Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 10

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 10
Snorri G. Bergsson í raun voru það „fasistarnir í bresku ríkis- stjórninni", hin „raunveru- lega fimmta herdeild", sem báru ábyrgð á þeim fjölda- handtökum sem nú hófust Scheither heildsali.26 Virðist vera, sem a.m.k. fimm öðrum hafi verið sleppt, þeirra á meðal Friedrich Fahning, sem hlotið hafði íslenskan ríkisborgararétt 1939.27 Pjóðverjarnir voru handteknir án málalenginga og fengu hvorki að kveðja fjölskyldur sínar né taka með sér persónulega muni. Þeim var safnað saman í kjallara ræðismannsskrifstofunnar að Tún- götu 18 og voru þeir síðan fluttir niður á bryggju, þar sem tundurspillir beið þeirra. Gunnar M. Magnúss lýsti aðstöðu þeirra á eftirfarandi hátt: Á austurhorni hafnarbakkans stóð hinn nöturlegi hópur þýzku fanganna, og tvísteig í nokkru eirðarleysi meðan stundir morgunsins liðu seinlega. Þessir menn höfðu að vísu ennþá fast land undir fótum, en þjöppuðust smám saman fram á ystu nöf bakkans, og fram af þeirri þröm áttu þeir að hverfa innan stundar út í steingráa skrokka, þar sem fjandmenn föðurlands þeirra réðu stjórn og stýri.28 Fyrr en varði voru fangarnir komnir af stað til Bretlands og fleiri fylgdu í kjölfarið. Næstu þrjár vikur voru sex menn handteknir: Frank Fluter sápugerðarmeistari á Akureyri,29 Ernst Hinz kaupsýslumaður, Karl Meuschke sjón- glerjafræðingur, Wilhelm Möllenstadt, Sebald Tresper pylsugerðarmaður og dr. Gerd Will sendikennari.30 Það vekur athygli, að Gyðing- ar, konur með þýskan ríkisborgararétt og pólítískir flóttamenn fengu að fara frjálsir ferða sinna, ólíkt því sem gerðist í Bretlandi.31 Bretar í vanda Þegar Póllandi hafði verið skipt milli Þýska- lands og Sovétríkjanna hófst hið svokallaða „gervistríð“ (phoney war), þar sem bein stríðsátök áttu sér ekki stað milli stórvelda Evrópu. En Finnlandsstríðið gerði mönnum ljóst, að það kraumaði undir rólegu yfirborð- inu og hvenær sem væri gætu átök blossað upp að nýju. I aprílbyrjun 1940 réðust Þjóðverjar á Nor- eg og Danmörku og síðan Niðurlönd og Frakkland mánuði síðar, og fyrr en varði var mestöll Vestur-Evrópa á yfirráðasvæði Þýska- lands. í Bretlandi gengu sögusagnir um, að einkum Noregur og Holland hefðu fallið í hendur Þjóðverja vegna svikráða þýskrar „fimmtu herdeildar“ í löndunum. Bresk dag- blöð gripu slíkar æsifréttir á lofti og hófu bar- áttu fyrir hertum aðgerðum stjórnvalda gegn Þjóðverjum í Bretlandi, með stuðningi manna í æðstu stöðum þjóðfélagsins. Slagorðið var yfirleitt „Collar the Lot“ eða „takið þá alla“.32 í maíbyrjun 1940 samþykkti breska ríkis- stjórnin að herða eftirlit með útlendingum í Bretlandi og 12. maí hófust fjöldahandtökur á fólki af þýskum ættum, bæði í Bretlandi og samveldisríkjunum. Á ríkisstjórnarfundum 15., 18. og 22. maí urðu þó snörp skoðana- skipti meðal breskra ráðherra um handtök- urnar. Sir John Anderson, innanríkisráð- herra, mótmælti hinni nýju stefnu, þar sem sýnt væri að útlendingar í B- og C-flokkum væru hættulausir. Meirihluti ríkisstjórnarinn- ar virðist þó hafa verið ósammála honum, því 27. maí skipaði hún Öryggismálanefnd Breta- veldis, undir forsæti Swintons lávarðar af Masham,33 en nefndin var aðallega skipuð harðlínumönnum frá breskum leyniþjónust- um og öðrum öryggisstofnunum. Skipun nefndarinnar var talin rothögg fyrir Sir John og Halifax lávarð, utanríkisráðherra, en þeir höfðu barist fyrir hófsamari lausn vandans.14 Þá grunaðiað gæsluvist [útlendinga] hefði ekki komið til af stundarótta Breta við njósnara eða aðra úr fimmtu herdeildinni, heldur... væri hún hápunktur árangursríkrar herferðar manna í og utan [bresku] ríkisstjórnarinnar sem aldrei hefðu sætt sig við nærveru framandi útlendinga [í Bretlandi].35 í raun voru það „fasistarnir í bresku ríkis- stjórninni“, hin „raunverulega fimmta her- deild“, sem báru ábyrgð á þeim fjöldahand- tökum sem nú hófust.36 Þetta voru menn sem skeyttu því engu, þótt flóttamenn undan of- sóknum nasista væru fangelsaðir og færðir í gæslubúðir. Einnig hunsuðu þeir ákvæði Gen- farsáttmálans um skyldur ríkja sem áttu í styrjöld og þau lýðræðislegu réttindi, að menn teldust saklausir þar til sök þeirra sannaðist. Samkvæmt skoðanakönnunum frá því í lok aprfl 1940 var aðeins 1% almennings í Bret- landi fylgjandi fjöldahandtökum útlendinga. Mánuði síðar, þegar Þjóðverjar höfðu valtað 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.