældum þessa tiltekna smáverks á meðal íslendinga er skiljanleg-á ítölsku ber það nafnið „Dialogo della natura e di un Islandese“ og birtist fyrst árið 1971 sem „Samtal náttúrunnar og íslendings.“ Nú fyrir skemmstu, eða vorið 1997, leit svo dagsins ljós önnur þýðing á sama verki sem - Þess má geta að í M.A. ritgerð minni, The World as Myth and Mechan- ism—Giacomo Leopardi vs. Kant and the Enlightenment, geri ég mér nokkurn mat úr því að bera saman viðhorf Leopardis, Kants og upplýsingarmanna til vísinda, fagurfræði og almennra lífsgilda. Einnig má nefna hvað varðar saman- burð að ýmsir munu vafalaust sjá margt um líkt með Leopardi og bölsýnismeistar- anum Arthur Schopenhauer, en þeir voru samtímamenn og skrifuðu á sama tfmabili. Nánast er þó fullljóst að hvorugur þekkti til verka hins; í mesta lagi má vera að Schopenhauer haft kynnst ljóðum og/eða prósum Leopardis á sínum efri árum, svo ekki var um að ræða áhrif þeirra á milli. Þó hefur þótt vera grundvöllur til samanburðar og árið 1858 kom út stutt verk eftir ítalska bókmenntagagnrýn- andann Francesco de Sanctis, þar sem hann ber saman hugsun þeirra félaga. Niðurstaða hans er raunar sú að Leopardi búi yfir litlu sem engu heimspekilegu gildi, því þótt hann tjái ýmislegt sem minnir á heimspeki Schopenhauers, geri hann enga tilraun til að skýra þær (sjá de Sanctis: „Schopenhauer e Leopardi,“ bls. 138 o.áfr.). Niðurstaðan er skiljanleg í ljósi þess að minnisbækur Leopardis, Zibaldone di pensieri, sem hafa að geyma heimspekilegan grundvöll þeirra hugmynda sem hann oft slengir fyrirvaralaust fram í prósum sínum, höfðu enn ekki verið birtar og þurftu raunar að bíða þess í önnur fjörtíu ár eftir útkomu ritgerðar de Sanctis. Minnisbækurnar syna glöggt að hann setti vissulega frant skýringar á hugmyndum sínum og viðhorfum; en þær sýna líka að hann byggði á allt öðrum grunni en Schopenhauer.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.