Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 44

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 44
Aðalgeir Kristjánsson Auk latínu og grísku kunni hann skil á fornensku, gelísku, hebr- esku, arabísku, finnsku og ung- versku og í ritum sínum vitnar hann til sanskrítar og grænlensku. Þá kunni hann þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku og portúgölsku inn af Birgi Thorlaciusi prófessor og dagsett- an 14. október 1819.4 Hann segist hafa nauða- þekkt Þorleif Repp allt frá því að hann kom til Hafnarháskóla og hrósar dagfari hans, íhygli og fræðaáhuga, þar sem hann eigi fáa sína jafningja. Hann hafi nýtt tímann vel og tekið miklum framförum. Þorleifur sé mikils metinn í háskólanum sakir þekkingar og sjálf- stæðra rannsókna. Að undirbúningsprófum loknum hafi hann stundað nám um tveggja ára skeið í þeim greinum læknisfræðinnar sem tengjast eðlis- og efnafræði, en síðan hafi heimspekin orðið aðalviðfangsefni hans og í janúar 1819 hafi hann hlotið verðlaun fyrir samkeppnisverkefni sem efnt var til árið áður og bar heitið: Exposita notionum, qvas hom- ines vocabulo naturæ exprimere soleant ... Birgir bætir því við að sér sé kunnugt um að hann hafi einnig leyst hliðstætt verkefni í fag- urfræði. Þar hafi hann að vísu ekki unnið til verðlauna, en engu að síður hafi úrlausnin þótt bera vott um sjálfstæða hugsun og fjöl- þætta þekkingu. Þá getur Birgir þess að Repp sé mjög vel að sér í íslenskuin fornbókmennt- um og Árnanefnd hafi falið honum vandasöm viðfangsefni sem hann hafi leyst af hendi með prýði, enda þótt hann sé ekki styrkþegi henn- ar. Birgir endar á því að mæla með að Þorieifi verði veittur styrkur af opinberu fé (offentlig Understpttelse) til að halda áfram vísindaiðk- unum sínum. Þessi greinargerð var síðar prentuð í sérstökum bæklingi ásamt fleiri um- sögnum um lærdóm Repps. Þorleifur Repp setti ekki ljós sitt undir mæliker. Birgir getur þess að hann hafi ósjald- an tekið til máls sem andmælandi við doktors- varnir og við síðustu doktorsvörn í læknisfræði hafi hann aflað sér álits sem svaramaður - respondens - doktorsefnis við vörn þess. Eins og sjá má af orðum Birgis Thorlacius- ar var Repp í miklu áliti sakir víðtækrar þekk- ingar þegar á unga aldri. Málakunnátta hans var með ólíkindum. Auk latínu og grísku kunni hann skil á fornensku, gelísku, hebr- esku, arabísku, finnsku og ungversku og í rit- um sínum vitnar hann til sanskrítar og græn- lensku. Þá kunni hann þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku og portúgölsku. H. C. 0rsted var kennari hans í raunvísindum og líkt og aðrir íslenskir stúdentar kynntist Repp Rasmusi Chr. Rask og hreifst mjög af lærdómi hans í norrænum fræðum og þeim nýjungum sem urðu í málvísindum fyrir tilverknað hans. Allar líkur benda til þess að meðmælabréf Birgis Thorlaciusar hafi verið lagt fram með styrkumsókn frá Þorleifi. Síðari hluta árs 1819 leitaði háskólastjórnin álits guðfræðideildar á umsókn frá Repp með bréfi 23. október 1819. Ekki er ljóst hvað Þorleifur sótti um. Garðvist hans var á enda runnin ásamt styrkjum þeim sem henni fylgdu. í öðru bréfi frá háskóla- stjórninni, þann 20. nóvember sama ár, lagði hún til að Þorleifi yrði útvegað húsnæði á „Collegierne“. Þetta voru stúdentagarðar sem veittu ýmis fríðindi þeim sem skarað höfðu fram úr og lokið hefðbundnu háskóla- námi. í bréfinu var lagt til, gæti ekki af þessu orðið, að brugðið yrði á það ráð, með tilliti til framúrskarandi vitnisburðar sem fylgt hafi umsókninni, að veita honum garðstyrk og húsnæði á Garði til marsloka 1820 líkt og hánn hefði hingað til haft.5 Þorleifur Repp var mjög félagslyndur mað- ur, en ekki að sama skapi þjáll og samvinnu- þýður. Hann kom mjög við sögu félaga sem störfuðu að menningarmálum með einum eða öðrum hætti með Islendingum og Dönum á stúdentsárum sinum. Þegar Hafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags var stofnuð í upp- hafi árs 1816 var cand. philos. Þorleifur Guð- mundsson Repp einn í hópi íslenskra Garð- stúdenta á stofnfundinum og hét deildinni þriggja dala árlegum styrk.'1 íslenskir stúdentar blönduðu yfirleitt ekki mikið geði við danska stúdenta á Garði. Þor- leifur Repp virðist hafa verið undantekning frá þeirri reglu. Danska stúdenta hafði lengi dreymt um að mynda með sér félagsskap, en ekki orðið úr fyrr en 16. júlí 1820. Stud. med. Þorleifur Repp var einn stofnenda,7 en að fáu öðru er hans þar getið, enda fór hann til Eng- lands ári síðar. Á stúdentsárum sínum var Þorleifur Repp einnig tíður gestur í Bakkehuset úti á Frið- riksbergi. Húsráðendur þar voru Knud Lyne Rahbek prófessor og Kamma kona hans. Þor- leifur kenndi Rahbek íslensku og kynnti hon- um íslenskar fornbókmenntir og studdi hann í að koma þeim á framfæri. Bakkahúsið var eins konar Unuhús þeirra tíma. Þangað komu 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.